Tala saman!

Aukin tölvunotkun ungmenna og þeirra sem eldri eru er staðreynd sem ekki verður snúið við. Margt er hægt að nálgast gegnum tölvuna og margt sem er í boði, misgott að vísu, en velflest hin besta skemmtun og fróðleikur. Sá tími sem ungmenni sitja fyrir framan tölvur hefur aukist gríðarlega og ljóst af þessari frétt um átökin að þetta getur farið úr böndum allt saman ef ekki eru settar einhverjar hömlur af foreldrum, um tímann sem ungmennin sitja við skjáinn. Það er á ábyrgð foreldra að þessu sé stillt í hóf og ekki annað séð en að í þessu tilfelli hafi það verið foreldrarnir sem ekki stóðu sig í stykkinu. "Tala saman" virðist því miður vera á undanhaldi hjá allt of mörgum fjölskyldum. Það er svo auðvelt að láta sem ekkert sé, en endirinn verður yfirleitt á einn veg með þetta sem annað óhóf og hann er oftast slæmur. Eins stórkostlegur miðill og netið er, er jafnframt hálf dapurlegt hve lítið hlutfall er af spennandi,uppbyggilegu og fræðandi efni í boði fyrir ungmenni. Megnið af efninu tengist ofbeldi og hasar, sem aftur býður heim hættunni á því að unga fólkið glati nánast raunveruleikaskyninu og tapi sér, þegar kemur að því að hemja tölvunotkunina. Foreldrar.: Tala saman!    
mbl.is Stympingar vegna tölvunotkunar unglingspilts á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

"Tala saman" leysir ekki endilega vandann þegar fíknin er á háu stigi. Púkinn vísar í það sem hann sagði hér.

Púkinn, 21.2.2007 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband