Bra bra og máfarnir.

Það er slæmt að þurfa að drepa, en stundum verður ekki hjá því komist. Í þessu tilfelli er það þó ekki til matar, heldur til þess að við mannfólkið fáum notið umhverfis okkar og höfum kost á því að arka niður á Tjörn og leyfa ungviðinu að gefa úr lófa eða dreifa brauðmolum til fuglanna. Það hafa í seinni tíð hins vegar orðið all snauplegar ferðir sem undirritaður hefur farið með börn og barnabörn að þessum sælureiti Reykjavíkur sem Tjörnin er. Ef ekki hefur hlaðist undir skósólana gæasaskítur og annað misgott, hefur ungviðið orgað og gargað vegna þess að bra bra fær ekkert brauð! Máfurinn étur allt og jafnvel horft uppá hann snara með sér andarunga í kaupbæti. Líst bara nokkuð vel á þessa hugmynd með svæfinguna og tel að hún eigi rétt á sér. Takmörk fyrir því hvað við mannfólkið eigum að bakka og gefa eftir með okkar, vegna innrásar áður óþekkts illfyglis. Styð heilshugar þessa aðgerð, en bið menn að fara samt ekki offari og svæfa allt sem flýgur í 100 kílómetra radíus.
mbl.is Náttúrufræðistofnun leggst gegn fugldrápi með svefnlyfjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ja, ég tek nú bara undir með hálfri seinustu setningunni þinni, bloggvinur kær  

halkatla, 28.3.2007 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband