Bleyjur og virðisaukaskattur.

Jæja. Þá er skatturinn kominn í 7%. Á alla matvöru og það sem henni fylgir. Besta mál, en tók þó eftir því í búðinni minni að sumt hefur ekki lækkað nokkurn skapaðan hlut! Hækkanir undanfarna daga og vikur sem eflaust hafa verið ásettar vegna fyrirhugaðrar V.S.K. lækkunar, eru það miklar að V.S.K. lækkunin er í sumum tilfellum ENGIN! Sé í körfunni að sumt hefur jafnvel HÆKKAÐ! Dómadags árans aular erum við að kyngja þessu. Dómadagsaular eru stjórnmálamenn að halda að lækkun virðisaukaskatts sem boðuð er með margra mánaða fyrirvara lækki eitthvað! Þessi þjóð er engri lík, þessi þjóð er samt sú besta, þessi þjóð er toppurinn á auðtrúa þjóðum sem aldrei segja eða gera neitt, sama hversu hraunað er yfir hana. Tók einnig eftir því í búðinni að eigendum hennar fannst rétt að taka fram að gefnu tilefni, að áfram væru bleyjur tollaða í topp og V.S.K. flokkaðar sem munaðarvara með fullum VASKI. Kattarsandur og hundamatur er hins vegar skattlagt sem nausynjar áfram. Já, það er dásamlegt að vera ungur og eiga börn á Íslandi. Hefði að skaðlausu mátt láta blessaðar bleyjurnar detta í sjö prósentin, svona til að létta aðeins undir með barnafólki þessa lands. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband