7.11.2008 | 00:48
DV
![]() |
Segir frétt DV uppspuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2008 | 18:27
"Nóa-Kropp vísitalan"
Það verður ekki sagt um Tuðarann að hann hafi í gegnum árin verið nógu meðvitaður um verðlag á matvöru hér á landi. Sá hluti tilverunnar hefur fram að þessu verið lagður í hendur framkvæmdastjóra heimilisins, enda hún mun séðari í þessum efnum. Kvikyndið hefur reyndar fengið að keyra innkaupakerruna og yfirleitt borga, en þar hefur líka framkvæmdarstjórinn dregið línuna. Ein vara hefur þó verið Tuðaranum hugleikinn um langan tíma, enda eitt af fáu sem hann fær að velja einn og óstuddur, þegar verslað er í Bónus. Þar er um að ræða 400 gramma poka af Nóa-Kroppi sem maulað er með góðri list að lokinni versluninni. Um langa hríð hefur verð á þessu guðdómlega nammi verið 398 krónur í Bónus. Í verslunarferð dagsins kom hins vegar í ljós að verðið er orðið hvorki meira né minna en 458 krónur og lá við að Tuðarakvikyndið bakkað grátandi út á götu aftur. Sextíu kall, bara sí svona. Þetta er tvímælalaust rakið merki um að það eru krísutímar framundan og ljóst að Tuðarinn verður að finna sér eitthvað billegara að maula hér eftir. Getur einhver bent á ódýrara "maulerí" að lokinni verslunarferð? Ef allt annað hækkar í sama hlutfalli og Nóa Kroppið í Bónus, er illt í efni. Það var hundfúll Tuðari sem kjagaði út úr Bónus í dag með matvörur helgarinnar. Sit nú heima og naga "Eigin-Kropp", þ.e. neglur.
17.10.2008 | 01:27
Viðvörun síðan 1802, vegna banka!
- Hér að neðan er tilvitnun í orð Thomas Jefferson frá árinu 1802 til þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Albert Gallatin. Á vel við í dag þó liðin séu 206 ár síðan þetta var ritað.
- "I believe that banking institutions are more dangerous to our liberties than standing armies. If the American people ever allow private banks to control the issue of their currency, first by inflation, then by deflation, the banks and corporations that will grow up around [the banks] will deprive the people of all property until their children wake-up homeless on the continent their fathers conquered. The issuing power should be taken from the banks and restored to the people, to whom it properly belongs. "
10.10.2008 | 15:59
Internasjonalinn á Arnarhóli
Mótmæli og Internasjonalinn á Arnarhóli. Einmitt.... Akkúrat það sem okkur sárvantar i augnablikkinu! Bölvuð endemis og árans della sem fólki dettur í hug. Hefði ekki verið nær að syngja þjóðsönginn og sleppa því að senda fingurinn út í loftið. Tíminn mun taka í lurginn á þeim sem hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Sá tími er kannski bara ekki akkúrat núna. Beinum kröftum okkar frekar að því að vinna okkur út úr vandanum og aðstoða og hughreysta þá sem illa fara í þessum hremmingum öllum. Skal glaður taka þátt í hvers kyns uppákomum og söngli þegar þetta er allt afstaðið. Þangað til reyni ég að láta gott af mér leiða ef ég mögulega get.
Internasjonalinn.......frusssss!
![]() |
Aleigan í 2 Bónuspokum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2008 | 23:31
Hvurslags eiginlega er þetta?
9.8.2008 | 23:31
Farinn til Argentínu.
Síðast var það Kína, nú er það Argentína. Mörg flug og sum ansi löng, en hefst vonandi allt saman. Fer að vora í Argentínu fljótlega, en enn er snjór í fjöllum syðst í landinu, þangað sem förinni er heitið til. Kaupmannahöfn, Madrid, Buenos Aires í fyrstu atrennu en síðan flogið suður til syðstu borgar Argentínu, þaðan sem farið verður út á sjó til veiða. Veiðisvæðið sunnan við Falklandseyjar og eins langt suður og komist verður. Heyrumst með haustinu og smjúts á línuna.
5.8.2008 | 02:18
Húsbílaóværan.

21.7.2008 | 03:06
Að skjóta, eða skjóta á.

![]() |
Skutu palestínskan fanga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.7.2008 | 02:12
Lausn á fjársveltinu fundin!
Ef hægt er að hala í sektarkassann sextán hraðasektum á einum klukkutíma, hvernig í áranum stendur þá á því að ekki er lögreglubíll á þessu svæði 24/7? Tuðarinn var tekinn á ólöglegum hraða fyrir skömmu og mér reiknast til að þessar sextán sektir skili um það bil fjögur hundruð og áttatíu þúsundum í kassann, nema greitt sé innan ákveðins tíma. Þá er veittur tuttugu og fimm prósenta afsláttur. Með afslætti ætti þessi klukkustund að gefa um þrjú hundruð og sextíu þúsund krónur. Það sinnum tuttugu og fjórir gera átta milljónir sexhundruð og fjörtíu þúsund á sólarhring. (Svo eru menn að þrátta um kostnað við bæjargæslu um nætur og helgar í Reykjavík og nágrenni!) Það sinnum þrjúhundruð sextíu og fimm dagar, gera þrjá milljarða eitt hundrað og tíu milljónir og fjögur hundruð þúsund, takk fyrir. Bara í Svínahrauni!
Það er deginum ljósara að dómsmálaráðherra, fjármálaráðherra, forsætisráðherra og aðrar óværur sem á okkur herja þessa dagana, eru engan veginn starfi sínu vaxnar. Heilbrigðisráðherraómyndin mætti einnig fljóta með á þessum lista um vanhæfi og getuleysi.
Talandi um fjárskort....frusss!
![]() |
Sextán teknir fyrir of hraðan akstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.7.2008 | 13:24
Möppudýr og blýantsnagarar til Brussel.
![]() |
Íslenskum starfsmönnum fjölgað í Brussel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |