Bónus fyrir líkið?

Að þeir sem áttu þátt í að skapa það hrun sem nú er staðreynd, skuli voga sér að fara fram á bónusa við að endurheimta einhvern hluta af hræinu sem þeir sköpuðu sjálfir, er hreint með ólíkindum. Enn hefur ekki svo mikið sem einn einasti þessara "fjármálasnillinga alheimsins" stigið fram og beðist afsökunar. Afsökun er án efa ekki eins flókin og eignaundanskot, krosstengsl, aflandsreikningar og leyndarfyrirtæki í skattaskjólum þessara óreiðupésa, sem víluðu ekki fyrir sér að setja hér allt á höfuðið. Afsökun kostar ekki neitt, hvað svo sem stolt þessara manna eða lögfræðingar þeirra segja. Eftir það sem á undan er gengið kemst maður ekki hjá því að draga þá ályktun að einhverjir þessara manna ættu heima í fangelsi, svo mikill er viðbjóðurinn sem dreginn er upp úr skít þeirra þessa dagana. Að verðlauna þá síðan með bónusum og bara að taka það í mál að þeir komi nálægt rekstrinum áfram, er eitthvað sem einföld sál á hinum enda veraldarinnar skilur ekki. Biðst ég hér með afsökunar á því. 
mbl.is Stjórnendur vilja milljarða í bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Talað úr mínu hjarta.

Finnur Bárðarson, 18.8.2009 kl. 18:56

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þetta er með ólíkindum!

Hrönn Sigurðardóttir, 18.8.2009 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband