Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3.10.2015 | 22:58
Déskotans endalausar breytingar.
Hvers vegna er eilíflega verið að breyta þessu blessaða einkunnakerfi, svo ekki sé nú talað um kennsluaðferðir og framsetningu námsefnis? Tuðarinn tilheyrir fyrsta árgangi mengjakerfisins í menntakerfinu. Mengjakerfið gengur í fáum orðum út á það að gera kornungum börnum eins erfitt fyrir og mögulegt er, að leggja saman tvo og tvo. Áður en mengjadellunni var hraunað yfir undirritaðan, upp úr miðjum sjöunda áratugnum, hafði einföld og auðlærð kennslufræði skilað hreint ágætum árangri. Flest börn landsins, sem lærðu t.a.m. margföldunartöfluna utanað, kunnu flest og mundu hana með hreinum ágætum, áratugum seinna og jafnvel ævina alla. Á seinni hluta sjöunda áratugarins fóru hins vegar fleiri og fleiri að hallast að einhverju sem hét "sænska leiðin". Með sænsku leiðinni spruttu fram "sérfræðingar" sem töldu sig þess umkomna að flækja og erfiðleikagera menntakerfið eins mikið og kostur var. Fólk tók að nema alls kyns fræði sem talin voru "inni" og áður en varði spruttu upp allskonar erfiðleikaaukningarspesíalistar sem töldu nauðsynlegt í skjóli " menntunar Sinnar" að umbylta og breyta því sem alveg hreint þokkalega hafði gengið, áður en þessir sjálfskipuðu " sérfræðingar" litu dagsins ljós. Það er bara ein útkoma í samlagningu talna. Það þarf ekki að tengja saman mengi eða hnit, sammengi og hvað þetta bévítans drasl hét nú allt saman. Tveir plús tveir eru fjórir. Það á ekki að þurfa að rökræða það neitt frekar. Tölustafir sem einkunn, er hinn eini rétti mælikvarði á getu námsmanna. Gildir einu hve gamlir þeir eru.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
(Stafsetningarvillur eru sverum fingrum um að kenna, en ekki slæmri menntun( skrifað í iPad))
![]() |
Hvaða þýða bókstafseinkunnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2015 | 00:25
Ólöfu sem formann!
Sem eins mesta fylgjanda stefnu Sjálfstæðisflokksins, skorar undirritaður á Ólöfu Nordal að sætta sig ekki við annað sætið, heldur setja stefnuna á formannssætið í Sjálfstæðisflokknum! Þeð er yfirdrifið nóg til af fólki sem sækist eftir öðru sætinu. Sakna þess sárlega að sjá ekki Óla Björn á neinum listum yfir frambjóðendur, sem sækjast eftir forystu innan flokksins. Það er því hér með skorað á þessa tvo einstklinga, að taka slaginn og láta vaða á súðum á næsta landsfundi. Sjálfstæðisstefnan er stefna sem sameinar stéttir, sé henni fylgt. Að þynna út stefnuna og leita eilíflega málamiðlana, gerir allar stefnur litlausar og bitlausar. Það sýna okkur dæmin undanfarna áratugi. Sem almennum fylgjanda stefnu Sjálfstæðisflokksins, tel ég tímabært að hræra ærlega til í valdakrukkunni og fer fram á að forystan sé mönnuð samnefnurum meirihlutans. Það er hið eina sanna lýðræði og í anda Sjálfstæðisstefnunnar. Sama hverjir víkja. Það er enginn ómissandi í pólitík.
Góðar atundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Greinir frá ákvörðuninni á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2015 | 00:27
Ekki búið að redda fjármagni?
Er það frétt að einherjir draumhugar hafi uppi mikil áform, en eigi ekki nægan pening fyrir draumum sínum, enn sem komið er? S8? Hljómar þetta ekki kunnuglega ? Hvað ætli félögin frá S1 til S7 eigi mikið í S8, sem á siðan félögin S9 til S129? Blaða og fréttamenn, ásamt fjölmiðlunum sem þeir starfa hjá, eru ekki lengur trúverðugir. Svona þvæla endar með stórri efnahagslegri bombu! Ætla fjölmiðlar að drulla upp í sig á nyjan leik, eða fara að vinna vinnuna sína? Ég lýsi hér með allsherjar frati í fjölmiðla. "Copy paste" og "Google translate" er ekkifréttamennska.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Byggja stærsta hótel landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.9.2015 | 16:55
Í "yfirgefnum" pappakassa?
Skelfilegt að fólk skuli gera svona lagað. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem ég heyri talað um yfirgefinn pappakassa. Vonandi tekst lögreglunni að finna hina íbúa kassans.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Barn fannst í pappakassa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2015 | 02:52
Skattpíning hins opinbera.
Tryggingargjald, það sem atvinnurekendur greiða, er í dag 7,49 prósent. Var 5,34 prósent fyrir hrun. Munurinn 2,15prósentustig, en íraun nálægt 40 prósenta hækkun! Hvað eru 2,15prósent stór hluti af 7,49 prósentum? Burséð frá öllu atvinnuleysi, er tryggingargjaldið orðið þvílíkur baggi á fyrirtækjum í dag, að ef ekki kemur til veruleg leiðrétting á þessum skatti, hið fyrsta, er ljóst að holskefla gjaldþrota minni og meðalstórra fyrirtækja blasir við. Það er ekkert annað en hörmulegt að hafa troðið marvaðan gegnum efnahagsþrenginar undanfarinna ára, en þurfa að pakka saman og hætta rekstri, nú loks er sést til sólar, sökum óbærilegrar skattheimtu hins opinbera. Þessi ríkisstjórn er engan veginn að standa sig í stykkinu, er kemur að aðhlynningu smárra og meðalstórra fyrirtækja, sem þó höfðu burði og getu fram að bjargabrúninni, að standa af sér storminn, en greiða jafnframt sinn skatt, meðan ástandið var að jafna sig út. Sennilega sér ríkisstjórnin smá og meðalstór fyrirtæki í sama ljósi og aldraða og öryrkja.: Það er alltaf hægt að klípa af þeim, það koma einfaldlega aðrir í staðinn.
Goðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Vilja sjá tryggingargjaldið lækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2015 | 18:11
Myndir sem blekkja.
Thegar myndir af fyrirhugadri hótelbyggingu eru skodadar, sama hvada hugmynd um raedir, kemur í ljós ad allar sýna thaer 4-5 haeda byggingar sem eru jafnháar gamla idnskólanum vid hlidina. Hvernig má thetta vera? Jú, hér er vísvitandi verid ad blekkja fólk og reyna ad gera minna úr staerd thessara húsa en raunin er. Fyrsta haedin á öllum myndunum er med mjög gódri lofthaed, enda móttakan thar, svo ef haedirnar fjórar thar fyrir ofan eru fjórar, hver er thá lofthaedin á hverri haed? Verdur eingöngu haegt ad éta thar pizzur, liggjandi á gólfinu svo fólk reki sig ekki upp í loft.? Thessar myndir standast enga skodun og eru svívirdileg brella til ad villa um fyrir fólki. Hótelid og gamli idnskólinn eru greinilega ekki höfd í réttum hlutföllum hvort vid annad. Sennilega verdur thetta allt saman samthykkt thegjandi og hljódalaust af meirihlutanum í Reykjavík, sem ad thví er virdist á sér thann draum heitastan ad rústa gjörsamlega gamla midbaenum, med fuglabjörgum úr steypu og gleri. Gamli midbaerinn og hafnarsvaedid er ódum ad breytast í Skuggahverfi hid nýja. Allt er thetta í bodi reidhjóla, fuglahúsa, gatnaskelfa og göngustígadraumóranostalgíulattelepjaranna.
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
![]() |
Hóteláform taka breytingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.7.2015 | 18:32
Vöruverd birgja til smáverslana.
Eitt staersta vandamál vid rekstur smaerri verslana, vítt og breitt um landid, er thad ad verd frá birgjum er í nánast öllum tilfellum mun haerra en haegt er ad fá sömu vöru á, í Bónus eda Krónunni. Med ödrum ordum, greidir öll smáverslun í landinu nidur vöruverdid í Bónus og Krónunni. Thetta gerir thad ad verkum ad nánast ógerningur er ad reka smaerri verslanir, vítt og breitt um landid, jafnt sem í höfudborginni. Thad er algerlega galid ad eigendur smaerri verslana skuli thurfa ad horfa upp á thad ad yfirleitt er vöruverd í Bónus og Krónunni miklu mun laegra en theim er bodid sem heildsöluverd frá birgjum. Thetta er ekki adeins ergilegt, heldur beinlínis skadlegt "edlilegri samkeppni" eins og eigendur staerstu fyrirtaekjanna kjósa ad kalla thetta. Thetta á ekkert skylt vid samkeppni. Thetta er ósvífin fákeppni af verstu gerd og undarlegt ad samkeppnisyfirvöld skuli ekki hafa nein rád í hendi sér til ad sporna vid thessum óthverravinnubrögdum. Hversu oft er ekki munurinn adeins ein til tvaer krónur á milli Bónus og Krónunnar, á sömu vöru? Hvers vegna munar sjaldan, eda jafnvel aldrei meiru? Er thad ekki umhugsunarefni fyrir neytendur? "Frjáls samkeppni".....frussss..........
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
![]() |
Júllabúð gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.7.2015 kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2015 | 18:38
Er ekki komid nóg af kúkatali í bili?
Thad er gott og blessad ad fá rádleggingar um thad hvernig hafa megi reglulegar og vel formadar haegdir. Ekkert nema gott eitt um thad ad segja. Vari sennilega ekki úr vegi ad snara thessu á ensku fyrir túristana, en láta jafnframt fylgja med í leidinni hvar haegt sé ad losna vid thessa dásemd, sem enginn kemst hjá thví ad láta frá sér fara. Skiptir thá engu hvort um er ad raeda erlend eda innlend idrakerfi. Allt vill út ad lokum, en spurning í of mörgum tilfellum, hvar framkvaema skuli thessa óhjákvaemilegu adgerd, svo sómi sé ad.
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
![]() |
Hvað segja hægðirnar um þig? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.7.2015 | 08:59
Erlendur kúkur og piss.
Alveg er magnad ad fylgjast med fréttaflutningi ad heiman, thessa sídustu daga. Í gúrkutíd fjölmidlanna er nánast hvad sem er gert ad stórmáli. Nú sídast allur thessi erlendi kúkur, sem ad thví er virdist, er varla thverfótad fyrir, hvar svo sem drepid er nidur faeti. Fyrir utan alla thessa vinsaelustu ferdamannastadi, varla nokkur húsgardur eda afkimi sem ekki hefur verid kúkad í, samkvaemt nýjustu fréttum. Bordleggjandi, samkvaemt öllum sem vid er raett, ad hér er eingöngu um erlendan kúk ad raeda, hvernig svo sem sú greining fer fram. Thad virdist a.m.k. vera sameiginlegt mat allra theirra sem raett er vid. Gott og vel. Thad má vel vera ad allt sé thetta úr erlendum idrakerfum, en einhversstadar verda milljón túristar ad kúka, ekki satt? Thad fylgir nefnilega alveg hellingur med af kúk, úr milljón túristum, hvort sem fólk vill trúa thví edur ei. Milljón túristar kúka alveg hreint helling og thví tharf ad hafa videigandi adstödu til ad taka á móti herlegheitunum. Thad er nú einu sinni thannig, ad erlendir ferdamenn eru alveg eins gerdir og innbyggjarar thessa lands og thurfa, alveg eins og their, ad ganga örna sinna af og til. Thetta virdist hafa gleymst í nánast allri "uppbyggingunni" vid ad efla hér og lagfaera adstöduna fyrir túrismann og er thad midur. Thad er ekki nóg ad selja túristum mat, thad verdur einhversstadar ad vera fullnaegjandi adstada fyrir blessad fólkid líka til skila af sér. Vaeri allt í lagi ad fjölmidlar haettu ad sýna myndir af "erlendum" kúkaklessum og hlandpollum í gördum og á vinsaelum ferdamannastödum, en hömrudu frekar á theim sem bera ábyrgd á thví ad sú adstada sem tharf fyrir alla thessa kúklosara, er ekki fyrir hendi. Fjölmidlar aettu í thessu tilviki ekki ad fara í kúkinn (boltann), heldur manninn.
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
12.7.2015 | 01:07
Flottur!
Hafþór er flottur ungur maður, með markmið sín á hreinu. Kynntist þessum góðhjartaða unga manni dagpart á flugvelli, fyrir ekki svo löngu síðan og fullyrði að hér á ferð góður maður og markviss, með forgangsröðina alveg á tæru. Til hamingju félagi!
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Hafþór Júlíus sterkasti maður Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |