Lengsti dagur ársins-Gleðileg jól!

Já, hér suður frá er nú lengsti dagur ársins og hásumar. Það er hins vegar fátt sem er eins og um hásumar hér, fyrir utan langan dag. Við erum nú staddir um sjötíu sjómílur SA úr Magellansundi, (Argentínumegin að sjálfsögðu) og hér geysaði stórastormur af suðri í alla nótt og hitinn ekki nema tvö stig um tíma. Hér er jú allt öfugt við það sem er á norðurhjaranum, eins og gefur að skilja. Lægðirnar snúast "öfugt", sunnan áttin er hér ísköld, vaxandi tungl passar í lófa vinstri handar og stjörnumerkin, tja veit svosem ekki mikið um þau, en sýnist Fjóskonan hljóti að vera búin að hella niður allri mjólkinni, eða þannig. Jólin nálgast þó hér eins og annarsstaðar, þrátt fyrir að frekar lítið fari fyrir undirbúningi þeirra um borð. Allt gengur sinn vanagang, sama hvaða dagar eru og hvorki jól né aðrar hátíðir sem breyta neinu um það.   

Netsamband hefur verið frekar slitrótt undanfarið, svo Tuðarinn vill nota tækifærið, meðan samband er og óska fjölskyldunni allri, vinum, vandamönnum, bloggvinum og öllum þeim sem hann þekkir, eða þekkir jafnvel ekki neitt, gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, með von um að á næsta ári nái þjóðin að standa saman í þeim hremmingum sem framundan eru. Ekki veitir af! Sjáumst eða heyrumst hress og kát á næsta ári.

Kær jólakveðja úr suðurhöfum, 

"The Tudor"Cool

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gleðileg jól Halldór! Láttu ekki kuldabola taka þig.

Hrönn Sigurðardóttir, 22.12.2008 kl. 00:56

2 Smámynd: Guðrún Snæbjörnsdóttir

Halldór minn það verður óttalega skrýtið að hafa þig ekki heima um jólin og verður þín sárt saknað af öllum.  Hér gengur "allt" sinn gang og ekki er veðrið hér neitt til að hrópa húrra fyrir, rigning og rok - vonandi lægir á jóladag.  Við pabbi þinn sendum þér og skipshöfninni bestu hátíðarkveðjur og vonum að þið hafið það eins gott og hægt er þarna við suðurpólinn. 

Guðrún Snæbjörnsdóttir, 22.12.2008 kl. 13:52

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Gleðileg jól sjálfur, það er nú meira flandrið á þessum manni.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.12.2008 kl. 18:58

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

  Gleðileg jól Halldór og bestu óskir um ljúft nýtt ár.

Anna, Brattur og börnin. 

Anna Einarsdóttir, 24.12.2008 kl. 10:21

5 Smámynd: Brattur

... Gleðileg jól Halldór... ertu enn í Suðurhöfum?... Var ekki pabbi hennar Línu Langsokks þar líka... hefur þú séð hann?

Brattur, Anna og börnin.

Brattur, 24.12.2008 kl. 13:22

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þakka góðar óskir. Brattur minn, ég var sendur hingað til að leita að honum, en ekki fundið hann enn.

Halldór Egill Guðnason, 24.12.2008 kl. 20:21

7 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Síðbúnar hátíðarkveðjur til þín í Suðurhöfin.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 27.12.2008 kl. 20:28

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Suður um höfin á ilhýrri strönd...

o.m.g. gleðileg jól í hitanum!

Edda Agnarsdóttir, 27.12.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband