Ótrúlegur seinagangur?

Undarlegt að ekki skuli fást yfir tuttugu milljónir í bætur fyrir skemmdir á svona húsi. Húsið ber með sér að því hafi, án nokkurs sýnilegs vafa, alla tíð verid vel vid haldið. Geislar beinlínis af fegurð og glæsileika og eiganda sínum til mikils sóma. Sjaldan sem sjást svona húseignir, sem nostrað hefur verid vid af svo mikilli alúð og umhyggju. Hrein unun á að horfa. Sé innandyra jafn glæsilegt um að litast og ad utan hlýtur það að steinliggja að hér er um eina af fegurstu byggingum bæjarins ad ræða.

Svei barasta kerfinu að reiða ekki fram umbeðna fjármuni hið snarasta, svo eigandinn geti áfram haldið ad dúlla sér við að viðhalda þessari bæjarpríði, af sömu elju og myndarskap og áður.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan. 


mbl.is Barist í 8 ár fyrir skjálftabótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband