Skjaldborgarbrandarinn.

Þessi vesæla ríkisstjórn silfurskottunnar og sósíalíska sveitamannsins úr Þistilfirðinum gefur skít í hvað hinn almenni borgari þarfnast mest í dag. Rúmlega hundrað dagar liðnir af líftíma stjórnarinnar og augljóst að þegar talað var um að slá skjaldborg um heimilin í landinu, var átt við það að halda heimilum og fyrirtækjum landsins utan við allt sem lá mest á að gera að þeirra mati. Ómældu púðri sóað í að nauðga fram aðildarumsókn að Brusselbandalaginu, afsala okkur fullveldinu og skrifa síðan uppá skuldaklafa sem hinn almenni borgari situr uppi með um ókomin ár. Skjaldborg merkir semsagt í huga þessarar stjórnar að halda öllum frá stjórninni, svo þeir sem þar sitja geti haldið völdum og stólum, hvað svosem það kostar þjóðina! Móðuharðindi hin nýju eru að bresta á og það má þakka þessu hugsjónagelda liði, sem nú situr við völd, auk þess sem stór hluti stjórnarandstöðunnar ætti að hundskast til að skammast sín og byðjast í það minnsta afsökunar á því hvernig komið er fyrir þjóðinni og hafa vit á að vera ekki að gjamma í fjölmiðlum með eitthvert yfirklór til varnar gjörðum sínum. Það er með öllu óverjandi hvernig komið er og það er einnig óverjandi hvernig tekið er á vandanum. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Samfylking heimiliðu kollsteypuna, með aumingjaskap, klíkuplotti og eftirlitsleysi, árum saman. Samfylking og Vinstri-Hægri-út og Suður grænir reka síðan síðasta naglann í líkkistuna með gjörningum sínum þessa dagana. Þvílíkt og annað eins ráðleysis og dusilmenna og kvennalið sem við höfum kosið yfir okkur.  ÞJÓÐSTJÓRN STRAX! ÞJÓÐSTJÓRN STRAX! ÞJÓÐSTJ'ORN STRAX!
mbl.is ASÍ: Bregðast þarf við vanda heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband