15.2.2009 | 03:19
Loðna-Gulldepla?
![]() |
Vilja hefja loðnuveiðar strax |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.2.2009 | 00:42
PETA- (örfærsla)
![]() |
Skelfilega ósmekkleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2009 | 02:10
Þriðjungur krafna frá EIGIN félögum!?

![]() |
Þrot Baugs yrði þungt högg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2009 | 01:44
Vandinn minni en af er látið?
![]() |
Hægt að leysa jöklabréfavanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2009 | 01:27
Erfiðar heimkomur!
Það er vægast sagt undarlegur andskoti hvernig tekið er á móti manni við komuna til landsins. Tuðarinn hefur undanfarna mánuði skoppað um hafið bláa á suðurhveli jarðar og farið þangað í tvígang síðan í ágúst á síðasta ári. Dvalið tvo mánuði ytra hvort skipti og verið tvo mánuði heima á milli úthalda. Við heimkomuna úr fyrra úthaldinu, þann 6. október, hrundi hagkerfið og brast á kreppa. Við seinni heimkomuna, þann 26. janúar féll ríkisstjórnin. Hvurs konar andskotans móttökur eru þetta eiginlega? Ég bara spyr. Ég fer aftur út í lok mars og get ekki annað sagt en að ég sé orðinn drullukvíðinn því að snúa heim aftur úr því úthaldi, sem verður samkvæmt öllum áætlunum í lok maí. Til að forða þjóðinni frá frekari hörmungum við heimkomur mínar, hefur verið sett af stað neyðaráætlun í átján liðum, sem ætlað er að stuðla að því að ég komi hreinlega barasta ekkert til baka úr næsta úthaldi. Ég er sjálfur búinn að ganga frá og útfæra sautján liði, en vantar smá aðstoð við þann átjánda.: Hvert á ég að fara?
18.1.2009 | 21:30
Gat á Ozonlaginu!
Hér syðst í Atlantshafinu hefur geysað óhemju risjótt tíð undanfarnar vikur og varla sést til sólar, svo heitið geti, eða verið hér stillt veður ,frá því í lok nóvember. Stanslausar og mjög stífar suðvestan áttir hafa verið viðloðandi og skipið oltið eins og korktappi nánast allan tímann. Hefur kveðið svo rammt að þessu, að á köflum hefur legið við að maður horfði út um rassgatið á sér í öllum veltingnum og látunum. Í síðustu viku gerði hins vegar mikla stillu samfellt í eina fjóra daga og skein sólin skært þann síðasta, með smá vindgolu reyndar. Tuðarinn sá sér leik á borði að skerpa nú aðeins á litarhættinum með smá sólbaði við þessar sjaldgæfu aðstæður. Styttist jú í afmæli og heimferð í kreppuna og þá væri mikilvægt að vera ekki eins og majones á litinn. Nema hvað, það var gripinn stóll í brúnni og honum plantað út á brúarvæng þar sem var gott skjól fyrir vindi og albatrosaskitu. Líkamshulstrið svipt klæðum að ofanverðu og svo plantaði kvikyndið sér í sólbað eins og krossfiskur í stólnum. Eftir örskamma stund byrtist Edgardo annar stýrimaður í hurðinni. Ágætis karl, ef hann talaði ekki svona ofboðslega mikið og af svona mikilum tilfinningahita alltaf hreint. Hann baðaði út öllum öngum og hrópaði master Dori, master Dori, no Ozon, no Ozon! Verí dangerus, verí dangerus! jú börn, jú börn! Nó ozon! og benti til himins með báðum höndum. Jú kreisí, jú kreisí, plís kom in, plís kom in. Tuðarinn lét sér að sjálfsögðu fátt um finnast dónt vorrí, æ em verí vanur the sun and nó problem for mí. Æ hef bin in sunbaþ bífor and aldrei bin nein problem. Mæ skin is eins þykk as a leðer. Djir master Dori, plís kom in from the sön nánast grátbað Edgardo, en Tuðarinn var sestur og enginn mannlegur máttur eða sannfæringakraftur gat fengið hann til að standa upp næsta háftímann, þrjú korterin eða svo. Ozon hvað? Edgardo játaði sig sigraðan að sinni, baðaði út öllum öngum og snéri við inn í brú aftur, tuðandi toto logo Islandico, mama mia. Þegar minnst óþægilegasta stellingin hafði verið fundin í stólnum og hendur magi og andlit komin í rétta stefnu mót sólu, var maganum hleypt fram á lærin í hvíldarstöðu og slakað á eins og kostur var. Þvílík sæla að geta setið hér og baðað sig í sól og hita. Fannst reyndar sólin djöfull heit, ansi snemma, en þetta var jú sólin og ansi langt síðan síðast var verið í sólbaði, svo þetta hlaut að vera bara normal. Eins og oft vill verða þegar vel er slakað á rennur mönnum í brjóst og það næsta sem ég veit, er að Edgardo stendur gargandi yfir mér og veinar Æ tóld jú só, æ tóld jú só!!!. Nó Ozon! Lúk at jú! Jú vill burn læk a tomató Um leið og ég stóð upp, fann ég að ekki var allt með felldu. Mig logsveið um allt framstykkið og andlitð var nánast fast í einhverri aulagrettu eftir lúrinn. Leit á klukkuna og sá að ég hafði ekki dormað nema í rétt tæpan hálftíma. Þetta gat ekki verið. Aldrei sólbrunnið eftir svona skamman tíma. Jú möst teik a verí kóld sjáver ræt a vei or jú vill bí kræing for mení deis sagði Edgardo. Æ tóld jú bífor, ðer is nó ozon sagði hann og benti aftur upp í himingeyminn. Ðis is nó problem, æ nó vat æm dúing sagði ég með þjósti, greip stólinn og henti honum inn í brú og rauk síðan niður í klefa til að kanna ástandið betur. Ég var gjörsamlega að stikna og greinilegt að stefndi í slæman bruna eftir þennan skamma tíma! Stóð undir hrollkaldri sturtunni langa stund, en það dugði engan veginn til. Eftir nokkra klukkutíma var ég orðinn stórskemmdur að framan og ekkert annað að gera en leita á náðir hjúkrunarfræðingsins og fá einhver smyrsl og krem til að kæla og lina þjáninguna. Hún hundskammaði mig og ég held hún hafi sagt no ozon minnst hundrað sinnum. Ég held ég sé búinn að ná þessu með ozonið og næsta sólbað verður mun norðar á jarðkringlunni. Verst að sjá bölvað tóld jú só glottið á Edgardo alla dagana á eftir meðan þetta var að jafna sig, en svona er þetta bara. Stundum ætti maður að hlusta betur á aðra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.1.2009 | 12:21
Hægari uppbyggingu?
![]() |
Þorskkvóti aukinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2009 | 14:11
Bakborðs og stjórnborðs "Yfirvélstjórahalli".
3.1.2009 | 12:35
"Djúphugsuð blaðamennska".

![]() |
Risahákarl í netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2008 | 14:54
Fólskuleg flamingóárás!-Gleðilegt ár.
Sá fáheyrði atburður átti sér stað hér um borð, lengst suður í höfum í gær, að Flamingó skeit í augað á Tuðaranum! Já takk fyrir, skeit beint í augað á mér og reyndar yfir hnappinn á mér allan, en vinstra augað varð sýnu verst úti úr þessari fólskulegu árás. Það er ekki eins og að verða fyrir Maríerludriti að fá þessa glommu yfir sig, það get ég sagt ykkur. Flamingói er eins og þið vitið, stór skærbleikur fugl með fáránlega langar lappir og gogg sem stendur fram úr andliti hans en snýr síðan við hálfa leiðina til baka aftur uppí hann. Fugl sem maður sér yfirleitt í dýralífsmyndum frá heitum löndum, en ekki hafssvæðum eins og því sem ég er nú staddur á, aðeins spölkorn frá Antarktiku. Hér voru jú slydduél í fyrrakvöld og búið að vera skítaveður dögum saman og hitinn ekki farið yfir fjögur stig. Þetta hljómar mjög undarlega, ég veit það, en þetta var ekki draumur og þetta var alvöru flamingó! Sem betur fer var Tuðarinn við annan mann í brúnni, þannig að það er vitni að árásinni, auk þess sem áhafnarmeðlimir fjölmenntu á stjórnpall að henni lokinni til að virða fyrir sér hollinguna á íslendingnum sem óð út á brúarvæng til að ná myndum af fuglunum, sem voru reyndar tveir. Ég náði myndum af flammafjöndunum, sem betur fer, en var rétt búinn að smella af þeirri síðustu þegar höggið kom. Vissi fyrst ekki hvaðan á mig stóð veðrið, en það stóð náttúrulega bara beint í fangið á mér að sjálfsögðu og því fór sem fór. Eitt stykki flamengodella beint í fésið. Gríðarlegur sviði í vinstra auga og skyndilegt sjónhvarf fékk mig til að garga, veina og baða út öllum öngum. Sá ekki neitt, gekk á hurðina og hruflaðist á hné og sköflungi í dyrakarminum, missti jafnvægið og datt kylliflatur inn á brúargólf og myndavélin flaug út í horn. Edgardo stýrimaður gargaði náttúrulega úr hlátri, en mér var ekki skemmt. Skreiddist á fætur og haltraði að vaskinum til að skola framan úr mér. Þvílíkt magn! Er ég leit í spegilinn sprakk ég hins vegar úr hlátri, enda ekki annað hægt. Það var engu líkara en ég hefði lent í Helga Hóseassyni eða orðið fyrir paintball bolta. Hægra augað slapp nánast alveg við sendinguna, enda myndavélin til varnar þeim megin, en allt andlitið, hárið og skyrtan ein skítaklessa. Hefði tekið mynd af þessu líka, en sökum skítlegs ástands myndavélagarmsins reyndist það ekki unnt. Hjúkrunarfræðingurinn var kallaður út til augnþrifa og bjó um augað að þrifum loknum með myndarlegum augnlepp auk þess að plástra sköflunginn, sem hruflaðist illa við brotlendinguna inn á brúargólf. Þakka bara fyrir að þetta fer ekki í neinar opinberar sjúkraskýrslur, og þó. Ætli séu margir sem geti státað af því að flamengo fugl hafi skitið í augað á þeim suður undir Suðurpól? Held ekki. Best að bæta þessu á afrekalistann. Það verður eineygður og haltur Tuðari, með skítabragð í munni, sem kveður árið 2008 og heilsar árinu 2009 með sól í hjarta og fuglaskít í hárinu.Bestu óskir um gleðilegt ár og þakkir fyrir það sem er að líða, sendi ég öllum sem ég unni og þekki. Smjúts á línuna, sprengið ykkur ekki í tætlur á gamlárskvöld og munið að kveikja á stjörnuljósi fyrir Tuðarann.Kveðja úr suðurhöfum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.10.2020 kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)