Skoðanakannanakosningar í vor?

Skelfing er öll umræða vegna komandi kosninga orðin einsleit og leiðinleg. Um fátt annað rætt á meðal stjórmálamanna og fleiri en hvernig raða megi í nýja ríkisstjórn með tilliti til  niðurstaðna síðustu skoðanakannana. Virðist þá engu máli skipta hvert svarhlutfall eða fjöldi manna og kvenna hefur tekið afstöðu í könnuninni. Hvar er umræðan um málefnin og stefnumál flokkanna? Er endalaust þjark og tuð um það sam var það eina sem menn geta rætt? Er ekki kominn tími til að fara að bera á borð stefnumál og áherslur komandi ára í stað þess að spóla endalaust í niðurstöðum skoðanakannana? Það á ekki að kjósa um skoðanakannanir í vor, eða hvað?  Verður á endanum sennilega bara kosið um bestu og verstu kannanir fyrir kosningar. Legg til að kannanir verði bara bannaðar frá og með mánuði fyrir kosningar svo pólitíkusarnir neyðist til að opinbera stefnu sína og ekki síður fyrir okkur sauðsvartan almúgann að fá frið til að gera upp hug okkar án þess að verða fyrir endalausu áreiti upp á nánast hvern dag um niðurstöður misvelgerðra skoðanakannana.  

Framsókn og velferðarmálin

Hvaða flokkur hefur haft einna mest með velferðarmálin að gera undanfarin ár ungir framsóknarmenn í Skagafirði?

Ungir Framsóknarmenn.: Lítið ykkur nær áður en steinum er kastað úr glerhúsini.


mbl.is Vilja ekki að Framsóknarflokkur myndi áfram stjórn með Sjálfstæðisflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhæft ákæruvald

Það ætlar seint að taka endi þetta sjónarspil og fíflagangur sem þetta blessaða mál er orðið. Sjálfsagt varla við öðru að búast en að ákæruvaldið klúðri þessu sem fyrr, hvort heldur þessir menn séu saklausir eður ei. Það væri gaman sjá allt það effort sem sett hefur verið í þetta beinast að öðrum og mikilvægari málaflokkum sem virðast ekki skipta miklu máli lengur eins og til mynda kynferðisafbrot og níðingshátt margskonar sem veður uppi meðan allt of margir sem þar ættu að grípa inní góna út um gluggan og reyna að grafa upp gamlar nótur vegna jafnómerkilegra hluta og þess hvort Baugsmenn hafi lifað hátt eður ei. Hvað má svona endaleysa kosta okkur eiginlega áður en gripðið er inn í og þessi farsi stöðvaður fyrir fullt og fast. Dómskerfið býður rumpulýð landsins að berja og hálfdrepa fólk og sitja 3 mánuði inni fyrir manndrápstilraunir eins dæmt var um daginn vegna Heiðmerkurárásarinnar. Til hvers að eyða öllum þessum fjármunum og tíma í þetta Baugsmál þar sem fyrirliggur að ef dæma á refsingu, verði þeir á annað borð fundnir sekir, í sama hlutfalli og samkvæmt undangengnum dómum vegna kynferðisbrota og líkamsárása yrði refsingin varla meira en dagpartur í samfélagsvinnu og 50 kall í sekt. Er ekki mál til komið að dómstólar snúi sér að öðrum og mikilvægari málum en að klóra endalaust í bakkann og reyna að grafa upp meiri skít til þess eis að sanna að réttmætt hfai verið að standa í þessu? Það er löngu orðið ljóst að þetta er eitt allsherjar klúður og því fyrr sem menn viðurkenna það því betra.   
mbl.is Réttarhöld í Baugsmálinu hafin í héraðsdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vatnsþynnt og aukaefnalaus gagnrýni

Heldur var hún vatnsþynnt og kraftlítil gagnrýnin sem Kompás kom með í kvöld varðandi íblöndunarefni í matvælum. Staðfest að allt að 20% af verði margra vörutegunda er fyrir vatn og allt í góðum gír. Hversu margir ætli hafi til að mynda vitað að það væri sykur í úrbeinuðum kjúklingabringum? Ég bara spyr. Ekki minnst einu orði á að samhliða innsprautun á alls konar sulli í vöruna er hún einnig viktuð í umbúðunum að því loknu. Hvað ætli sé notað mikið af umbúðum alls konar utan um matvæli á Íslandi á ári? Þau eru eflaust mörg tonnin af alls kyns plasti sem sem vegna þessara aðfara er selt á allt að 2500 krónur kílóið. Sýnir enn og aftur hve auðvelt er að hafa okkur að elgerum rötum og ekki einu sinni hægt að taka hressilega á málinu af þeim sem telja sig besta í að fletta ofan af alls konar misfellum í samfélaginu. Kompás á margt gott skilið en eitthvað virtist mér nálin í honum flöktandi og illa stillt á kúrsinn í kvöld. Beið spenntur eftir þættinum þar sem þetta sull með matinn okkar hefur lengi farið fyrir brjóstið á mér. Sat eftir hundsvekktur og fannst lítið til um efnistök Kompásfólks koma. Hefði til að mynda mátt steikja einn hamborgara á "sértilboði" og fylgjast með honum engjast sundur og saman en þó aðallega saman á pönnu eða grilli þar til hann væri kominn niður í þá stærð sem ég fullyrði að er meiri en sem nemur 20% rýrnun. Vikta síðan leifarnar og reka mismuninn ofan í þá sem segja rýrnunia aðeins vera þetta svona sirka bát hérumbil umþað bil 7-10 % eða þar um bil hérumbil bla bla bla. "Þungbrýnd" (en jafnframt algerlega áhrifalaus fyrir löngu) ásjóna forustumanns Neytendasamtakanna skelfir ekki nokkra sál í þessum iðnaði frekar en hún stappi stálinu í okkur neytendabjálfana sem ekkert aðhöfumst frekar en fyrri daginn. Við neytendur erum sjálfsagt eftir sem áður mestu ratarnir að gera ekkert með þetta mál og sennilega bara gott á okkur að úðað sé í og yfir matvæli okkar allskonar virðisaukandi glundri. Þetta íblöndunarhlutfall sem prósenta er nokkuð sem við erum jú orðin vön ekki satt? Við borgum vexti í bönkum sem liggja á þessu bili þannig að það er kannski bara ágætt að hafa þetta svona áfram. Þá muna að minnsta kosti allir hvaða prósenta er í gangi.

Svínarí á kjötmarkaði!

Skilst að í Kompási annað kvöld verði tekið á máli sem löngu er orðið tímabært að hrist væri ærlega upp í. Íblöndun á alls kyns þyngdaraukandi og vatnsaukandi efnum í matvöru og þá sérstaklega í nánast öllu kjöti bæði af fuglum sem fjórfætlingum. Hver kannast ekki við hamborgaraómyndina sem verður nánast eins og baun á grillinu og þarf eiginlega að troða þremur í eitt brauð svo úr verði ærlegur munnbiti. Að auki er lögurinn sem lekur úr þessum ófögnuði þræleldfimur svo maðu má hafa sig allan við reyna að hemja eldhafið samhliða steikingunni. Þessi sami hamborgari sem að ummáli var álíka mikill og svert rör áður en kom að steikingu.

Það er nánast alveg sama hvaða kjöt er tekið fyrir hér á landi. Það er meira og minna orðið þrútið af allskonar efnum og vatni til þyngdaraukningar. Vonandi hristir Kompás vel upp í umræðunni um þetta. Nöturlegt að þurfa að greiða á þriðja þúsund krónur fyrir vöru sem að einum fjórða eða jafnvel meiru er bara vatn og aukaefni og ef bjóða á fjórum í mat þurfi ávallt að kaupa mat fyrir fimm til sex manns svo allir fái nóg. Vonandi verður tekið hressilega á þessu.   


Vantar eitt núll á Íslandi?

Það er ekki af Kananum skafið. Annað hvort allt eða ekkert hjá þeim. 800 ár er náttúrulega fáránleg tale en tryggir að þessi ógæfumaður mun aldrei úr fangelsi sleppa það sem hann á ólifað. Hér á landi komast menn hins vegar upp með fremja samskonar voðaverk tíu tuttugu sinnum hljóta dóm og afplána en byrja síðan á ný er út er komið. Sé ekki annað en að það vanti eitt núll aftan við tímalengd refsirammans hér á landi ef við eigum að miða okkur við aðrar þjóðir eins og svo vinsælt er. Jafnvel þó heimild sé til að dæma menn í mun lengra fangelsi en gert er í dag er það ekki gert því þetta hefur bara einhvern veginn alltaf verið svona. Kominn tími til að breyta þessu og það ekki seinna en í gær. 
mbl.is 800 ára fangelsi fyrir kynferðislegar misþyrmingar á þrem börnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forgangsfrétt?

Klúðraði einni færslu og sendi út í buskann rétt áðan um það að mér fyndist undarlegt að dauði Önnu Nicole og afsögn eða uppsögn aðalmannsins hjá Cartoon Network væri talið mikilvægara fréttaefni hér á mbl.is en þessi niðurstaða Héraðsdóms. Hver á mest í Mogganum? Jú einn af þeim sem hvítþvegnir voru í dag fyrir tilstuðlan máttleysis og roluháttar ákæruvaldsins. 

Ekkert mál.

Dálítið skrítið hvað þessi frétt er slegin hratt niður á forgangsfréttalista forsíðunnar hér á mbl. Afsögn forkólfs hjá Cartoon Networks og dauði Önnu Nicole Smith virðast liggja nær ritstjórninni að hafa sem uppsláttarfréttir í forgangi. Ekki dónalegt að geta falið þessa frétt um frávísun Héraðsdóms í máli á hendur eins af aðaleigendum blaðsins á bak við stórviðburði sem þessa þarna í Ameríkunni. Hissa á að fólk finni vonda lykt af þessu öllu saman? Nei ekki aldeilis.

Til hamingju Ísland!!

Jæja góðir hálsar. Til hamingju Ísland! Það er komin fram á sjónarsviðið pottþétt uppskrift fyrir hið fullkomna samráð í viðskiptum sem enginn af þeim sem samráðið hyggjast framkvæma þarf að hafa áhyggjur af að verða nappaður fyrir. Ísland er að sjálfsögðu hinn kjörni vettvangur enda hægt orðið að gera nánast hvað sem er hér á landi og komast upp með það eins og dæmin sanna undanfarna daga vikur mánuði ár áratugi og jafnvel heilu aldirnar. Hér ekki einu sinni til staðar ákæruvald sem getur matreitt borðleggjandi svínarí og lagabrot með þeim hætti að hægt sé að lögsækja skúrkana sem brotlegir gerast.  Svei réttarfarinu á Íslandi og nánast öllum sem að því koma bæði framkvæmda og dómsvaldi. Spilling.... hvernig dettur nokkrum manni í hug að hún viðgangist hér í draumalandinu?  Fusssssssumsvei á þetta allt saman.   


mbl.is Máli gegn olíuforstjórum vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yndislegt faðmalg?

Yndislegt faðmlag. Lengra en nokkurn mann eða konu getur órað fyrir. Vona bara að það hafi verið innilegt og með góðum vilja en ekki þvingað á altari fornrar fórnar. Ef innilegt og óþvingað--falegasta faðmlag allra tíma.
mbl.is Í faðmlögum í 5.000 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband