Hvurslags eiginlega er þetta?

Ekki má maður bregða sér af bæ um stundarsakir! Fór til Argentínu til fiskveiða ( Ekki í lax þó)um miðjan ágúst og var að skríða heim á skerið í gær eftir ágæta ferð í Suður Atlantshafið, þar sem enn er ekki komið á kvótakerfi og mikið er af fiski í sjónum. Hvað blasir svo við Tuðaranum við heimkomuna? Jú, hér er allt komið á annan endann og þynnkan að loknu eyðslufylleríinu ekki læknanleg með neins konar verkjameðölum öðrum en inngripi stjórnvalda. Sorglegt að horfa uppá þetta, en kemur svosem ekkert rosalega á óvart. Mér höfðu borist takmarkaðar fréttir af stöðu mála og ljóst að kreppa væri í raun og vera yfirvofandi. Í flugvélinni frá Kaupmannahöfn og hingað heim var dreift helstu fréttablöðum landsins og greip Tuðarinn eitt þeirra föstum tökum til að reyna að koma sér aðeins betur inn í stöðu mála. Átti von á því að sjá feitletraðar fyrirsagnir og myndir af brúnaþungum fjármálaspekúlöntum á forsíðunni, en hvað blasir síðan við þar? Jú, mynd af biðröð kaupóðra samlanda minna að bíða eftir opnun enn einnar "bráðnauðsynlegrar" eyðslufylleríshallarinnar. Kreppur geta greinilega byrst í ýmsum myndum. Ég segi nú ekki annað. Illt að svona skuli vera komið, en vonandi að réttist úr kútnum með tíð og tíma. Öllum þeim sem illa kunna að fara í þessu amstri öllu, vona ég að verði rétt hjálparhönd eins og kostur er. Sjálfur held ég að ég haldi mig við Suður Ameríku sem vinnustað, svona um stundarsakir að minnsta kosti. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Velkomin til baka Þú ert alveg uppáhaldstuðarinn minn!

Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2008 kl. 08:22

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Loksins...loksins.... loksins.. kemur einhver með viti sem getur tuðað um hlutina.... velkomin heim....

Fanney Björg Karlsdóttir, 7.10.2008 kl. 17:39

3 Smámynd: Brattur

Velkominn heim gamli... reyndu nú að tuða sem mest meðan þú ert í kreppulandinu góða...

Brattur, 7.10.2008 kl. 22:34

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Velkominn í kreppuna.

Víðir Benediktsson, 9.10.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband