Takmarkalaus endaleysa!

 Enn ein vitleysan virðist vera í uppsiglingu varðandi Landeyjahöfn. Nú á að rjúka til og ákveða smíði á ferju, sem samkvæmt "áræðanlegum" prófunum Vegagerðarinnar, getur siglt í höfnina þrjú hundruð og þrjátíu daga á ári!. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum, eins ágætur og hann er nú, vill láta drífa í þessu, sama hvað það kostar og virðist, að því er best verður séð, vera einn af þeim sem ekki nokkra hugmynd hafa um hverslags feigðarflan höfnin er, hvernig sem á það er litið. Í meira lagi undarlegt að drengurinn skuli ekki sjá þetta. Útreikningar Vegagerðarinnar fyrir Landeyjahöfn virðast lítið sem ekkert hafa tekið með í reikninginn strauma, sandburð, veðurfar og annað slíkt. Ef þeir útreikningar voru byggðir á prófunum á módelinu sem komið var fyrir í Siglingastofnun í Kópavogi á sínum tíma, skal engan undra. Það módel var lítið annað en góðlátlegt sullumbull og ekkeert mark á takandi, eins og raunin er orðin. Skemmst er frá því að segja að nákvæmlega ekkert hefur staðist í útreikningum Vegagerðarinnar. Ekki nokkur skapaður hlutur! Landeyjahöfn er skelfilegt hönnunar og umhverfisslys, sem aldrei nokkurn tíma mun þjóna sínum tilgangi, eins og lagt var upp með. Algerlega galið að menn geti hreinlega ekki viðurkennt mistökin og fundið aðra lausn á samgöngumálum Vestmannaeyja. Ódýrasti kosturinn er að leyfa höfninni að fyllast af sandi og útbúa þar ylströnd eða sjóbrettaaðstöðu. Snúa sér síðan að því að láta hanna og smíða ferju sem hentar milli Þorlákshafnar og Eyja, því aðrir kostir eru einfaldlega ekki í boði, fyrir utan jarðgöng, að sjálfsögðu. Ef jarðgöng verða tekin til athugunar, ætla ég rétt að vona að Vegagerðin komi þar hvergi nálægt. Þau göng myndu sennilega byrja á svipuðum slóðum og Landeyjahöfn, en enda síðan í Þorlákshöfn, miðað við frammistöðu Vegagerðarinnar og misviturra stjórmálapopulista í allri umgjörð, hönnun og skrípaleiknum um Landeyjahöfn.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Ákvörðun á næstu dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þær voru líka mjög áreiðanlegar niðurstöður rannsóknanna um að höfn á þessum stað væri mjög góður kostur og fyrrnefndur bæjarstjóri var fremstur í flokki þeirra sem studdu þá framkvæmd... cool

Jóhann Elíasson, 31.3.2016 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband