29.12.2015 | 00:48
Skera meira niður Bjarni og kaupa banka í Kína í staðinn!
Innan vébanda Lanhelgisgæslu Íslands starfa frábærir einstaklingar, sem og innan vébanda allra þeirra fjölmörgu björgunarsveita sem starfa í landinu í sjálfboðavinnu, með dyggum stuðningi almennings. Þessir einstaklingar mynda heild sem við öll viljum geta treyst á, er neyð ber að höndum. Þyrluflugið með hvítvoðunginn suður til Reykjavíkur er tær sönnun þess að við eigum og þurfum að eiga aðgang að svona fólki. Það kostar hinsvegar dulítið að halda þessu fólki til starfa. Eitthvað sem hið opinbera, með oft á tíðum misvitra og jafnvel fávitra ráðherra og þinglið, virðist ekki skilja, fyrr en einhver nákominn þeim lendir í krísu, eða jafnvel þau sjálf. Niðurskurður á fjármagni til rekstrar Landhelgisgæslu Íslands er orðinn að hefð í fjárlögum undanfarinna ára. Niðurskurðurinn orðinn slíkur að leigja þarf varðskip úr landi, til að afla tekna. Landhelgi okkar er ekkert smáræði og hennar er mjög illa gætt. Reyndar svo illa, að aðhlátursefni er hjá nágrannaþjóðum okkar. Inn í landhelgina komast óprúttnir aðilar óséðir, árið um kring, því þeir vita sem er að á Íslandi er aðeins starfrækt eitt varðskip, sökum blankheita, sem aldrei er nóg. Sökum blankheita er heldur ekki verið að eyða of miklu í eftirlitsflug, því betra er að eiga fyrir eldsneyti, þegar fársjúkt fólk og slasað á öllum aldri, hvort heldur er á sjó eða landi, þarf aðstoð.
Forgangsröðun núverandi ríkisstjórnar, er í meira lagi undarleg og tímabært að sparka í rassgatið á ákveðnum formönnum, svo þeir dragi nú hausinn út úr því og fari að huga að hagsmunum heildarinnar. Það er ekki endalaust hægt að ylja á sér kollinn í eigin enda.
TVEIR KOMMA ÞRÍR MILLJARÐAR, AFSAKIÐ.. TVÖÞUSUND OG ÞRJÚHUNDRUÐMILLJÓNIR KRÓNA í banka í Asíu!
Eitt allsherjarffffrrrrruuuussssss á þetta!
Góðar stundir, gleðilegt og farsælt komandi ár, með kveðju að sunnan.
![]() |
Stundum þarf plan C og plan D |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.12.2015 | 03:15
Hvað er heima?
"Home is where you hang your hat" Punktur.
![]() |
Hvað er heima? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2015 | 23:37
Andvaraleysi?
Hvernig dettur fólki, sem rekur gróðrastöð, sem sérhæfir sig í fljótvöxnum salattegundum, ekki í hug að hafa "plan B", þegar rafmagnið fer? Það er aldrei spurning um hvort, heldur hvenær og þá hvursu oft rafmagn fer af, sökum illviðris eða annara orsaka. Ljósavél sem varaafl ættu allir sem standa í svona rekstri að hafa tiltæka. Bauhaus er við hliðina og hægt að fá þar fínar rafstöðvar, fyrir sérdeilis ásættanlegt verð. Allt "Þetta er auðvitað skelfilegt" væl, rennur í gegnum storminn eins og einn dropi, sem enginn tekur eftir. Sýnið fyrirhyggju, ekki þreyta okkur með eftirávæli.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Þetta er auðvitað skelfilegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2015 | 23:30
25-30 vindstig?
"Hann var úti í 25-30 vindstigum..." ?
Eitthvad hefur skolast til med thessar tölur, er ég hraeddur um. Nýfundnalandsvedrid fraega var mikil tholraun theim sem í thví lentu og thar fórust tugir íslenskra sjómanna, med togaranum Júlí frá Hafnarfirdi. 25-30 vindstig voru hins vegar ekki sú vedurhaed sem tharna geysadi, svo mikid er víst. Thórdur vélstjóri og fleiri, sem bördust fyrir lífi sínu í thessu aftakavedri, unnu kraftaverk med thví ad bregdast rétt vid, af hardfylgi, útsjónarsemi og naestum yfirnáttúrulegum kröftum, í adstaedum sem enginn sem ekki hefur í lent, getur ímyndad sér.
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
![]() |
72 tíma barátta upp á líf og dauða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2015 | 19:13
Krían er komin!
Þá er blessuð krían komin hingað "niður eftir" til Tierra del Fuego, eða Eldlandsins eins það er gjarnan kallað. Það er eiginlega ekki hægt annað en að dást að seiglunni í blessaðri kríunni. Hvort þær sem hingað eru komnar komi frá Íslandi er ekki nokkur leið að segja til um, en um langan veg hafa þær farið, svo mikið er víst. Næst á eftir hvítabjörnum, á krían ákveðinn sess í huga tuðarans og gleðst hans litla hjarta og einfalda sál ávallt jafn mikið, þegar sést til fyrstu kríanna, að vori til. Tuðarinn nýtur reyndar þeirra forréttinda að geta glaðst yfir komu kríunnar tvisvar á ári og í bæði skiptin að vori. Má segja að það skipti um árstíðir átta sinnum á ári hjá kvikyndinu, en það hefur ekki endilega tóma kosti í för með sér, þó gaman sé að sjá fyrstu kríurnar tvisvar á ári. Það er nefnilega ekkert grín að þurfa að taka fram og síðan ganga frá, hinum ýmsa búnaði og fatnaði, sem tilheyrir hverri árstíð. Það er t.a.m. ekkert grín að þurfa að skipta um dekkjagang á ökutækjum fjórum sinnum á ári, nú eða brölta með skíði og skauta upp og niður af háaloftum jafnoft. Þetta verður hinsvegar allt að aukaatriðum, þegar krían loks kemur.
Göðar stundir, með kveðju að sunnan, þar sem sæljón leika við hvurn sinn fingur og mörgæsir fljúga um loftin blá ....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2015 | 21:15
Hver borgar?
Ekki skil ég hvernig madur kom fjórum börnum á legg, án nokkurs orlofs, annars en thess, sem ég ávann mér sjálfur ásamt eiginkonunni. Hefur einhver úr rödum eydslufylkingarinnar lagt fram sambaerilegt frumvarp til handa öldrudum og öryrkjum? Vaeri ekki naer ad rétta theirra hlut, frekar en fullhrausts fólks, sem getur vel unnid sína vinnu áfram, ásamt thví ad ala önn fyrir ungvidi sínu. Hver borgar svo brúsann? Jú "Ríkid", en skelfing virdist mörgum fyrirmunad ad átta sig á thví hvad thetta "Ríki" er. Man ekki betur en Sigrídur Ingibjörg hafi eitt sinn komid fram á rúv og haldid fram ad faedingarorlofssjósruglid hefdi thá thegar kostad allt of mikid. Hún var reyndar tilheyrandi ödrum stjórnarflokknum á theim tíma, svo vidsnúningurinn er svosem skiljanlegur og vidbúinn. Málefnathurrd og populismi og ekkert annad. Ekki ord um thad meir.
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
(Afsakid stafaruglid, en takkabordid er ekki fyrir hid ástkaera ilhýra)
![]() |
Vilja lengja fæðingarorlofið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
16.10.2015 | 02:16
Alger geggjun!
Í stad thess ad létta undir med tyrkjum, er med áaetlun thessari lagdar enn meiri skuldbindingar á thá. Tyrkir eiga sem sagt ad útvega öllum flóttamönnum áritun, skrá alla og merkja, samkvaemt gudsígildis evrópustudlum, ádur en their senda fólkid í gúmmíbátum yfir sundid til Grikklands og thadan út um alla Evrópu. Evrópusambandskarlaklúbburinn er kominn út í horn og farinn ad drulla upp í sig. Thvílík déskotans della sem thetta er ordin. Legg til ad Ísland fari ad hnika höfdi sínu til vesturs og gleyma barasta thessu skrímsli, sem leggur nú nótt vid dag, vid ad tortíma sjálfu sér. Horfa einnig yfir thennan vidbjód og til austurs, thar fyrir austan. Allt annad en koma nálaegt thessum sora, sem evrópusambandid er ordid og hefur reyndar ávallt verid. Aetla sídan medfram áaetlun sinni ad halda áfram vidraedum um inngöngu Tyrklands í evrópusambandid!? Alger geggjun, er thad eina sem haegt er ad segja um thetta. Alger geggjun! Tyrkland verdur aldrei hluti af Evrópu. Thad hefur aldrei stadid til og mun aldrei verda, thó landamerki thess séu á einhverjum landfraedilegum, en jafnframt huglaegum gatnamótum. Tyrkir eru ekki evrópubúar. Their tilheyra austurlöndum, sama hvada skilyrdi evrópusambandid setur, eda stadlar sig í duft, fyrir inngöngu ríkja. "Game over" hjá evrópusambandinu. Ekki flóknara en thad.
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
(Afsakid stafsetninguna, en lyklabordid býdur ekki upp á íslenska stafi)
![]() |
Meira fyrir meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2015 | 13:14
Er búið að dæma?
Það er misjafnt hve saksóknarar eru viljugir að tjá sig um einstaka mál. Oftast nær gefa þeir ekki mikið upp, meðan á rannsókn stendur, enda getur það skaðað meðferð mála, sem eru í vinnslu. Í þessu tilfelli er búið að kæra, en ekki liggur enn fyrir hver upphæðin er, sem kært er fyrir undanskot á. Rannsókn hvergi nærri lokið, en saksóknari tjáir sig um málið eins þetta sé nánast afstaðið. Þetta geta varla talist góð vinnubrögð. Hvernig má það vera að ákæruvaldið gasprar í fjölmiðla í miðri rannsókn og gefur eitthvað til kynna, sem jafnvel stenst síðan ekki að lokum? Þetta eru fáheyrð vinnubrögð og embætti "Sérstaks" engan veginn til framdráttar. Það þarf ekki lögfróða til að sjá það, eða hvað?
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Fjárhæðin mun hærri en talið var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2015 | 17:04
"Skussarnir" eru greinin eins og hún leggur sig.
Alveg er það magnað, hve vinstri hjörðin hoppar á hvern vagninn á fætur öðrum í fáránlegum popúlisma, þessa dagana. Aðbúnaður svína hefur verið vel þekktur árum saman. Það hefur bara aldrei verið sýnd mynd af því í fjölmiðlum fyrr, á Íslandi, hverslags hörmungaraðstæður þessi dýr eru alin upp við. Ástandið í dag er ekkert verra en fyrir einhverjum árum. Hérumbil grátlegt og í raun svínslegt að horfa upp á stjórnarandstöðu sem virðist algerlega málefnaþrotin, eyða tíma Alþingis í þessa umræðu, vegna þess að mynd var sýnd af aðbúnaðinum. Fyrr má núvera málefnaþurrðin. Aðbúnaður svína er óásættanlegur. Um það deila fáir. Aðbúnaður aldraðra og öryrkja er það einnig. Ekki hafa margir þingmenn sett sig á mælendalista fyrir þeirra hönd, svo neinu tali taki. Svínin eru komin í forgang, því það "lúkkar" betur.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Birtum lista yfir skussana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2015 | 16:14
Frétt eða fréttatilkynning?
Það er lágmarkskrafa til "blaðamanna" á öllum fjölmiðlum, að þeir geri greinarmun á fréttum, fréttatilkynningum og auglýsingum. Þessi "frétt" er t.a.m. ekki frétt, heldur fréttatilkynning, sem tekið er við úr hendi "fjármálasnillinga" og skellt á mbl.is án nokkurrar umhugsunar. Þetta ber vott um algeran roluhátt, leti og slæma blaðamennsku. Nokkuð sem hjálpaði heilmikið til með að hér fór allt til fjandans 2008. Er ekki kominn tími til gagnrýninnar fréttamennsku, eða nenna fréttamenn yfir höfuð ekki að standa í slíku, þegar svo auðvelt er að fá afhentar fréttatilkynningar?
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Kvika selur stóran hlut í Íslenskum verðbréfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |