5.7.2007 | 14:55
Mynd af manninum!
![]() |
Mál meints hryðjuverkamanns til skoðunar hjá ríkislögreglustjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.6.2007 | 15:55
Sundskór, Disney World og garðhrífur?
![]() |
Jón Ásgeir sýknaður en Tryggvi og Jón Gerald sakfelldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.6.2007 | 13:20
Ruslkjöt á grillið?
Það hefur viðrað vel til "grillunar" undanfarna daga. Sól og blíða og einhvern veginn ekki annað í myndinni en að grilla nánast allt sem etið er á dögum sem þessum. Í verslunum er ómælt framboð af alls kyns grillkjöti af flestum skepnum sem við leggjum okkur til munns og er úr nógu að velja. Gæði þessa kjöts er svona upp og ofan og eins er það misjafnlega höndlað. Vinsælast virðist vera það kjöt sem búið er að saga niður í sneiðar og baða í alls kyns "mareneringum" og kryddum, enda selst þetta í bílfarmavís á góðviðrisdögum. Einnig virðist vera roksala á alls kyns "hamborgaratilboðum", þar sem oft á tíðum fylgir brauð með. Fjórir hamborgarar með brauði á tilboði, 500 kall. Fínt mál. Til þess að gera "ódýrt" hættir manni til að hugsa og þrífur með sér einn eða fleiri pakka. Mætir á pallinn heima með bros á vör og stendur keikur við að steikja ofan í liðið. Smellir fyrstu fjórum borgurunum á grillið svo kvissar í og ekki pláss fyrir fleiri í bili. Það líður hins vegar ekki löng stund áður en þessir fjórir sem á grillinu liggja, byrja að flauta, engjast, verpast og sprauta frá sér vökva og olíu í þvílíku magni, að eldhafið rétt fæst hamið. Reykurinn byrgir sýn og maður stendur hálfgrenjandi mitt í kófinu og reynir að bera sig vel. Mjög fljótlega er svo orðið pláss fyrir aðra þrjá til fjóra í viðbót, svo hratt skreppur þetta "hamborgararusl" saman. Þegar yfir lýkur reynist nauðsynlegt að setja tvo borgara í hvert brauð, því þeir eru orðnir á stærð við smákökur, og grillið eins og hellt hafi verið yfir það úrgangsolíu í bland við bensín. Gleðiglottið horfið af smettinu á manni og stórþrif framundan, bæði á pallinum og grillræflinum. Þetta er algert ruslfæði í orðsins fyllstu merkingu. Virðist engu skipta frá hverjum þessir "hamborgarar á tilboðum" koma. Þetta er nánast allt sama ruslið! Ekki verslað meira af þessum óþverra á mínu heimili þetta sumarið. Nei, nú er það bara "Hjemmelavet" og allt kjöt án mareneringar og krydds úr búðinni. Þetta er sjálfsagt í stórum stíl á síðasta sjéns og því baðað í einhverjum kryddblöndum til að fela bragðið og hana nú. Læt þessu tuði lokið að sinni. Lifið heil og gleðilegt grillsumar.
27.6.2007 | 15:25
Steraklikkun?
Hörmuleg frétt og ekki laust við að læðist að manni grunur um að sterarnir sem þessi kjötstykki bryðja eins og brjóstsykur kunni að vera hluti af skýringunni á þessum voðaverknaði. Það fæst sennilega aldrei svar við því. Ömurlegt þegar svona gerist, hvort heldur er undir áhrifum lyfja eður ei, í Ameríkunni sem annars staðar.
![]() |
Myrti fjölskyldu sína og framdi sjálfsvíg í kjölfarið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2007 | 16:31
Fáni Tævan fjarlægður!
20.6.2007 | 20:33
Verður fáninn fjarlægður?
![]() |
Mótmæla því að fána Taívans sé flaggað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2007 | 15:35
Klikkaðir foreldrar.
15.6.2007 | 14:24
Nýja "Bíafralínan" frá Victoríu.
![]() |
Viktoría frumsýnir fyrstu gallabuxnalínuna sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2007 | 09:48
Skuggahverfisslysið.
Það verður greinilega ekki gefins að búa í þessum spírum, sem ein af annari koma til með útrýma öllu útsýni frá byggðinni sem stendur ofar í brekkunni. Skapa auk þess einhverja verstu ásýnd sem hægt er að ímynda sér af strandlengjunni. Gríðarlega vandað húsnæði segja þeir sem eru að selja og sjálfsagt ekki vafi á því. Það sést til að mynda mjög vel á klæðningunni utan á húsunum sem þegar eru risin. Sennilega "færanleg" klæðning eða eitthvað ámóta. Vonandi að innvolsið hangi betur á sínum stað. Þetta er kannski ekki beint spurningin um arkitektúrinn sem slíkan, heldur miklu frekar skipulagið. Þar hefur eitthvað farið illa úrskeiðis. Það, að þessir turnar skuli verða byggðir neðst meðfram Skúlagötunni, er ekkert minna en umhverfisslys aldarinnar í Reykjvavík. Hvernig ætli gangi síðan að selja húsnæðið sem ofar stendur í brekkunni og kemur til með að vera í skugga meira og minna allt árið um kring, auk þess sem íbúar sjá aldrei annað en veggi næstu húsa. Má vel vera að ákafinn í að komast í "101" sé orðinn slíkur að fólk sé jafnvel tilbúið að hýrast í þeim nýju "bakhúsum" sem þessu umhverfis og skipulagsslysi fylgir. Hverfið er í raun orðið að algeru skuggahverfi af verstu gerð og skelfilegt að horfa uppá þetta. Skuggahverfisslysið er því miður staðreynd og sennilega fátt sem stöðvar þessa hörmung héðan af. Aumingja fólkið sem býr þarna umhverfis. Nýbúum hverfisins, neðan við 230 milljón króna hæðarpunktinn, óska ég alls hins besta og vona að sólarleysið komi ekki að sök um ókomin ár.
![]() |
Dýrasta íbúðin á 230 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.6.2007 | 12:41
Prófarkalestur Morgunblaðsins.
"Íslenskar konur frá frekar lungnateppu en karlar" !!!!!!
Þetta var á forsíðu Morgunblaðsins í gærmorgun 5.júní 2007. Ekki laust við að manni svelgdist á morgunkaffinu og þurfti reyndar að lesa þetta nokkrum sinnum til að fullvissa mig um að þetta gæti verið rétt lesið. Þetta var jú efst á forsíðunni og slegið upp í allstóru letri. Er búið að reka alla prófarkalesarana, eða eru leikskólabörn í starfsþjálfun á Morgunblaðinu þessa dagana? Ég geri margar villur í mínum aumu skrifum, en það kemur tæpast að sök, þar sem svo fáir lesa þau, en Morgunblaðinu leyfist ekki svona klúður og það efst á forsíðunni hjá sér. Ekki nóg með að blaðið sé orðið mun rýrara en áður, heldur virðist málfari og prófarkalestri hafa hrakað mikið. Synd og skömm.