Krónískt DV?

Kaupverðið trúnaðarmál, svosem ekki að undra. Varla hlaupið á stórum upphæðum. Sennilega svo lágum að tekur varla að nefna. Nema hin landsfræga "viðskiptavild" hafi verið metin til stórra upphæða. Undarlegur markaður að verða þessi blessaði blaðamarkaður. Orðið svo mikið af þessu að engin leið er að lesa þetta allt saman, hvað þá að fylgjast með því hver á orðið hvað í hverju. Ekki kemst maður yfir að lesa helminginn af blöðunum sem rignir inn um lúguna ýmist frítt, eða í áskrift og tæplega grundvöllur fyrir öllum þessum fjölda mikið lengur. Ekki spurning um hvort heldur hvenær fleiri sneplar leggja upp laupana og læðist að manni sá grunur að næst veði það Króníska DV eða Blaðið. Sjáum hvað setur með það.

23.000.-Evrur=20.000.000.- Krónur???

Einhversstaðar í þessari frétt vantar eitt núll! Lágmarkskrafa að fréttamenn og prófarkalesarar geti lagt saman tvo og tvo eða reiknað sér það að 23.000 Evrur eru EKKI 20.000.000.IKR! Hvað er eiginlega í gangi á Mogganum, að l´ta svona vitleysu fara frá sér? Það er eins gott að reikna sig sjálfur í gegnum alla fj´rmálaumræðu Moggans ef svona rugl kemst á prent!
mbl.is Eyddi 20 milljónum í fríhöfninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grænn eða grár?

Velti fyrir mér hvort ég sé grænn eða grár þessa dagana. Skilst að ef maður sé ekki grænn, sé maður grár og það sé víst ekkert voðalega "inni" í dag. Þeir sem undirrita einhverja framtíðarpappíra eru settir skörinni ofar en aðrir, því með því hafa þeir málað sig græna, en þeir sem ekki skrifa undir skjalið eru sjálfkrafa stimplaðir gráir og settir út af sakramentinu sem fjandsamlegir umhverfinu, nátturuspillar og ég veit ekki hvað. Ekki laust við að örli á smá fasisma í þessu. Þeir sem að undirskriftasöfnuninni standa meira að segja farnir að benda opinberlega á menn sem ekki hafa enn skrifað undir! Ég er einn af þeim sem hafa ekki skrifað undir og mun ekki skrifa undir. Þó innihaldið sé vel meint, er orðalagið klaufalegt og loðið og þannig yfirlýsingar hugnast mér ekki að undirrita.  Það þýðir samt ekki að ég sé fylgjandi endalausri stóriðju eða náttúruspjöllum um allt land. Ekkert er mér fjær en að vera fylgjandi því. Kann því illa þegar sjálfskipaðir aðilar í einhverjum baráttusamtökum eða flokkum, nánast úthúða þeim sem ekki eru sammála, sem grárri óværu. Grænt eða grátt, skiptir ekki máli í mínum huga. Skynsemin á sér líka lit og hann er hvorki grænn né grár og alveg örugglega ekki blanda af báðum. Verst að það er svo erfitt að vera sammála um skynsamlegustu hlutina, því skynsemin á sér avo margar útgáfur, allt eftir því hver er spurður.    


Bra bra og máfarnir.

Það er slæmt að þurfa að drepa, en stundum verður ekki hjá því komist. Í þessu tilfelli er það þó ekki til matar, heldur til þess að við mannfólkið fáum notið umhverfis okkar og höfum kost á því að arka niður á Tjörn og leyfa ungviðinu að gefa úr lófa eða dreifa brauðmolum til fuglanna. Það hafa í seinni tíð hins vegar orðið all snauplegar ferðir sem undirritaður hefur farið með börn og barnabörn að þessum sælureiti Reykjavíkur sem Tjörnin er. Ef ekki hefur hlaðist undir skósólana gæasaskítur og annað misgott, hefur ungviðið orgað og gargað vegna þess að bra bra fær ekkert brauð! Máfurinn étur allt og jafnvel horft uppá hann snara með sér andarunga í kaupbæti. Líst bara nokkuð vel á þessa hugmynd með svæfinguna og tel að hún eigi rétt á sér. Takmörk fyrir því hvað við mannfólkið eigum að bakka og gefa eftir með okkar, vegna innrásar áður óþekkts illfyglis. Styð heilshugar þessa aðgerð, en bið menn að fara samt ekki offari og svæfa allt sem flýgur í 100 kílómetra radíus.
mbl.is Náttúrufræðistofnun leggst gegn fugldrápi með svefnlyfjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takmarkalaus dellusamþykkt.

Ja hérna. Þegar kom að því að allir flokkar sameinuðust um eitthvað þá var þetta niðurstaðan! Þvílík og önnur eins della! Hver á að fylgjast með þessu? Hvað kostar það og hver á að borga? Ekki við öðru að búast en svona rugli frá fólki sém mulið hefur undir sig svera sjóði um aldur og ævi. Geta síðan ekki komið fram og borið á borð stefnumál sín fyrir kosningar með almennilegum hætti, heldur rífast um það dag eftir dag hver eigi að vera með hverjum og hvort könnunin í gær sé þeim í hag eða hinum til vanska.......já, pólitík er slæm tík.
mbl.is 28 milljóna króna mark sett á auglýsingakostnað flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lengi lifi nagladekkin!

Það hefur sennilega sjaldan komið eins vel í ljós og í morgun hve nagladekkin standa vel fyrir sínu. Hálkan slík að engu skipti þó bílar væru búnir grófasta mynstri sem hægt er hafa á dekkjum sínum. Allt þvers og kruss um áttaleytið úr Mosfellsbænum og niður undir Elliðaár. Ég mátti þakka fyrir að fá ekki flutningabíl með tengivagn beint í fangið, en það slapp sem betur fer, enda ég á nöglum á mínum fjallabíl og hafði ágætis vald á honum, þó vegurinn væri mjög háll. Reyndar svo fluháll. að ég man varla eftir öðru eins. Hvergi búið að salta fyrr en komið var í Ártúnsbrekkuna og bílar eins og hráviður í vegkantinum megnið af leiðinni. Banna nagladekkin vegna svifryks? O nei, ekki aldeilis. Huga frekar betur að götuþvotti eins og gert er meðal þeirra þjóða flestra, sem búa við svipaðar aðstæður og við. Lifi nagladekkin!!
mbl.is Tafir og umferðaróhöpp einkenndu umferðina í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar um skoðanakannanir?

Kosningar á næstu grösum og enn bíður undirritaður eftir því að einhver flokkanna leggji nú fram málefnalista af einhverju viti og skynsemi. (Mun sennilega fyrr frjósa í neðra en að maður upplifi eitthvað þesslegt) Flestir flokkar niðurgrafnir í skoðanakannanpælingum og megnið af tíma fjölmiðla varið í að spá fyrir um hverjir myndi stjórn ef þessi eða hin árans könnunin gangi nú eftir. Og þessar líka "ofurvönduðu" kannanir, eða hitt þó heldur. Má vera að ég standi vel undir nafni sem einn af verri tuðurum sem finnast, en finnst kominn tími til að flokkarnir og þeir sem að þeim standa fari að leggja fram matseðil næstu fjögurra ára, svo hægt sé að fara að gera upp hug sinn og velja úr þessari flokkasúpu sem í boði er. Örfáar vikur til kosninga og ekki einu sinni búið að stilla upp listum hjá nýjasta afsprenginu í pólitíkinni. Ekki rætt um annað en umhverfismál og annað nánast komið út af kortinu að því er best verður séð. Hver svo sem niðurstaðan verður munum við öll þurfa að hlýta henni, en það breytir ekki því að það er lágmarkskrafa okkar aumra kjósenda að það liggi fyrir í stærstum dráttum að minnsta kosti, hvað menn ætla sér að gera næstu árin ef þeir ná á þing. Það er ekki nóg að predika stöðvun á atvinnuuppbyggingu til sjávar og sveita en geta ekki bent á úrræði sem nýtast landslýð, í stað þess sem stöðva á eða fella niður. Hef sagt það áður og best að segja það einu sinni enn.: Finnst að ætti hreinlega að banna þessar árans kannanir 50-60 dögum fyrir kosningar og leyfa fólki að hafa frið til að ákveða sig, en ekki síður til að neyða flokka og frambjóðendur til bera á borð ætan málefnagrundvöll, sem ræddur yrði af einhverju viti þessa daga. Einnig leyfi ég mér að setja stórt ? við að hægt sé að koma fram með ný framboð svona skömmu fyrir kosningar, en það er að sjálfsögðu bara árans tuð eins og annað hjá mér.  

Smáralindarklám?

Ónefndur bloggari hefur hafið upp raust sína og úthúðað nýjum bæklingi Smáralindar sem klámi. Á forsíðunni sé mynd af ungri stúlku sem sé nánast reiðubúin að taka á móti hverju sem er í kynferðislegu tilliti! Greinilega veruleikafyrrt manneskja sem ritar þetta og ekki laust að fari um mann hrollur við lesturinn. Stúlkugreyið stimpluð sem...ja ég veit eiginlega ekki hvað og ekki nema 13-14 ára. Við fyrsta lestur gæti maður haldið að fársjúk manneskja hafi sett þetta á prent, en ó nei, þetta er kennari við Háskóla Íslands, takk fyrir. Ekki hissa á að klámumræðan sé orðin að þessu óbermisrugli. Umræðan og baráttan gegn hinu raunverulega klámi verður að enn verra klámi þegar svona postular hrauna yfir allt sem fyrir verður. Legg til að kennarinn taki sér launalaust leyfi og leiti sér lækninga. Hér er á ferðinni mjög alvarlegt tilfelli einhverskonar maníu sem ekki getur endað nema með einhverri skelfingu fyrir viðkomandi einstakling, sem lætur svona frá sér. Er svo firrt að gera það meira segja með stolti undir fullu nafni. Nei, þarna er eitthvað mikið að og þörf á skjótri aðstoð fagfólks í geðheilbrigðismálum.

Bleyjur og virðisaukaskattur.

Jæja. Þá er skatturinn kominn í 7%. Á alla matvöru og það sem henni fylgir. Besta mál, en tók þó eftir því í búðinni minni að sumt hefur ekki lækkað nokkurn skapaðan hlut! Hækkanir undanfarna daga og vikur sem eflaust hafa verið ásettar vegna fyrirhugaðrar V.S.K. lækkunar, eru það miklar að V.S.K. lækkunin er í sumum tilfellum ENGIN! Sé í körfunni að sumt hefur jafnvel HÆKKAÐ! Dómadags árans aular erum við að kyngja þessu. Dómadagsaular eru stjórnmálamenn að halda að lækkun virðisaukaskatts sem boðuð er með margra mánaða fyrirvara lækki eitthvað! Þessi þjóð er engri lík, þessi þjóð er samt sú besta, þessi þjóð er toppurinn á auðtrúa þjóðum sem aldrei segja eða gera neitt, sama hversu hraunað er yfir hana. Tók einnig eftir því í búðinni að eigendum hennar fannst rétt að taka fram að gefnu tilefni, að áfram væru bleyjur tollaða í topp og V.S.K. flokkaðar sem munaðarvara með fullum VASKI. Kattarsandur og hundamatur er hins vegar skattlagt sem nausynjar áfram. Já, það er dásamlegt að vera ungur og eiga börn á Íslandi. Hefði að skaðlausu mátt láta blessaðar bleyjurnar detta í sjö prósentin, svona til að létta aðeins undir með barnafólki þessa lands. 

Er skriðan farin af stað ?

Jæja, nú er farið hrikta í stoðum markaðarins þarna ytra og verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif þetta kemur til með að hafa á markaðinn hér á landi. Mikil lækkun strax í dag, reyndar skuggalega mikil á ekki lengri tíma. Hver ætli vilji nú kaupa í hverjum, ef skriðan fer af stað niður brekkuna bröttu. Ef svo fer, er hætt við að þeir sem keypt hafa mest og selt sjálfum sér og sér tengdum mest geti lent í hremmingum. Ef niðursveiflan verður hröð (sem við skulum nú vona að verði ekki) mun koma í ljós hversu mikill hinn raunverulegi hagnaður er þegar kemur að því að innleysa hann í beinhörðum peningum. Hætt við að ekki sé innistæða fyrir öllum pakkanum þegar á reynir. Flestallir hörðustu naglarnir í bransanum flestir búnir að koma mestu úr landi, svo það er hætt við, ef til stórra áfalla komi, muni það að vanda lenda landslýð. Kann að vera bölvað tuð í manni, en ekki laust við að fari um mann þegar svona skyndilækkun fer af stað.
mbl.is Verðbréf snarlækka á Wall Street; Dow niður um rúmlega 220 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband