Svínarí á kjötmarkaði!

Skilst að í Kompási annað kvöld verði tekið á máli sem löngu er orðið tímabært að hrist væri ærlega upp í. Íblöndun á alls kyns þyngdaraukandi og vatnsaukandi efnum í matvöru og þá sérstaklega í nánast öllu kjöti bæði af fuglum sem fjórfætlingum. Hver kannast ekki við hamborgaraómyndina sem verður nánast eins og baun á grillinu og þarf eiginlega að troða þremur í eitt brauð svo úr verði ærlegur munnbiti. Að auki er lögurinn sem lekur úr þessum ófögnuði þræleldfimur svo maðu má hafa sig allan við reyna að hemja eldhafið samhliða steikingunni. Þessi sami hamborgari sem að ummáli var álíka mikill og svert rör áður en kom að steikingu.

Það er nánast alveg sama hvaða kjöt er tekið fyrir hér á landi. Það er meira og minna orðið þrútið af allskonar efnum og vatni til þyngdaraukningar. Vonandi hristir Kompás vel upp í umræðunni um þetta. Nöturlegt að þurfa að greiða á þriðja þúsund krónur fyrir vöru sem að einum fjórða eða jafnvel meiru er bara vatn og aukaefni og ef bjóða á fjórum í mat þurfi ávallt að kaupa mat fyrir fimm til sex manns svo allir fái nóg. Vonandi verður tekið hressilega á þessu.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Á pökkum með þurrefni í hakk-pottrétti er talað um að þurrsteikja hakkið fyrst. Það er andskoti erfitt að „þurrsteikja“ hakk sem svo mikið vatn kemur úr þegar það fer að hitna á pönnunni að það er á kafi í vatni og er löngu soðið áður en það fer að steikjast ...

Hlynur Þór Magnússon, 10.2.2007 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband