Gat á Ozonlaginu!

Hér syðst í Atlantshafinu hefur geysað óhemju risjótt tíð undanfarnar vikur og varla sést til sólar, svo heitið geti, eða verið hér stillt veður ,frá því í lok nóvember. Stanslausar og mjög stífar suðvestan áttir hafa verið viðloðandi og skipið oltið eins og korktappi nánast allan tímann. Hefur kveðið svo rammt að þessu, að á köflum hefur legið við að maður horfði út um rassgatið á sér í öllum veltingnum og látunum.  Í síðustu viku gerði hins vegar mikla stillu samfellt í eina fjóra daga og skein sólin skært þann síðasta, með smá vindgolu reyndar. Tuðarinn sá sér leik á borði að skerpa nú aðeins á litarhættinum með smá sólbaði við þessar sjaldgæfu aðstæður. Styttist jú í afmæli og heimferð í kreppuna og þá væri  mikilvægt að vera ekki eins og majones á litinn. Nema hvað, það var gripinn stóll í brúnni og honum plantað út á brúarvæng þar sem  var gott skjól fyrir vindi og albatrosaskitu. Líkamshulstrið svipt klæðum að ofanverðu og svo plantaði kvikyndið sér í sólbað eins og krossfiskur í stólnum. Eftir örskamma stund byrtist Edgardo annar stýrimaður í hurðinni. Ágætis karl, ef hann talaði ekki svona ofboðslega mikið og af svona mikilum tilfinningahita alltaf hreint. Hann baðaði út öllum öngum og hrópaði „master Dori, master Dori, no Ozon, no Ozon! Verí dangerus, verí dangerus! jú börn, jú börn! Nó ozon!“ og benti til himins með báðum höndum. „Jú kreisí, jú kreisí“, „plís kom in, plís kom in“. Tuðarinn lét sér að sjálfsögðu fátt um finnast  „dónt vorrí, æ em verí vanur the sun and nó problem for mí. Æ hef bin in sunbaþ bífor and aldrei bin nein problem. Mæ skin is eins þykk as a leðer“.  „Djir master Dori, plís kom in from the sön“ nánast grátbað Edgardo, en Tuðarinn var sestur og enginn mannlegur máttur eða sannfæringakraftur gat fengið hann til að standa upp næsta háftímann, þrjú korterin eða svo.  Ozon hvað? Edgardo játaði sig sigraðan að sinni, baðaði út öllum öngum og snéri við inn í brú aftur, tuðandi „toto logo Islandico, mama mia“. Þegar minnst óþægilegasta stellingin hafði verið fundin í stólnum og hendur magi og andlit komin í rétta stefnu mót sólu, var maganum hleypt fram á lærin í hvíldarstöðu og slakað á eins og kostur var. Þvílík sæla að geta setið hér og baðað sig í sól og hita. Fannst reyndar sólin djöfull heit, ansi snemma, en þetta var jú sólin og ansi langt síðan síðast var verið í sólbaði, svo þetta hlaut að vera bara normal. Eins og oft vill verða þegar vel er slakað á rennur mönnum í brjóst og það næsta sem ég veit, er að Edgardo stendur gargandi yfir mér og veinar „ Æ tóld jú só, æ tóld jú só!!!. Nó Ozon! Lúk at jú! Jú vill burn læk a tomató“  Um leið og ég stóð upp, fann ég að ekki var allt með felldu. Mig logsveið um allt framstykkið og andlitð var nánast fast í einhverri aulagrettu eftir lúrinn. Leit á klukkuna og sá að ég hafði ekki dormað nema í rétt tæpan hálftíma. Þetta gat ekki verið. Aldrei sólbrunnið eftir svona skamman tíma. „Jú möst teik a verí kóld sjáver ræt a vei or jú vill bí kræing for mení deis“ sagði Edgardo. „Æ tóld jú bífor, ðer is nó ozon“ sagði hann og benti aftur upp í himingeyminn. „Ðis is nó problem, æ nó vat æm dúing“ sagði ég með þjósti, greip stólinn og henti honum inn í brú og rauk síðan niður í klefa til að kanna ástandið betur. Ég var gjörsamlega að stikna og greinilegt að stefndi í slæman bruna eftir þennan skamma tíma! Stóð undir hrollkaldri sturtunni langa stund, en það dugði engan veginn til. Eftir nokkra klukkutíma var ég orðinn stórskemmdur að framan og ekkert annað að gera en leita á náðir hjúkrunarfræðingsins og fá einhver smyrsl og krem til að kæla og lina þjáninguna. Hún hundskammaði mig og ég held hún hafi sagt „no ozon“ minnst hundrað sinnum. Ég held ég sé búinn að ná þessu með ozonið og næsta sólbað verður mun norðar á jarðkringlunni. Verst að sjá bölvað „tóld jú só“ glottið á Edgardo alla dagana á eftir meðan þetta var að jafna sig, en svona er þetta bara. Stundum ætti maður að hlusta betur á aðra.         


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Master Dóri... what a bútifúl and funny storrý...

Var reyndar búinn að heyra um þetta gat á Ozon laginu... vissi bara ekki hvar það var fyrr en núna  

þú verður að skrifa bók um ævintýri þín í Suðurhöfum... hún gæti t.d. heitið;

Æ tóld jú só.

Brattur, 18.1.2009 kl. 21:42

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Svo nú ert þú indíáni;  Grenjandi tómatur. 

Anna Einarsdóttir, 18.1.2009 kl. 21:49

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Grenjandi Tómatur!! Ég dey

Hrönn Sigurðardóttir, 19.1.2009 kl. 21:11

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

en samt skárri en majones.......

Fanney Björg Karlsdóttir, 22.1.2009 kl. 23:33

5 identicon

Jebb, man eftir því úr skóla, í fyrirlestrum um ósonlagið, þá sögðu nemendur frá Ástralíu og Nýja Sjálandi frá því hversu mikið væri talað um hættuna af sólböðum á þeirra heimaslóðum. En senurnar í lýsinguni hér að ofan eru óborganlegar...

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 11:50

6 identicon

Segir ekki einhverstaðar að það sé erfitt að kenna gömlum hundum að sitja? Sé þig fyrir mér , knús á þig frændi.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband