Húsbílaóværan.

Nú þegar einni mestu ferðahelgi sumarsins er lokið, er eitt sem Tuðarinn er dulítið að spá í og eiginlega hálf argur yfir.: Allir þessir ferköntuðu plastkassar á hjólum, sem í daglegu tali eru víst kallaðir húsbílar. Húsbílar..... hús + bíll. Hús ferðast yfirleitt ekki mjög hratt og það virðist einnig eiga við um þessa þjóðvegaóværu sem húsbílar kallast. Þó eigendurnir sitji með bros á vör og dáist að útsýninu á 60 kílómetra hraða, er ekki alveg víst að hinir sem á eftir koma í þúsund metra röð sjái fegurðina sömu augum, vegna þessara vélarvana hjólakassa. Upp allar brekkur, sem eru nú ekki fáar hér á landi, eru þessir kassabílar með kúkinn hálfan úti við það eitt að komast hraðar en snigillinn og á flatlendi mætti halda að þetta dót gengi fyrir sólarsellum. Er þetta fyrirbæri einungis hannað fyrir Holland eða Danmörku? Áfram drattast þetta kassarusl á þjóðvegum landsins á hraða sem ætti hreinlega að banna og spurning hvort þetta ætti nokkuð að fá að vera á ferðinni, nema yfir blánóttina, þegar allir sem geta ferðast á eðlilegum hraða, hafa komið sér á sinn stað. Væri gaman að safna saman blótsyrðum helgarinnar í garð húsbíla sem rétt drullast á miðbæjarhraða um vegi landsins og gera ansi marga að hálfgerðum, ef ekki algerum, óargadýrum í umferðinni. Viss um að hægt væri að auka hraðann um helling hjá kassabílunum, einungis með orku blótsyrðanna. Um svona helgi, sem nú er liðin,(já og reyndar alla daga ársins) er lágmark að vera sem næst hámarkshraða á þjóðvegunum, en ekki einhverju Bankastrætisgutli. Angry  Vona annars að allir hafi átt góða helgi og komist heilir heim að lokum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já og svo spúa þeir svörtum illa lyktandi reykmekki á mann í þokkabót.....

Hrönn Sigurðardóttir, 5.8.2008 kl. 07:22

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

En það er ljótt að blóta. 

Anna Einarsdóttir, 5.8.2008 kl. 10:33

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þeir eru stórhættulegir í umferðinni margir, vegna þess að fólkið kann ekkert að keyra með  "attanídrátt"  eins og það hét í minni sveit þegar ég var krakki.  

Aksturseiginleikar, þyngdarpunktur er allt annað ef fólk er að keyra með þungan vagn á eftir sér. Kröftug vindhviða getur hæglega feykt öllu saman útaf veginum því yfirborðið er stærra sem tekur á sig vindinn......

Marta B Helgadóttir, 5.8.2008 kl. 14:32

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ég er að meina húsbíla, þ.e. hús og bíll í sama pakkanum. Hjólhýsaeigendur er margir hverjir skelfilegir ökumenn líka og með ólíkindum að ekki verði fleiri slys en raun er.

Halldór Egill Guðnason, 7.8.2008 kl. 11:14

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ætli mar viti af þessari "húsbílaóværu" þar sem mar er stanslaust ferð milli Akraness og Reykjavíkur. Þeir eru margir skrítnir, einnig hinir eins og Marta segir með "attanídrátt"!  

Edda Agnarsdóttir, 9.8.2008 kl. 16:08

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það er erfitt þetta líf, einn vill fleiri ferðamenn þegar annar vill þá alls ekki neitt og svo allt þar á milli.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.8.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband