"Vel heppnuð fiskveiðistjórnun" ?

Það er nú meira hvað stjórn fiskveiða við Ísland hefur verið góð. Allir stofnar í blóma og fullur sjór af fiski, eða hvað? Þorskur um allt og svo mikið af síld að hún er farin að drepast úr offjölgunaróværu. Þetta er aldeilis frábær frammistaða stjórnvalda með "besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi". Kerfi sem virðist hafa haft það eitt að markmiði að veiða helst sem minnst, en láta það litla sem mátti veiða í hendurnar á örfáum aðilum, sem síðan veðsettu eða seldu frá sér óveiddan fiskinn og settu annaðhvert sjávarþorp á vonarvöl í nafni "hagkvæmni stærðarinnar". Væri gaman að fá nánari útlistun á því hjá hæstvirtum sjávarútvegsráðherra, hvað það er nákvæmlega sem hefur heppnast svona ljómandi vel við stjórn fiskveiða við Ísland undanfarin 25 ár, sem kvótakerfið hefur verið viðloðandi. Hver er ávinningurinn? Hvaða stofnar eru annars svona ljómandi vel á sig komnir, fyrir utan síldina, sem vegna náttúrulegra skilyrða fyrst og fremst, hefur dafnað vel undanfarið og það alveg án hjálpar stjórnvalda. Er ráðherrann ekki örugglega að vestan, eða mismynnir mig eitthvað í þeim efnum? Verða menn svona voðalega "sloj" og dofnir við það eitt að fara í pólitík, eða heitir þetta bara að berja höfðinu við steininn, eða sjá ekki skóginn fyrir trjánum, eða vaða í villu og svima, eða vita ekki sitt rjúkandi ráð, eða bara hrein og klár uppgjöf sem peppuð er upp með orðagjálfri og undanskotum, þegar ræða á þessi mál af einhverju viti. Þetta er að verða eins og í Norður-Kóreu, svei mér þá.....frussss! Halda allir ráðherrar landsins að hér búi tómir hálfvitar sem sjái ekkert, heyri ekkert og hugsi ekkert?
mbl.is Síldarsýkingin mikið áfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... það er eins og menn missi jarðtengingu við þjóðina og atvinnulífið þegar þeir fara á þing... og tala bara tóma steypu eftir það... jú, Halldór... sjávarútvegsráðherrann er að vestan... þar sem ein bestu fiskimiðin eru...

Brattur, 4.12.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband