12.5.2016 | 01:01
Glæsilega að orði komist.
Skúli og Ingvar eiga heiður skilinn, fyrir að orða þetta nákvæmlega eins og þetta er og var. Hafi þeir þökk og heiður fyrir. Kominn tími til að stinga út flórinn, þó sumum svíði. Ádrepa þeirra á stjórnvöld á einnig fullkominn rétt a sér. Það getur varla talist eðlilegt, að þessir aflandsgjörningar, sem blasað hafa við, árum saman, skuli liggja hjá garði eins og einhverskonar hismi, sem þurrka megi burt seinna meir, þegar enginn sér eða nennir að fetta fingur út í. Blekkingarvefur "snillinganna" sem nú ganga jafnvel með ökklabönd Fangelsismálastofnunar í hagsmunagæslu sinni, yfir erlendum fjárfestingum dagsins í dag, verður vonandi tættur í sundur á næstunni og þeir látnir ganga plankann. Í dag eru þessum kónum verðlaunuð undanskotin, með bónusgreiðslum frá Seðlabanka Íslands, ef þeim allranáðugsamlegast sýnist svo, að koma undanskotunum aftur inn í íslenskt hagkerfi og gleypa þar allt, bæði naglfast og laust. Aumur launþegi sem vill skipta dollar í krónur fær hundrað og tuttugu kall fyrir, en ef aflandsreikningseigandi samskonar dollars skiptir honum í Seðlabanka Íslands, fær hann 20% meira! Þeir sem stóðu af sér efnahagsstorminn og héldu sjó, til dagsins í dag, líða nú fyrir afsláttarfjármagnið sem vellur inn í hagkerfið ásamt einni komma sjö milljón skítandi og mýgandi túristum, sem hvergi finna salerni. Allt í boði Seðlabanka Íslands og stjórnvalda.
Nú er vor í lofti og á árum áður gerðu Íslendingar hreint fyrir sínum dyrum á þessum árstíma. Í ár er flórinn kominn upp að útidyrahurð og þörf allra krafta, að taka saman höndum í hreingerningunni. Hreinsiefnið sem þarf, er hugsandi fólk, sem lætur ekki drulla yfir sig, nema í besta falli....einu sinni.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Harðorður um aflandsbælin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2016 | 10:30
Hámark fáránleikans!
Haegt er ad hefja kosningu um forseta Íslands, ádur en frambodsfrestur rennur út! Ekki einu sinni ljóst hvort their sem thegar eru í frambodi verdi thad áfram, eda hvort fleiri baetist vid. Algerlega galid fyrirkomulag og hrópandi daemi um thad hve mikilvaegt er ad endurskoda lög og reglur um kosningu Forseta Íslands.
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
![]() |
Kosning erlendis má hefjast á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2016 | 09:44
Brennivínshugsjónin verdur ad bída.
Varla er svo mkilvaegt ad keyra brennivínsfrumvarpid í gegn, ad thad megi ekki bída naestu ríkisstjórnar, hvada flokkum hún sídan verdur samsett úr. Naeg eru víst verkefnin sem tharf ad klára fram ad kosningum, sem hafa mun meira vaegi. Auk thess eru svo mörg mál sem rifist er um thessa dagana, ad varla er á thad baetandi ad hella brennivíninu yfir allt heila klabbid í ofanálag.
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
![]() |
Óvíst með áfengisfrumvarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.4.2016 | 19:57
Stjörnuspá mbl.is
Tuðarinn er steingeit, enda þver og þrjóskur eftir því. Oft renni ég yfir stjörnuspá dagsins, svona til gamans, en undanfarið hefur það eiginlega ekkert verið mjög gaman. Aðra eins dauðans dellu og þvælu held ég svei mér þá að ég hafi ekki lesið í langan tíma. Engu líkara en erlendri stjörnuspá sé rennt í gegnum "google translate"og sett þaðan hrá og óleiðrétt beint á netið. Í dag, 1. apríl hélt ég að verið væri að gera okkur steingeitunum einhvern 1.aprílgrikk. Er eiginlega viss um það, því spár annara stjörnumerkja eru þó allavega skiljanlegar. Hér kemur stjörnuspáin fyrir steingeitur, föstudaginn 1.apríl 2016, eins og hún er á mbl.is .
"Samskiptamálin eru á oddinum og allir vilja fá sneið af þeirri verðbréfaköku. Njóttu athyglinnar. Og þú sem elskar þá! Óreiða er svo skemmtileg! Haltu í skítinn sem þú elskar mest."
Þar hafið þið það, steingeitur. Ef einhver skildi nú villast inn á þessa síðu, sem útskýrt getur þessa spá fyrir fáfróðum þverhaus og tuðara, væri það vel þegið. Veit að ritstjóri Morgunblaðsins er steingeit og á afmæli sama dag og Tuðarinn. Trúi ekki öðru en að þetta hafi eitthvað þvælst fyrir honum,yfir morgunkaffinu, ef hann þá les þetta á annað borð.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2016 | 08:04
Takmarkalaus endaleysa!
Enn ein vitleysan virðist vera í uppsiglingu varðandi Landeyjahöfn. Nú á að rjúka til og ákveða smíði á ferju, sem samkvæmt "áræðanlegum" prófunum Vegagerðarinnar, getur siglt í höfnina þrjú hundruð og þrjátíu daga á ári!. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum, eins ágætur og hann er nú, vill láta drífa í þessu, sama hvað það kostar og virðist, að því er best verður séð, vera einn af þeim sem ekki nokkra hugmynd hafa um hverslags feigðarflan höfnin er, hvernig sem á það er litið. Í meira lagi undarlegt að drengurinn skuli ekki sjá þetta. Útreikningar Vegagerðarinnar fyrir Landeyjahöfn virðast lítið sem ekkert hafa tekið með í reikninginn strauma, sandburð, veðurfar og annað slíkt. Ef þeir útreikningar voru byggðir á prófunum á módelinu sem komið var fyrir í Siglingastofnun í Kópavogi á sínum tíma, skal engan undra. Það módel var lítið annað en góðlátlegt sullumbull og ekkeert mark á takandi, eins og raunin er orðin. Skemmst er frá því að segja að nákvæmlega ekkert hefur staðist í útreikningum Vegagerðarinnar. Ekki nokkur skapaður hlutur! Landeyjahöfn er skelfilegt hönnunar og umhverfisslys, sem aldrei nokkurn tíma mun þjóna sínum tilgangi, eins og lagt var upp með. Algerlega galið að menn geti hreinlega ekki viðurkennt mistökin og fundið aðra lausn á samgöngumálum Vestmannaeyja. Ódýrasti kosturinn er að leyfa höfninni að fyllast af sandi og útbúa þar ylströnd eða sjóbrettaaðstöðu. Snúa sér síðan að því að láta hanna og smíða ferju sem hentar milli Þorlákshafnar og Eyja, því aðrir kostir eru einfaldlega ekki í boði, fyrir utan jarðgöng, að sjálfsögðu. Ef jarðgöng verða tekin til athugunar, ætla ég rétt að vona að Vegagerðin komi þar hvergi nálægt. Þau göng myndu sennilega byrja á svipuðum slóðum og Landeyjahöfn, en enda síðan í Þorlákshöfn, miðað við frammistöðu Vegagerðarinnar og misviturra stjórmálapopulista í allri umgjörð, hönnun og skrípaleiknum um Landeyjahöfn.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Ákvörðun á næstu dögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2016 | 00:11
Innanflokkskosningakostnaður lækkaður um sjötíu og fimm prósent.
það skiptir litlu, innan hvaða stjórnmálahreyfingar verið er að kjósa í stöður. Kostnaður við slíkt framboð ætti ekki að vera nokkur, nema sá sem kostar að halda kosninguna. Hafi menn og konur ekki nægilegt fylgi, út á áru sína eða snilli í pólitík yfir höfuð, ná þau ekki kosningu. Get verið sammála Helga um þetta mál, því það er ólíðandi sð sá er mest hefur auravöldin hampi ávallt sigri. Nóg hefur brunnið af þeirri ástæðu fram að þessu.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Lækka eyðsluþak á formannsframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.3.2016 | 03:07
Á að kjósa á hverjum degi?
Magnús Orri kominn í slaginn um formanninn í hinni miklu breiðfylkingu Samfylkingarinnar. Er það vel að ungir og margreyndir stjórnmálamenn, með víðtæka reynslu, skuli nú ætla sér að velgja "þaulsetnum" eldri foringjum undir uggum. Miðað við helstu stefnumál þessa þaulreynda stjórnmálamanns, er erfitt að sjá annað en hann ætli sér að geysast í formannsstólinn með stefnuskrá Pírata sem sitt helsta vopn. Vegni honum vel í vegferð sinni. Kratar hljóta að teljast til einhverrar undarlegustu stjórnmálamanna. Allavegana hefur undirrituðum gengið illa að gúggla aðra eins sjálfseyðingarstjórnmálastefnu. "Good luck Magnús"
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Úrelt að kjósa á fjögurra ára fresti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2016 | 20:10
"Kauphöll"?
Kauphöll Íslands. Þetta er mikið nafn. Mætti ætla að þar rúlluðu þúsundir milljarða í gegn á ári hverju og á "gólfinu" stæðu sloppklæddir verðbréfahöndlarar, sem argandi og gargandi, böðuu út öllum öngum og fingrum í hita verðbréfakaupa og sölu. Sú er hinsvegar ekki raunin. Kauphöll Íslands leigir eina hæð í glerhúsi í Holtunum og þar vinnur enginn í slopp. Varla að heyrist þar nokkuð hljóð, enda umsvifin örlítil. Reyndar svo lítil, að varla tekur því að ræða þau. Ársveltan svipuð og á tveimur mínútum í alvöru kauphöllum, ef hún nær því þá. Rauðir dagar, grænir dagar og allskonar, rosalega mikið um vera, samt sem áður, ef marka má "markaðsfréttir". Í raun hefur þessi "Kauphöll" varla rétt á að kalla sig höll. Væri nær að nafninu yrði breytt í "Verðbréfastofan Wannabí" eða jafnvel "Íslenska Hlutabréfasetrið. Gott ef ekki"Íslenska Verð og Hlutabréfakotið" hentaði best. Það má síðan deila um það hvort króginn ætti að vera ehf, hf eða ohf. Hvert svo sem valið væri, ráðleggur tuðarinn engum almennum sparifjáreiganda að hætta sér inn fyrir dyr þessa óbermis, með fjármuni sína.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Annar rauður dagur í Kauphöllinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2016 | 20:35
Fjáraustur í sandaustur.
Áfram heldur hörmungarsagan í umhverfis og hönnunarslysinu Landeyjahöfn. Enn á ný er hafin dæling úr henni og í þetta sinn til að "búa í haginn" fyrir gröftinn í vor og sumar, ef veður og straumar leyfa. Ef svona mikill sandur er núna inni í höfninni sjálfri, hvað fær þá menn til að halda að ekki verði allt komið í sama farið með vorinu og dæla þurfi aftur á sama stað? Ekki verður annað ráðið af þessu rugli, en að hér eigi sér stað glórulaus fjáraustur í sandaustur, svo arfavitlaust er þetta. Svona eins og þegar Bakkabræður báru ljós í bæinn í fötum. Kemur svo sem ekki á óvart, þar sem höfnin er því miður dauðadæmd sem slík og mun aldrei nýtast nema hluta úr ári í besta falli og þá með tugmilljónakostnaði fyrir hverja opnun. Sennilega sjá menn ekki fáránleikann við þessa höfn fyrr en jafnokar Básendaveðursins, eða jafnvel minni veðurhamfarir, mylja hafnargarðinn mélinu smærra. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær það gerist, því miður. Þangað til munu sanddæluskip og prammar sennilega hafa fleiri daga viðkomu í höfninni en nokkur ferja. Þetta er svo sannarlega höfn fáránleikans. Trillur fá ekki einu sinni aðgang að henni.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Dýpkað í Landeyjahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.1.2016 | 22:16
Ótrúlegur seinagangur?
Undarlegt að ekki skuli fást yfir tuttugu milljónir í bætur fyrir skemmdir á svona húsi. Húsið ber með sér að því hafi, án nokkurs sýnilegs vafa, alla tíð verid vel vid haldið. Geislar beinlínis af fegurð og glæsileika og eiganda sínum til mikils sóma. Sjaldan sem sjást svona húseignir, sem nostrað hefur verid vid af svo mikilli alúð og umhyggju. Hrein unun á að horfa. Sé innandyra jafn glæsilegt um að litast og ad utan hlýtur það að steinliggja að hér er um eina af fegurstu byggingum bæjarins ad ræða.
Svei barasta kerfinu að reiða ekki fram umbeðna fjármuni hið snarasta, svo eigandinn geti áfram haldið ad dúlla sér við að viðhalda þessari bæjarpríði, af sömu elju og myndarskap og áður.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Barist í 8 ár fyrir skjálftabótum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.1.2016 kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)