26.2.2007 | 16:55
Salt, sót, nagladekk og götuþvottur.
Enn á ný mælist svifryk yfir hættumörkum í höfuðborginni. Ýmsar ástæður eru gefnar fyrir þessum ófögnuði, svo sem nagladekk, sót, salt og önnur óhreinindi sem liggja á götum borgarinnar. Patentlausn á vandamálinu er að senda alla í strætó, eða láta fólk hjóla í og úr vinnu. Einfalt, ekki satt? Sé ekki alveg fyrir mér að þvælast ofan úr Mosó út í Hafnarfjörð í fimm stiga frosti klukkan hálfsjö að morgni, eða eyða tveimur tímum með Strætó í vinnuna sem að öllu jöfnu tekur fimmtán til tuttugu mínútur, að meðtalinni keyrslu krakkanna í framhaldsskóla víðsvegar um borgina.
Eitt er það sem hins vegar er nánast aldrei rætt til lagfæringar á þessu ástandi. Það er GÖTUÞVOTTUR. Víða erlendis þar sem háttar svipað til og hér, þar sem salt virðist eina lausnin til eyðingar á hálku, eru götur reglulega skolaðar með öflugum dælubílum. Hér liggur sami ófögnuðurinn dögum og jafnvel vikum saman í rennusteininum og því jafnvel verið að mæla sömu fjárans agnirnar trekk í trekk. Ef vel er að gáð, má sjá í velflestum rennusteinum og meðfram gangstéttarbrúnum uppsafnaða hauga af salti, sóti, sandi og öðru sem til fellur á götur. Ef þessu væri reglulega skolað burt þegar þurrt er, er ég nokkuð viss um að ástandið myndi lagast talsvert, þó að sjálfsögðu sé tæpast hægt að koma alveg í veg fyrir þetta.
![]() |
Svifryksmengun fór yfir heilsuverndarmörk í höfuðborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2007 | 14:42
Árás á Íran - Næsta góðverk BNA?
Það er ekki skrýtið að Putin og Lavrov hafi áhyggjur af þessari umræðu um hugsanlegar árásir á Íran. Öll heimsbyggðin ætti að óttast þessa umræðu, því svipuð rök hafa áður verið notuð af BNA fyrir ekki svo löngu síðan, til að réttlæta innrásina í Írak. Ekki enn séð fyrir endann á þeim hildarleik og verður ekki í bráð. Þó forseti Íran fari mikinn í allri sinni framgöngu og helli úr sér yfir Ísrael og aðrar þjóðir með ýmiskonar svívirðingum og munnsöfnuði, sem varla sæmir þjóðhöfðingja, er ekki þar með sagt að komið sé veiðileyfi á Íran og óhætt að hefja árásir. Í Íran búa milli 70 og 80 milljónir íbúa og þar í landi er lífið annað og meira en bara svartklæddar konur, öfgafullir klerkar eða mótmælendur vestrænna gilda. Það er hins vegar sú mynd sem kemur upp í hugann hjá mörgum og þarf svosem engan að undra. Fréttaflutningur sá sem okkur stendur til boða af þessu svæði og því sem þar gerist kemur jú að stórum hluta frá BNA, en þeir eiga eins og flestir vita, í beinu stríði á þessu svæði. Hlutlaus fréttaflutningur er því varla til, en því miður étur hver evrópska fréttastofan vitleysuna eftir kananum og matreiðir ofan í okkur. Íslenskir miðlar eru þar heldur engin undantekning. Þægilegari "fréttamennska" getur tæpast verið til. Bara "copy" og "paste", smá þýðingar inn á milli og síðan óhætt að dæla öllu saman út á öldur ljósvakans. Ekki einu sinni haft fyrir því að skoða málin eða kryfja til mergjar. Úr öllu saman verður síðan einn allsherjar hræðsluáróður, sem stjórnvöld í BNA taka síðan að sér að kveða niður með vopnavaldi. "Sjálfskipaðir kyndilberar frelsis og manngæsku", svo fremi það séu einhver verðmæti í spilinu eins olía eða annað "smálegt". Hver ætli hagnist síðan mest á öllu saman í fjárhagslegu tilliti? Getur verið að það séu vopnaframleiðendur í BNA? Eiga þeir stóra hluti í þarlendum fjölmiðlum sem endalaust dæla út einsleitum fréttum frá þjóð í stríði.? Getur verið að þeir séu öflugir bakhjarlar í kosningasjóðum frambjóðenda? Jafnvel núverandi forseta BNA? Ekki gott að segja, en það væri mikill fengur, fréttaþyrstum manni, að sjá meiri metnað lagðan í umfjöllun af heimsmálunum en nú er gert. Þetta er ekki bara svar/hvítt og "copy-paste" og smæla framan í myndavélina.
![]() |
Pútín og Lavrov lýsa áhyggjum af umræðu um árásir á Íran |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2007 | 10:37
"Bændaklámvarnir"
21.2.2007 | 16:46
Að aulýsa upp um "stjörnuna".
![]() |
Norðmaður fær einkaleyfi á að auglýsa á salernisrúllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2007 | 15:17
Tala saman!
![]() |
Stympingar vegna tölvunotkunar unglingspilts á höfuðborgarsvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2007 | 10:30
"Bónuskartöflumúsagangsrúllerísfréttaflutningslausnin"

![]() |
Stóra kartöflumúsarmálið leyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2007 | 13:14
Klámhundar og umræðan.
Það er ljóst að koma þessa hóps kynlífsmyndaframleiðenda og leikara til landsins á næstunni mun duga vel til heiftarlegra skrifa með og á móti þessari heimsókn. Sitt sýnist hverjum um komu þeirra eins og gefur að skilja, en vonandi að menn og konur, hagi umræðunni á þann veg að ekki verði úr því hálgert klám í formi munnsöfnuðar og skítkasts. Málefnaleg umræða err fjörug og skemmtileg og hlakka til að fylgjast með. Ef hrynjandinn í umræðunni heldur þegar fenginni ferð, er hætt við að allt verði hér orðið sjóðandi vitlaust áður en langt um líður.
Sé ekki alveg hvernig stjórnvöld eða aðrir geti bannað þessum hópi að koma til landsins, en það er önnur saga. Engin hegningarlög hér á landi geta dæmt áður en glæpur er framinn, eftir því sem ég best veit. Ennþá hefur enginn glæpur verið framin af þessu fólki hér á landi, en full ástæða til að fylgjast vel með þegar þau koma.
14.2.2007 | 01:11
"Refsivísitala Sársaukans"
Hef verið að velta þessu orðatiltæki fyrir mér að undanförnu. Að sjálfsögðu ekki til, enda bara hugtak í hausnum á mér. Aðallega í sambandi við gengna dóma í alls kyns dómsmálum, þar sem flestir geta verið sammála um að miðað við alvarleika brotanna, hafi dómarnir verið í hróplegu ósamræmi við verknaðina og komið okkur öllum á óvart. Hvort heldur hefur verið, líkamsmeiðingar, kynferðisafbrot eða annað, hefur almenningur staðið eftir gapandi af undrun og reiði.
Dómstólar hafa , að því er virðist, fest sig í viðjum vanans og ekki séð ástæðu til annars en að dæma hvert málið á fætur öðru samkvæmt "fyrrgengnum dómum". Sem sagt kolfastir í sama farinu og bara ágætt að dæma "ditto" miðað við síðasta dóm í "sambærilegum málum". Reyndar hefur komið fram að dómar hafi verið að lengjast í kynferðisafbrotamálum um "allt að einhverja mánuði"! Það ætti að láta okkur öllum líða betur, ekki satt?
Á tímum hraða, Hnattvæðingar, Nastaq, Vísitölu Neysluverðs og Byggingarvísitölu, ætti að vera hægt að setja saman starfshóp hinna ýmsu fræðinga, um hin ýmsu mannlegu málefni, sem hefðu það markmið eitt að finna út "Refsivísitölu Sársaukans" sem gera myndi dómstólum þessa lands auðveldara að losna úr viðjum vanans og dæma eins og menn. Refsiramminn er skýr, en hann er í undantekningartilfellum nýttur, sökum þess að "fordæmin" leyfa engin frávik. Með því að leyfa skírskotun í þessa nýuppfundnu vísitölu, sem jafnframt yrði heimilt að nýta sem "argument" í dómum yrði dómurum réttarkerfisins gefinn kostur á að opinbera, hver fyrir sig í Hæstarétti að minnsta kosti, þeirra sýn og fordæmingu að teknu tilliti til allra þátta málsins og dæma samkvæmt eigin sannfæringu, en ekki viðteknum venjum eða undangengnum dómum.
Er hægt að finna "Vísitölu Sársaukans" þegar meta á alvarleika brota og "verðleggja" í dómatilliti skaðann sem hlýst af manndrápi, líkamstjóni, glataðrar æsku, misnotaðri góðvild og jafnvel trausts í nafni Almættisins og fleiri illvirkja sem vaða uppi og ekki sér fyrir endann á? Væri ekki rétt að huga að þessu og forgangsraða refsirammanum samkvæmt því?
Um leið og ásættanleg "Refsivísitala Sársaukans" væri fundin, mætti setja á stofn starfshóp sem ætlað væri að finna "Undanskotsvísitölu Græðginnar". Sá starfshópur myndi eiga mun léttara verkefni fyrir höndum og sennilega getað skilað af sér fyrir hádegi, ef verkefnið lægi fyrir að morgni.
13.2.2007 | 19:01
Tímabær tilraun.
![]() |
Vinnur í viku hjá Hafnarfjarðarbæ upp í kostnað vegna tjóns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2007 | 22:47
"Kaninn sér um sína"
![]() |
Talið að 8.000 Haítíbúar hafi verið myrtir í tíð bráðabirgðastjórnarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |