Fjáraustur í sandaustur.

 Áfram heldur hörmungarsagan í umhverfis og hönnunarslysinu Landeyjahöfn. Enn á ný er hafin dæling úr henni og í þetta sinn til að "búa í haginn" fyrir gröftinn í vor og sumar, ef veður og straumar leyfa. Ef svona mikill sandur er núna inni í höfninni sjálfri, hvað fær þá menn til að halda að ekki verði allt komið í sama farið með vorinu og dæla þurfi aftur á sama stað? Ekki verður annað ráðið af þessu rugli, en að hér eigi sér stað glórulaus fjáraustur í sandaustur, svo arfavitlaust er þetta. Svona eins og þegar Bakkabræður báru ljós í bæinn í fötum. Kemur svo sem ekki á óvart, þar sem höfnin er því miður dauðadæmd sem slík og mun aldrei nýtast nema hluta úr ári í besta falli og þá með tugmilljónakostnaði fyrir hverja opnun. Sennilega sjá menn ekki fáránleikann við þessa höfn fyrr en jafnokar Básendaveðursins, eða jafnvel minni veðurhamfarir, mylja hafnargarðinn mélinu smærra. Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær það gerist, því miður. Þangað til munu sanddæluskip og prammar sennilega hafa fleiri daga viðkomu í höfninni en nokkur ferja. Þetta er svo sannarlega höfn fáránleikans. Trillur fá ekki einu sinni aðgang að henni.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Dýpkað í Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Flottur titill!

Wilhelm Emilsson, 14.1.2016 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband