Salt, sót, nagladekk og götuþvottur.

Enn á ný mælist svifryk yfir hættumörkum í höfuðborginni. Ýmsar ástæður eru gefnar fyrir þessum ófögnuði, svo sem nagladekk, sót, salt og önnur óhreinindi sem liggja á götum borgarinnar. Patentlausn á vandamálinu er að senda alla í strætó, eða láta fólk hjóla í og úr vinnu. Einfalt, ekki satt? Sé ekki alveg fyrir mér að þvælast ofan úr Mosó út í Hafnarfjörð í fimm stiga frosti klukkan hálfsjö að morgni, eða eyða tveimur tímum með Strætó í vinnuna sem að öllu jöfnu tekur fimmtán til tuttugu mínútur, að meðtalinni keyrslu krakkanna í framhaldsskóla víðsvegar um borgina.

Eitt er það sem hins vegar er nánast aldrei rætt til lagfæringar á þessu ástandi. Það er GÖTUÞVOTTUR. Víða erlendis þar sem háttar svipað til og hér, þar sem salt virðist eina lausnin til eyðingar á hálku, eru götur reglulega skolaðar með öflugum dælubílum. Hér liggur sami ófögnuðurinn dögum og jafnvel vikum saman í rennusteininum og því jafnvel verið að mæla sömu fjárans agnirnar trekk í trekk. Ef vel er að gáð, má sjá í velflestum rennusteinum og meðfram gangstéttarbrúnum uppsafnaða hauga af salti, sóti, sandi og öðru sem til fellur á götur. Ef þessu  væri reglulega skolað burt þegar þurrt er, er ég nokkuð viss um að ástandið myndi lagast talsvert, þó að sjálfsögðu sé tæpast hægt að koma alveg í veg fyrir þetta.  


mbl.is Svifryksmengun fór yfir heilsuverndarmörk í höfuðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Mikið er ég sammála. Þeir verða að vera betur vakandi fyrir frostlausum dögum. Auðvitað verður að hafa í huga að það verður að hafa verið frostlaust í einhvern tíma, frostlaust nokkra cm ofan í jörðina og útlit fyrir frostlausa nótt eftir. En þegar þeir daga koma, þá verður að ræsa út flotan og þrífa.

Júlíus Sigurþórsson, 26.2.2007 kl. 17:06

2 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

já sammála þessu. Það hefur verið eitthvað um að þeir rykbindi göturnar með magnesíumklóríð, veit ekki hvað það endist lengi eða hvort það verði svo að bara meira ryki sem þarf svo að þvo af. Veit það einhver svona til upplýsingar fyrir mig?

Jóhanna Fríða Dalkvist, 26.2.2007 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband