445 milljarða raunvirði?

Enginn smá verðmiði sem búið er að smella á Glitni. Hvað af þessu svokallaða "virði" ætli sé viðskiptavild. Er hægt að innleysa þetta verðmæti í beinhörðum peningum? Tæplega. Hef ekkii mikla trú á að þetta verð sé raunverulegt, þegar á hólminn er komið, en mín vegna mega þessir herramenn halda áfram að "slá" um sig með viðskiptum sín í milli. Einhverjir verða jú að halda undrinu gangandi, en að Glitnir sé 445 milljarða virði, þætti mér gaman að sjá svart á hvítu. 
mbl.is Kaupþing að kaupa í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitískt uppgjör fyrir langferð.(Langloka)

Fer á mánudagsmorgun til Máritaníu. Eitt ömurlegasta ríki heim að sækja, sem hægt er að hugsa sér og ekki síður að upplifa. Eymd, vonleysi, fátækt, spilling, mannvonska, hroki, skítur, óþverri og vesældómur á hverju horni og varla hægt að ætlast til þess að meðalJón á Íslandi geti gert sér í hugarlund aðstæður í þessu Guðs volaða landi, nema hafa verið þar.  Ekki það að ferðin leggist illa í mig sem slík, heldur er það sú staðreynd að ég verð ekki á landinu þegar KOSIÐ verður til Alþingis, sem er afar slæmt, þar sem ég hefði alveg verið til í að taka frekari þátt í umræðunni fyrir kosningarnar.(Hvort sem einhver nennti að hlusta eður ei.) Hefði að minnsta kosti látið í mér heyra, meira, en tök verða á.

Íslendingar láta ólíklegustu málefni angra sig. Flúor(innan áhættumarka) frá álverum, breytt deiliskipulag, land sem drukknar, stóriðja og annað "smálegt" valda slíkum usla, að varla er farandi út á götu, öðruvísi en að hafa skoðun á einhverju ofantöldu. Íslendingar eiga sér þó eina sérstöðu og hún er sú að þurfa í langflestum tilfellum ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki eitthvað að "ETA".  Reyndar eins og marka má af þeim tíma sem við notum til að "Blogga" til dæmis, mætti ætla að við hefðum sennilega OF mikinn tíma í ekki neitt, svo eitthvað sé nefnt. Það eru milljónir manna sem ekki hafa þennan tíma til að "spá" í hlutina og karpast á hverjum degi um það hvort þetta eða hitt sé rétt eða rangt, því sú einfalda þörf, að fá að borða, þann daginn, er framar öllu vafstri og "spekúlasjónum".

Með þetta og annað að leiðarljósi held ég á vit ævintýranna og vonast til  þess, að er ég snúi til  baka verði allt eins og það var, þegar ég fór. Í því felst það að ég vilji að það verði svipuð eða sambærileg ríkisstjórn við völd, gengi krónunnar sé það sama og þegar ég fór, stöðugleiki verði enn við lýði og ekki sé komið fólk í stjórn sem sér "yfir" sig ef einhverjum gengur vel og þénar vel og telur ástæðu til að skattleggja það sérstaklega. Ef sú gerð af ríkissstjórn tekur völdin eftir heimkomuna sem ekkert getur séð heppnast og skila arði án sérstakrar skattleggingar, fer ég sennilega bara aftur til Máritaníu! Ef við getum ekki séð það sem okkur hefur rekið fram á veginn undanfarin ár, burt séð frá einstaka misvelheppnuðum málum sem enn er tími til að breyta, ættum við öll að gefa gaum að löndum eins og Máritaníu og hreinlega bara skammast okkar að vera að karpa um svona tittlingaskít.

Kjósum það sem ER. Þeir sem boða að allt verði betra með þeim er bara, ekkert . Þeirra tími kemur seinna. Hann er alls ekki núna.

Kýs "það sem er" til að vera viss um að koma til baka í landið sem ég fór frá og vona að sem flestir geri það einnig. 

 

Eitt lítið X-D, Vonast til að verða ekki settur út af salramentinu fyrir það. Grænn. grár..... bara "Normal" 


Vægir dómar á Íslandi?

Mikið sleppa þessi varmenni létt frá voðaverkum sínum. Mætti halda að dómstóllin í Haag hefði hérlenda dómahefð að leiðarljósi. 15 ár fyrir að nauðga og myrða konur (kemur ekki fram hve margar, enda skiptir það ekki máli) getur varla tralist annað en vel sloppið fyrir manninn, en svíður eflaust þeim sem eiga um sárt að binda af hans völdum.
mbl.is Dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í lagi að freta í Skotlandi?

Ótrúleg grein og ekki annað hægt en að brosa að öllu saman. Ekkert meira að segja um þetta. Undirstrikar ruglið við að viðhalda þessu bákni sem "Monarkíið" er hjá þeim blessuðum.
mbl.is Umhverfisvæn Englandsdrottning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

So?

Þetta er dapurleg frétt úr landi þar sem dapurlegar fréttir þykja ekkert tiltökumál lengur, en samt einu fréttirnar sem fréttastöðvarnar telja rétt að flytja.(Selst sennilega betur) Hvar hver er skotinn, eða hvers vegna, skiptir akkúrat engu máli lengur hjá þessari Guðs voluðu þjóð. Sennilega tekið meira eftir fréttinni á Íslandi en í BNA. Undrast að þetta skuli verða að frétt á Íslandi, meðan fleiri deyja en sem nemur augnablikkum meðalmanns Á DAG af öðrum ástæðum. Undirstrikar aulagang hérlendra "fréttamanna"að bera á borð fréttir sem þessa. Er fréttamennskan svona einföld í dag að það eina sem þarf til að geta talist "góður penni" sé það að umorða fréttir gærdagsins til dagsins í dag. . Allt apað eftir, beint af kúnni og ekki einu sinni haft fyrir því að kanna söguna. Blaðamenn, fréttamenn...."there is a limit"! 
mbl.is Lést eftir skotárás við höfuðstöðvar CNN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gargandi auglýsingar Sýnar

Get ekki annað en tuðað vegna auglýsinga sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar. Maður situr í mestu makindum og fylgist með því sem fyrir augu ber á skjánum, þegar þessi innskot frá Sýn nánast jarða mann í stólnum með andsk..... öskrum, tónlist og látum. Er engin leið að auglýsa íþróttaefni öðru vísi en argandi og gargandi, hvernig er það eiginlega? Þarf endalaust að auglýsa með þeim hætti að eilíflega sé komið fram við neytendur eins og alger fífl? Maður er að sjálfsögðu óttalegt fífl að láta þetta vaða yfir sig og borga síðan fyrir það í ofanálag! Nei, kominn tími til að segja upp áskriftinni að Stöð 2. Það er mun meiri ró yfir RÚV og minna um garg og gaul sem angrar gamlan tuðara eins og mig.

Hafnafjarðarbrandari aldarinnar?

Engin stækkun takk fyrir. Niðurstaðan ljós í krafti "meirihlutans". Kemur síðan upp úr dúrnum að Alcan hefur leyfi til að stækka samt, bara ekki eins mikið! Ekki mema í 350.000. tonn! Það er hálf nöturlegt að horfa uppá aulagang, undirlægjuhátt og ákvarðanatökugetuleysi bæjarstjórnar Hafnafjarðar. Ekki einasta var upplýsingaflæðið í algeru lágmarki fyrir kosninguna, heldur var þessi staðreynd bæjarstjórninni ljós fyrir kosninguna að auki. Tæpast hægt að verða meiri amlóði í pólitík. Það þarf enginn að segja neinum neitt um það að þetta útspil um stækkun hafi ekki legið fyrir. Þótti bara ekki ástæða til að fræða sauðsvartan almúgan um það. Um að gera að hefja kosningu um málið og dreifa athyglinni annað. Láta Framtíðarlandið, Ómar Ragnarsson og fleiri aðra um að dreifa athyglinni frá staðreyndum málsins. Þetta hefur verið kristaltært frá upphafi og nú þegar eflaust er komið langt í undirbúningsferlinu, óháð niðurstöðu kosninganna, er allt klárt í stækkun í 350.000 tonn. Ætlar einhver að halda því fram að þessi möguleiki hafi ekki verið kunnur? Hafi ekki verið þekktur af málsmetandi mönnum í bæjarstjórn? Gengur bæjarstjórn Hafnarfjarðar út frá því að í bænum búi eintómir vanvitar?

 Um hvern fjárann var fólk eiginlega að kjósa? Heldur bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hún geti varpað af sér allri ábyrgð og sagt bæjarbúum að þetta hafi þeir kosið í nýafstöðnum kosningum, sem að mati margra ónefndra voru "stórkostlegur sigur fyrir lýðræðið". Mikið dj..... er hægt að plata fólk. Ekki bara einn og einn, heldur heilu bæjarfélögin. Sagt áður að pólitík er slæm tík, en þetta er algjör tík! 

Hafði orð á því er utankjörstaðarkosning hófst, að undarlegt væri að hefja kosningu um eitthvað, þar sem vantaði öll spil upp á borðið og það er að koma á daginn að það var ekkert smáræði sem "gleymdist" að geta um. Hvað segir fólk í Hafnarfirði núna? Verður fróðlegt að fylgjast með því. Fyrir mér verður þessi brandari ekki toppaður það sem eftir lifir aldar. Hafnarfjarðarbrandari aldarinnar hefur litið dagsins ljós með metþátttöku bæjarbúa sjálfra. Þó enn lifi tæp nítíu og þrjú ár af öldinni, verður þessi skollaleikur tæplega toppaður. Til hamingju Hafnarfjörður. Svartari brandari verður vart sagður. Þetta er án nokkurs vafa brandari aldarinnar. (Mikið er gott að búa í Mosfellsbæ.) 


Álver in memorium?

Þá er búið að kjósa og niðurstaða komin í Hafnarfirði varðandi "breytingu á deiliskipulagi". Með öðrum orðum stækkun álversins. Mátti ekki tæpara vera með niðurstöðu, en úrslitin liggja fyrir. Meirihlutinn, þó tæpur væri, hafði betur og nú verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu. Þungt hljóð í þeim sem studdu stækkun og að sama skapi gott hljóð í þeim er voru á móti. Ýmsir sem halda því fram að Hafnfirðingar hafi með þessu slegið af bestu mjólkurkúna sína, aðrir að þetta sé bara fínt og aðeins byrjunin á baráttunni gegn þessari árans stóriðju um allar jarðir. Hætt við að samskipti kýrinnar við landeigandann verði stirðari hér eftir og nýtingin jafnvel ekki eins og best verður á kosið. Hvort kýrin síðan flyst síðan á annan bæ, mun tíminn leiða í ljós.  

Daginn eftir að úrslit voru ljós hófst síðan umræða um álver á Bakka við Húsavík, Helguvík og nú síðast Þorlákshöfn, þar sem einnig eru uppi áform um að stunda einhverskonar fullvinnslu á því áli sem framleitt væri í væntanlegu álveri þar. Það er því ljóst að framundan eru miklir umbrotatímar í okkar þjóðfélagi og sennilega mikil átök um það hve langt á að ganga í stóriðju og virkjanamálum á Íslandi. Það er í góðu lagi að staldra aðeins við og meta aðstæður, en vonandi munu öfgar og kreddur ekki koma í veg fyrir að einhver uppbygging eigi sér stað í framtíðinni. Það má ekki setja allt í handbremsu og ætla síðan að redda öllu saman með túristum,tölvum, lopapeysum, óveðursferðum og trilluútgerð. Sá pakki gengur einfaldlega ekki upp, sama hversu stórhuga við erum. Þeir sem vilja sjá "álver in memorium" þurfa að bíða og gefa eftir, alveg eins og þeir sem vilja álver um allt.    


Rollan á myndinni!!

Alls ekki gott þegar illa er farið með blessuð dýrin og í raun illskiljanlegt hvað í veröldinni fólk er gera með að halda rollur og annan búpening ef það nennir ekki að sinna þeim. Sumir eiga ekki að fá að hafa dýr. Þetta er ekki góð frétt, en ég gat ekki annað en brosað vegna textans undir myndinni.: "Þessi rolla tengist ekki þessu máli" Eins gott að láta það koma fram í fréttinni, ef ske kynni að einhver skyldi hitta hana seinna meir. Yndislegur texti við annars ömurlega frétt.


mbl.is Fé fellt í Dýrafirði vegna slæms aðbúnaðar og vannæringar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Agnes Bragadóttir í fyrstu persónu.

Sú mæta fréttakona Agnes Bragadóttir ritar ansi merkilega grein á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Greinin sem slík er ekki svo merkileg, heldur er það framsetning Agnesar sem vakti athygli mína. Man ekki til þess að hafa séð áður að blaðamaður sem ritar grein segi frá í eigin ( fyrstu) persónu.

" Ég hef það fyrir satt..." eða eitthvað á þessa leið stendur skrifað í greininni, sem annars er að mestu skrifuð sem "eðlileg" grein, þar til kom að þessari einu setningu. Má vel vera að þetta hafi verið gert oft áður, en hef ekki séð þetta fyrr. Eflaust bölvað tuð í manni, en sem tuðarinn verður maður að standa undir nafni annað veifið, að minnsta kosti. Annars er flest það sem Agnes hefur rætt og ritað hin besta lesning og ekkert út á það að setja sem slíkt.

Kann ekki ennþá að setja "link" inn á bloggið, svo menn og konur verða bara að lesa Moggann til að sjá þettA. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband