Lengsti dagur ársins-Gleðileg jól!

Já, hér suður frá er nú lengsti dagur ársins og hásumar. Það er hins vegar fátt sem er eins og um hásumar hér, fyrir utan langan dag. Við erum nú staddir um sjötíu sjómílur SA úr Magellansundi, (Argentínumegin að sjálfsögðu) og hér geysaði stórastormur af suðri í alla nótt og hitinn ekki nema tvö stig um tíma. Hér er jú allt öfugt við það sem er á norðurhjaranum, eins og gefur að skilja. Lægðirnar snúast "öfugt", sunnan áttin er hér ísköld, vaxandi tungl passar í lófa vinstri handar og stjörnumerkin, tja veit svosem ekki mikið um þau, en sýnist Fjóskonan hljóti að vera búin að hella niður allri mjólkinni, eða þannig. Jólin nálgast þó hér eins og annarsstaðar, þrátt fyrir að frekar lítið fari fyrir undirbúningi þeirra um borð. Allt gengur sinn vanagang, sama hvaða dagar eru og hvorki jól né aðrar hátíðir sem breyta neinu um það.   

Netsamband hefur verið frekar slitrótt undanfarið, svo Tuðarinn vill nota tækifærið, meðan samband er og óska fjölskyldunni allri, vinum, vandamönnum, bloggvinum og öllum þeim sem hann þekkir, eða þekkir jafnvel ekki neitt, gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, með von um að á næsta ári nái þjóðin að standa saman í þeim hremmingum sem framundan eru. Ekki veitir af! Sjáumst eða heyrumst hress og kát á næsta ári.

Kær jólakveðja úr suðurhöfum, 

"The Tudor"Cool

  


Skötuna inn á þing!

Ekki vorkennir Tuðarinn þingheimi hætishót að slafra í sig skötu í vinnunni. Helst að sjóða hana líka í þingsalnum sjálfum og byrja á því strax í dag, vel kæsta að vestan og bjóða einnig uppá selflot með til hátíðarbrygða. Er það eitthvað náttúrulögmál að þingheimur fari ávallt í frí á tilsettum tíma, sama hvernig árar? Sem atvinnurekandi þessara manna og kvenna tilkynni ég hér með að jólafríið í ár verður með alstysta móti og helst ekki nema rétt á milli kl 1800 - 2130 á aðfangadag. Séð verður um að sækja og senda þau sem þess óska. Þau geta bara sleppt ísnum og eftirréttunum og hundskast til að taka ábyrgð á aumingjaskapnum og undanlátsseminni sem einkennt hefur þessa stofnum um allt of langan tíma. Hvert mannsbarn í landinu finnur nú brenna á sínu skinni afleiðingar sauðsháttarins og meðvirkninnar sem stór hluti þessa vinnuflokks okkar þegnanna hefur leyft sér að ástunda úr hófi fram undanfarin ár. Gott ef forseti vor ætti ekki jafnvel að standa yfir skötupottunum, á meðan komist er að því hvernig taka skuli á málum með þeim hætti að hér verði yfir höfuð búandi áfram. Það er ekki eingöngu fámennur hópur sjálftökumanna, föðurlandssvikara og braskara, sem er um að kenna, heldur er þingheimur einnig meira og minna meðsekur, með einum eða öðrum hætti. Nú er síðan karpað um hvar eigi að skera niður og hvar ekki og að sjálfsögðu er enginn ánægður með neinn niðurskurð! Settar eru fram tillögur um hvar skuli spara af einum hópi, en jafnharðan rís annar upp á afturlappirnar og mótmælir, en hefur síðan engar tillögur fram að færa hvar beri að spara eða skera niður í staðinn. Þetta er málefnalegt lið, eða hitt þó heldur, sem við höfum ráðið í vinnu, samlandar góðir! Frusssss.... bara á þennan lélegasta vinnuflokk sögunnar allan saman og megi jólin verða þeim vel kæst, illa lyktandi og helst vind og verkaukandi í eftirrétt.     
mbl.is Annir á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðaleikur að prósentum!

"Gert er ráð fyrir að tekjuskattur hækki um EINA prósentu, úr 22,75% í 23.75%". Jú, jú þetta er ein prósenta, en þetta er hækkun upp á hátt í 5% á tekjuskatti! Það má vel vera að ég kunni ekki að reikna, en þá leiðréttir mig bara einhver. Ef þetta er ekki að reyna að gera lítið úr annars ógeðfelldum aðgerðum, þá veit ég ekki hvað. Endalaust er fært í stílinn og orðagjálfur og einskisverðar upplýsingar, nú eða rangar, bornar á borð fyrir almenning til að breiða yfir hvað raunverulega er að gerast og í hvaða mæli. Hverslags fréttamennska er þetta svo í ofanálag, að geta ekki reiknað út hækkunina og hundskast til að setja á prent hvað hún er í raun og veru mikil, í stað þess að kóa með pólitíkusaómyndunum og matreiða ofan í skrílinn, eins og hér búi eintómir hálfvitar sem ekki kunni að reikna. Dj..... hvað þetta fer í taugarnar á mér.   
mbl.is Tekjuskattur og útsvar hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrikaleg draumaflugferð.

Þessi færsla er náttúrulega bara tóm della, en læt hana standa í dag að minnsta kosti. Hér á suðurhveli jarðar er þessa stundina vitlaust veður, þó heita eigi að komið sé vor og sennilega er það veltingurinn um borð sem fær mann til að láta svona vitleysu frá sér.. 

Mig dreymir stundum að ég fljúgi, án nokkurra hjálpartækja eða vélbúnaðar. Bara einn og sér, eins og ég kem fyrir. Undarlegt, en yfirleitt hefur mér nægt að spyrna hressilega í jörðina og við það tekist samstundis á loft. Til að halda mér síðan á lofti og ná góðu flugi, þarf ég hins vegar yfirleitt að grípa til hressilegra bringusundstaka til að viðhalda jafnvægi og koma mér í rétta flughæð og stefnu, því ekki gengur að fljúga bara eitthvað út í buskann í hvaða stellingum sem er. Maður verður jú að hafa stjórn á því hvert maður ætlar, hafi maður á annað borð planlagt það fyrir brottför. Einnig er mjög mikilvægt að bera sig vel og reyna að hafa ákveðinn „þokka" yfir flugstílnum. Það gengur náttúrulega ekki að að fljúga um loftin blá á hundasundi eða einhverju ámóta sprikli. Draumflugsloftaflsfræðin leyfir ekki slíkt. Í draumflugi gildir samhæfing, áræðni, stíll og styrkur. Ekki verra að vera búinn að æfa lendingu líka.

Síðastliðna nótt dreymdi mig eina af þessum furðulegu flugferðum. Flugtakið átti sér stað í Fákafeninu og var „norður-suður brautin" í átt að Mc Donalds valin, þar sem hæfilegur mótvindur til flugtaks þótti koma úr þeirri áttinni. Tilgang flugferðarinnar man ég ekki alveg, en held ég hafi verið sendur eftir ávöxtum, þó ég þori ekki alveg að fullyrða það. Man bara að ég ætlaði að vera eldsnöggur, því það var beðið eftir því sem ég var að fara eftir. Nema hvað, flugtakið tókst með ágætum og eftir nokkur hressileg bringusundstök var ég kominn á loft í hæga aflíðandi vinstri beygju yfir Bláu húsin og Olís í stefnu eftir Suðurlandsbrautinni í átt að miðborginni. Allsnarpur hliðarvindur af suðri kom mér hins vegar í opna skjöldu er ég nágaðist Glæsibæ og ljóst að annaðhvort yrði ég að setja afturbrennarann á til að halda mínum kúrs, eða þá að snarbeygja inn í Álfheima til norðurs og reyna síðan að snarbeygja aftur inn hjá Glæsibæ til vesturs og freista þess að skjótast á milli íþróttahúss TBR og nýja turnsins, sem ég var reyndar búinn að steingleyma að væri risinn þarna. Afturbrennari reyndist ekki vera einn af staðalbúnaði mínum í þessum draumi, þannig að snarlega var tekin skörp hægri beygja til norðurs og síðan rosaleg vinstri beygja til vesturs með alla flapsa úti og rudderinn í botni, hart í bak. Gott ef það læddust ekki með nokkur skriðsundstök hægri handar í seinni beygjunni. Þessi óvænti vinkill á flugferðinni tókst með ágætum og fyrr en varði var ég kominn aftur í hæga vinstri sveigju inn að Suðurlandsbraut aftur. Flughæðin temmileg, svona vel ofan allra staura og lítið um byggingar á hægri hönd á þessari stefnu og flugmaðurinn í fullkomnu jafnvægi. Aðeins Laugardalurinn með sinn Grasagarð, Fjölskyldugarð, Laugardalshöllina og sparkvelli á hægri hönd, en frekar lágreistar skrifstofubyggingar í röðum á vinstri hönd. Þá mundi ég að ég var að fara eftir einhverju ákveðnu og í Glæsibæ, sem ég hafði svo snilldarlega skotist framhjá, var hægt að kaupa það sem ég var sendur eftir.  Ákvað að hafa augun betur hjá mér og freista þess að koma auga á aðra verslun á þessari stefnu. Á móts við Nordica Hotel eða Hilton, eða hvað það nú heitir kom ég auga á eina af þessum klukkubúðum og ákvað að sveigja aftur til suðurs og lenda á planinu þar sem eitt sinn voru seldir Sítróen bílar. Í þann mund er ég kom fyrir hornið á Nordica-Hilton fékk eg þenna líka ofsavindstreng af suðri beint í fangið, svo lá við að ég brotlenti í anddyrinu á Pizza Hut. Með snarræði og ofursundtökum og spörkum rétt tókst mér að ná jafnvægi í flugið á ný, en varð jafnframt að taka rosalega uppsvingsbeygju undan vindinum, sem bæði snarhækkaði flughæðina með ógnarhraða og um leið vék mér af áætlaðri leið svo um munaði. Nú var Tuðarinn kominn í heljarinnar hæð og stefnan allt í einu orðin beint upp á Skaga! Svona hátt hafði kvikyndið aldrei flogið. Nú voru góð ráð dýr. Átti ég að hnipra mig saman í kút og hrynja til jarðar eins og drusla, eða taka á því og snarbeygja upp í vindinn eins og albatros eða múkki og freista þess að reyna lendingu áður en illa færi? Í þann mund sem ég kem svífandi á ofsahraða yfir Grand Hotel turninn kemur mikil uppstreymishviða og „túrbúlans" sem skrúfar mér enn lengra upp á við í smástund, en svo var eins og væri steindautt svæði strax þar á eftir og ég tók svakalega dýfu, með spinni, tilti, slædi og öllu sem tilheyrir "listflugi". Ég var að hrapa! Hlaut að vera lentur í vakúmi! Það fór ekkert á milli mála. Ég féll eins og krossfiskur eða ónýtt frisbí, algerlega stjórnlaust. Jörðin nálgaðist með ógnarhraða og ég sá ekki betur en ég myndi lenda beint á miðjum gatnamótunum á móts við þar sem Klúbburinn stóð í gamla daga. Á sekúndubroti rifjuðust upp öll fimmtudagskvöldin þar. Stulli á barnum á þriðju hæðinni og allt það. Ég myndi ekki eiga möguleika á að halda lífi ef ég lenti á þessum gatnamótum, með allri þessari umferð. Þó ég lifði af fallið, var alveg á hreinu að það yrði grænt ljós hjá einhverjum ökufantinum, sem myndi án efa strauja beint yfir mig. Það er jú alltaf grænt ljós hjá einhverjum á svona gatnamótum! Nei, þetta skildi ekki verða. Á augabragði beytti ég stellingunni úr krossfiskpósu í teinrétta stöðu og tók að synda eins og ég ætti lífið að leysa, sem ég reyndar átti. Náði jafnvægi og kom eins og Spitfire orustuflugvél til árásar yfir gatnamótin í glæsilegri dýfu og síðan eldsnöggri vinstri beygju inn Borgartúnið fram hjá Kaupþingshúsinu og Höfðaborgarturninum og hvað þau heita öll þessi minnismerki fyrrverandi velmegunarinnar.  Tók mikið sving með tveimur snúningum yfir frímúrarahöllina og lögreglustöðina, lækkaði flugið og hægði á mér yfir Hlemmi og flaug í fullkomnu jafnvægi niður allan Laugaveginn. Heilsaði meira að segja manni og öðrum á leiðinni. Var orðinn svo öruggur með mig neðst á Laugaveginum, að á móts við Sólon snéri ég mér við og tók nokkur baksundstök. Ég hefði betur sleppt því. Í stærilætinu bar mig örlítið af leið og þar sem Laugavegur og Bankastræti verða seint kölluð breiðstræti, hlekktist mér að sjálfsögðu á.  Það skildi enginn reyna að fljúga niður Bankastræti á baksundi. Það endar bara uppi á þaki á Caruso eða niður tröppurnar í Núllinu. Ég brotlenti sem betur fer á þakin á Caruso. Var snöggur á fætur og lét sem ekkert væri þó allra augu beindust að mér. Þóttist vera að skoða þakið og flautaði svo bara bí bí og blaka. Eftir smá stund var enginn að horfa lengur. Ég tók nokkrar léttar Mullers æfingar og teygjur, eins og ég hafði séð Þórberg Þórðarson gera margoft í fjörunni vestur á Ægissíðu í gamla daga. Var fljótt orðinn funheitur og klár í nýtt „take off". Beygði mig í hnjánum og bjóst til að spyrna með ofsakrafti. Hringir þá ekki bölvaður síminn! Við þetta brá mér svo að ég fór að sjálfsögðu úr öllu jafnvægi og kútvalt niður af þakinu, beint niður á stétt. Fjarlægðin ofan af þaki og niður á stétt dugði náttúrulega engan veginn til að ná almennilegu rennsli fyrir nýtt flugtak, auk þess sem allur ballans var fyrir bí. Í símanum var konan mín sem spurði hvort ég væri ekki að koma með það sem ég var sendur eftir. Það væri fólk að bíða.

Ég tók leigubíl til baka en gleymdi að kaupa það sem ég var beðinn um, enda mundi ég það ekki lengur. Maður getur ekki munað eftir öllu.Blush

Getur einhver ráðið þennan draum fyrir mig?Whistling

Ætli séu engin takmörk fyrir dellunni sem mann getur dreymt?


"Vel heppnuð fiskveiðistjórnun" ?

Það er nú meira hvað stjórn fiskveiða við Ísland hefur verið góð. Allir stofnar í blóma og fullur sjór af fiski, eða hvað? Þorskur um allt og svo mikið af síld að hún er farin að drepast úr offjölgunaróværu. Þetta er aldeilis frábær frammistaða stjórnvalda með "besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi". Kerfi sem virðist hafa haft það eitt að markmiði að veiða helst sem minnst, en láta það litla sem mátti veiða í hendurnar á örfáum aðilum, sem síðan veðsettu eða seldu frá sér óveiddan fiskinn og settu annaðhvert sjávarþorp á vonarvöl í nafni "hagkvæmni stærðarinnar". Væri gaman að fá nánari útlistun á því hjá hæstvirtum sjávarútvegsráðherra, hvað það er nákvæmlega sem hefur heppnast svona ljómandi vel við stjórn fiskveiða við Ísland undanfarin 25 ár, sem kvótakerfið hefur verið viðloðandi. Hver er ávinningurinn? Hvaða stofnar eru annars svona ljómandi vel á sig komnir, fyrir utan síldina, sem vegna náttúrulegra skilyrða fyrst og fremst, hefur dafnað vel undanfarið og það alveg án hjálpar stjórnvalda. Er ráðherrann ekki örugglega að vestan, eða mismynnir mig eitthvað í þeim efnum? Verða menn svona voðalega "sloj" og dofnir við það eitt að fara í pólitík, eða heitir þetta bara að berja höfðinu við steininn, eða sjá ekki skóginn fyrir trjánum, eða vaða í villu og svima, eða vita ekki sitt rjúkandi ráð, eða bara hrein og klár uppgjöf sem peppuð er upp með orðagjálfri og undanskotum, þegar ræða á þessi mál af einhverju viti. Þetta er að verða eins og í Norður-Kóreu, svei mér þá.....frussss! Halda allir ráðherrar landsins að hér búi tómir hálfvitar sem sjái ekkert, heyri ekkert og hugsi ekkert?
mbl.is Síldarsýkingin mikið áfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkt andsk..... rugl!

Að hækkun brennivíns og tóbaks skuli hækka skuldir almennings er svo vitlaust, að engu tali tekur. Er virkilega ennþá hægt að finna tréhausa í þjóðfélaginu sem vilja ekki afnema þessa bölvuðu verðtryggingu? Tuðarinn er þverhaus og veit af því, en fjandinn hafi það að hægt sé að fá hann til að fylgja verðtryggingarósómanum.  

Kær kveðja úr suðurhöfum, þar sem verð á áfengi hefur þau einu áhrif, að manni líður bara vel og slakar á, án þess að skuldirnar aukist. Verðtrygging.....frusssss!  


mbl.is Vínhækkun eykur skuldir heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

54,8 grádur Sudur - 67,3 grádur Vestur.

Tha er Tudarinn loks kominn a leidarenda á hjara veraldar, sunnan megin. Nánar tiltekid til Ushuaia í Argentínu, sydstu borgar veraldar. Her er sumar ad ganga i gard og hitinn ordinn allt ad fimmtán grádum ad deginum ,sem er bara bysna gott. Thad er ekki laust vid ad madur se half kvidinn ad leggja i nyjan leidangur hedan út a hafid bláa. Medan a sidasta uthaldi stod hrundi islenska banka og efnahagskerfid eins og spilaborg og thad er ekki laust vid ad madur velti fyrir ser hvernig heimkoman verdi ad thessu sinni. Thad verda vonandi ekki bankarnir sem falla aftur, en hvad veit madur svosem i thessu dómadags rugli sem gengur yfir landslýd thessa dagana. Er kominn i netsamband og thvi mun betra ad fylgjast med ad thessu sinni. Í sídasta úthaldi var madur nánast fréttalaus og sjokkid thvi ollu svakalegra thegar heim var komid thann 6.oktober. Vonast til ad komast heim fyrir jol ad thessu sinni, en thad skyrist ad einhverjum tima lidnum. Vaenti thess ad enn verdi Ísland fullvalda ríki og búid ad komast einhver ró á hlutina vid heimkomuna.(Glaetan)Vona bara ad allir hafi thad ekki mjog skitt og geti verid vinir á medan madur bregdur sér af bae.

Kaer kvedja frá Ushuaia.

 


Bakherbergjapólitík.

Hver hefur gasprad hvad haest um leynimakk og upplýsingaskort stjórnvalda, undadnfarnar vikur? Er thad ekki thingmadur af nordausturhorninu? "Hefdi getad sent leynilega nefnd til Noregs til ad redda láni" segir thessi sami thingmadur svo. Thad sannast betur og betur med hverjum deginum sem lídur, hverslags ruslaralid er starfandi á Althingi okkar. Faekkum thessum dekurdúkkum um helming, afnemum eftirlaunafrumvarpid og kjósum sem allra fyrst. Thad eru takmork fyrir thvi hvad almenningur er tibúinn ad láta taka sig smurlaust í hinn endann! Thad er virkilega farid ad svída undan thessu bolvada rugli ollu saman.

Kaer kvedja fra Madrid. 


mbl.is Vildi leynilega sendinefnd til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kauphöll- Til hvers?

Tuðarinn getur ekki með nokkru móti skilið hví verið er að reka þessa blessuðu kauphöll ennþá. Hvað er verið að höndla með eiginlega? Þetta er ekkert annað en lélegur brandari orðið og nær að opna þarna kaffihús eða leigja út svefnpokaaðstöðu fyrir blásnauðan almenning fyrir sanngjarnt verð. Kauphöll með ónýta pappíra og nánast engin fyrirtæki á markaði lengur, er lítið annað en enn eitt aðhláturs/grátursefnið í farsa undangenginna vikna. Kauphöll.....frusssss!
mbl.is Kauphöllin afskráir Kaupþing ekki strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk hagsmunagæsla - "Burt með spillingarliðið"

Ekki hvarflar að Tuðaranum að agnúast út í eða níða skóinn af nýráðnu fólki í bankastjórnir ríkisbankanna. Eflaust ágætis fólk allt saman og hæft til hins og þessa. Hitt veldur hins vegar furðu að svo virðist sem að á meðan flokkar landsins hafa eytt dýrmætum tíma í að pota sínum fulltrúum í þessar stöður, hafa íslenskar fjölskyldur og fyrirtæki fengið að loga og engjast eins og hver annar sláturfénaður. Tíminn sem nýta hefði átt í að verjast hruninu af einhverju viti, hefur að hluta verið sóað í að tryggja pólitískt bakland í ríkisbönkunum og því fátt verið gert af mikilli skynsemi á meðan. Það virðist jú mikilvægara að skipa í stöður! Andskotinn bara að hægt sé að horfa upp á þennan ósóma. Ein vika, tvær vikur, þrjár vikur, fjórar vikur líða og fátt virðist aðhafst sem linað gæti þjáningar almennings og fyrirtækja á Íslandi. Nagandi óvissa, dag eftir dag, tviræð svör, engin svör, en svo kemur þetta eins og rennandi skita yfir landslýð. "Gríðarlega" merkilegum áfanga náð í að hemja hrun efnahagskerfisins. Stjórmálamennirnir hafa komið sér saman um hverjir eigi að gegna lykilstöðum í ríkisbönkunum! Með sama áframhaldi munu flokkarnir sennilega átta sig á alvöru þrenginganna um mitt næsta ár og í framhaldi af því skipa í þverpólitíska umræðuhópa sem munu síðan skila áliti 2009 og út frá þeim tillögum sennilega skipa starfshópa og nefndir sem skila eiga áliti 2010 sem síðan skipa nefndir sem eiga að taka á vandanum og skila áliti eða niðurstöðum árið 2011! Burt með spillingarliðið! sama hvar í flokki það finnst. Hægri vinstri virðist engu máli skipta er kemur að niðurröðun embætta í bönkum. Pólitík er ömurlegasta tík sem um getur og á Íslandi er hún þvílik tík að engu lagi er líkt.  .....otinn bara að horfa upp á þetta!! 
mbl.is Ný bankaráð skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband