Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.9.2009 | 09:52
Undarlegur andskoti!
![]() |
Skulda Straumi rúma 9 milljarða króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2009 | 19:59
Á "Ölþingi" Íslands.
26.8.2009 | 19:11
Skjaldborgarbrandarinn.
![]() |
ASÍ: Bregðast þarf við vanda heimilanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2009 | 18:51
Bónus fyrir líkið?
![]() |
Stjórnendur vilja milljarða í bónus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2009 | 12:56
Vorið, Icesave og Edgardo.
Það er farið að vora hér hinum megin á hnettinum. Reyndar var suðvestan stormur, snjókoma og tveggja stiga frost í síðustu viku, en frá því um helgi hefur ekki gert eitt einasta stórviðri og það sem meira er, veðrið er barasta búið að vera mjög gott, fyrir utan smá hlýjindaskot af norðaustri í gær, með 30 metrum á sekúndu um tíma, en það telst nú bara frískur andvari hér um slóðir, þar sem hægt er með góðu að segja, að sé eitthvert hið mesta veðravíti á jörðinni. Norðlægar áttir færa okkur hlýjindi, enda Tuðarinn staddur langleiðina suður undir Suðurskauti á ný. Einungis eru um sex hundruð sjómílur í nyrsta odda Antarcticu, þaðan sem við erum staddir núna við veiðar. Búnir að fara að Cape Horn, en komnir aftur austur um og erum nú um 350 sjómílur suðsuðvestur úr Malvinas Eyjum( Nefni þær aldrei enska nafninu, enda eiga bretaskrattarnir ekkert með það, að eigna sér eyjar og sker tvist og bast um heiminn). Fyrstu dagar veiðiferðarinnar voru býsna spennandi, meðan þess var gætt hvort einhver af tæplega áttatíu manna áhöfn, hefði laumað með sér svínaflensu. Nú er ljóst að svo var ekki og skipið því sóttfrítt með öllu, af svínaflensu í það minnsta. Það verður að teljast býsna gott, því hér um borð eru allra þjóða kvikyndi og stórvinur minn, Edgardo annar stýrimaður, sem tekið hefur hverja einustu pest sem frést hefur af, nema svínaflensu. Þar setur þessi öðlingur strikið. Þar fer maður með mikið sjálfsrespekt sem leggur ekki nafn sitt við svín, jafnvel þó um flensu sé að ræða. Undanfarna daga hefur talsverður tími farið í að útskýra fyrir Edgardo allt þetta brambolt heima á Íslandi varðandi Icesave og verður að segjast eins og er, að það er ekki létt verk að koma honum í skilning um þetta hörmulega mál. Reyndar er manngreyið alveg hreint gáttað á svo mörgu heima á Íslandi, að það væri efni í heila bók að segja frá því og þá ekki síst lausnunum sem hann á við öllum heimsins vandamálum, Íslenskum meðtöldum. Reyndar varð hann algerlega kjaftstopp þegar Tuðarinn reyndi að útskýra fyrir honum að nú stæði jafnvel til að verkalýðsfélög á Íslandi færu að niðurgreiða stólpípumeðferðir félagsmanna í þar til gerðum afeitrunarbúðum og held svei mér að hann eigi enn talsvert í land með að skilja hvaða endemis rugl ég var að segja honum, en það er nú önnur saga. Þessa stundina er það Icesave.: Master Dori. Jú sei ðis is killing jor ekonomí? Jes Edgardo bíkos of Æseif, ðe ekonomí and oll ðe banks are kaput. Master Dori. Æ dónt önderstend. Æ seif tú, böt mæ bank is still ókei. Há kan ðis happen? Did jú seif tú muts? Það eru langir dagar framundan og mikið spjall í vændum. Það er nokkuð ljóst.
Bestu kveðjur að sunnan.
7.8.2009 | 10:13
Samhengi hlutanna.
Allur íslenski fiskveiðiflotinn aflaði tæpra einna komma þriggja milljóna tonna í fyrra. Afraksturinn í krónum talið níutíu og níu milljarðar. Þegar þessar tölur eru settar í samhengi við þær tölur sem bylja á þjóðinni dag hvern, varðandi bankahrun og viðbjóðslega landráðagjörninga, er varla hægt annað en að doka aðeins við. Hér er nefnilega komin ágætis viðmiðunartala fyrir almenning, til að vega og meta gengdarlaust græðgis og eyðslubrjálæði örfárra einstaklinga sem sannanlega eiga hvað mestan þátt í að knésetja hagkerfi þjóðarinnar og samlanda sína um leið. Níutíu og níu milljarðar króna hljóma nánast eins og skiptimynt ef borið er saman við kröfur í banka og alls kyns þrotabú útrásar"sýkinganna" sem nú eru hvert af öðru ýmist komin í þrot, eða á góðri leið með það. Tæpir eitt hundrað milljarðar góðir landsmenn, er afrakstur alls íslenska flotans á einu ári. Næst þegar milljarða, trilljarða, skrilljarða upphæðir verða nefndar, varðandi hrunið á Íslandi, er ekki úr vegi að hafa þetta hugfast.
Kveðja frá Argentínu.
![]() |
Aflaverðmæti nam 99 milljörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2009 | 00:52
Heimskuleg umfjöllun.
![]() |
Spurt um jarðskjálftaspádóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2009 | 01:47
Veruleikafyrring stjórnmálamann.
Það hefur verið hverri einustu manneskju á Íslandi ljóst, nema náttúrulega allt of mörgum stjórnmálamönnum, að öflug löggæsla er eitt af undirstöðuatriðum samfélagsins, ásamt mörgu öðru , að sjálfsögðu. Niðurskurður hjá lögreglunni undanfarin ár, er hreint með öllu óskiljanlegur. Virðist litlu máli skipta hvort hér drjúpi smjör af hverju strái, eða allt komið til andskotans. Það er undarleg "lógík" að skera enn frekar niður til löggæslu á þessum síðustu og sennilega einum verstu tímum sögu vorrar. Óþjóðalýðurinn er ekki lengi að renna á lyktina og sjá má aukningu í nánast alls lags glæpum, stórum sem smáum. Að hinn almenni borgari geti ekki lengur treyst á aðstöð lögreglunnar, þegar brotist er inn á heimili hans og hann stendur berskjaldaður frammi fyrir gerendunum, er með öllu ólíðandi og kominn tími til að þessu verði kippt í liðinn sem fyrst. Ef ekki, er ekki annað hægt en að álykta sem svo að stjórnmálamenn, sumir hverjir að minnsta kosti, sjái sér hag í sem mestri upplausn og stjórnleysi. Það getur varla verið annað sem hvetur amlóðana á Alþingi til að láta þetta viðgangast. Stjórnmálamenn sem bera ekki einu sinni virðingu fyrir skoðunum sjálfs síns og selja sig hæstbjóðenda, með von um feita stóla í Brussel, eru aumingjar og því miður virðist sem þeim fjölgi frekar en hitt, þ.e. aumingjunum á Alþingi. Á Austurvelli standa hins vegar fáir í dag og berja potta og pönnur og það er sorglegt, því það er einmitt það sem amlóðarnir á Alþingi vissu að myndi gerast. Þetta er eins og að þreyta kokgleyptan fisk á stöng. Ef hann er bara þreyttur nógu lengi, hættir hann að berjast fyrir lífi sínu og gefst upp að lokum. Þegar fiskurinn síðan snýr kviðnum upp, dregur veiðimaðurinn hann að landi og stútar honum.
ÞJÓÐSTJÓRN STRAX!!!!!
![]() |
Lögregla komst ekki í útköll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2009 | 03:10
Að tína til það "helsta" úr fréttum annara fjölmiðla.
"The EU directive was muddled, stipulating only that states must set up a "guarantee scheme" for banks, not that they are liable for all losses. It was well-known that these schemes are often private foundations with tiny resources, yet the UK "hardly bothered" to inform savers of this fact. It let IceSave state on its website that savers enjoyed protection equal to the UK's own scheme."
Hvað ætli valdi því að fréttamaðurinn sem ritar þessa frétt, eða MBL, telur ekki vert að snara þessari romsu hér að ofan inn í fréttina? Þetta er jú sennilega bitastæðasta efnið í greininni sem vitnað er í. Jú, treyst á að sauðsvartur skríllinn opni ekki "linkana" sem vitnað er í, heldur kokgleypi allt sem sett er fram. Íslenskir fjölmiðlar geta á engan hátt talist trúverðugir ef þetta litla dæmi er samnefnari "fréttamennskunnar" sem Tuðarinn telur einhverja þá aumkunarverðustu beggja vegna Atlantsála nú um stundir. Segja helminginn er sennilega nóg, eða hvað? Við eigum síðan bara að borga!
![]() |
Fjallað um reiði Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.7.2009 | 01:05
Borðleggjandi svik?
![]() |
Arðgreiðslur Sjóvár árið 2007 meiri en hagnaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |