Borðleggjandi svik?

Það hlýtur að teljast meira en lítið skrítið að enn skuli enginn af þessum "útrásarsýkingum" verið hnepptur í varðhald í þágu rannsóknar þeirrar sem nú stendur yfir. Brotin eru nánast borðleggjandi, eins og fram kemur í þessari frétt. Það er ekki eins og það sé óþekkt fyrirbæri að menn hafi verið hnepptir í varðhald vegna streklegs gruns um afbrot. Annað eins hefur nú gerst hér á landi áður. Það sorglega við þetta allt saman virðist þó vera það, að eftir því sem menn fremja stærri glæpi, er engu líkara en erfiðara sé að lögsækja þá og koma þeim á bak við lás og slá. Jafnvel þjóðargjaldþrot virðist ekki nægja. 
mbl.is Arðgreiðslur Sjóvár árið 2007 meiri en hagnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddný Guðnadóttir

Þeir hljóta bara að vera vel tryggðir !!!!

Oddný Guðnadóttir, 20.7.2009 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband