Déskotans endalausar breytingar.

 Hvers vegna er eilíflega verið að breyta þessu blessaða einkunnakerfi, svo ekki sé nú talað um kennsluaðferðir og framsetningu námsefnis? Tuðarinn tilheyrir fyrsta árgangi mengjakerfisins í menntakerfinu. Mengjakerfið gengur í fáum orðum út á það að gera kornungum börnum eins erfitt fyrir og mögulegt er, að leggja saman tvo og tvo. Áður en mengjadellunni var hraunað yfir undirritaðan, upp úr miðjum sjöunda áratugnum, hafði einföld og auðlærð kennslufræði skilað hreint ágætum árangri. Flest börn landsins, sem lærðu t.a.m. margföldunartöfluna utanað, kunnu flest og mundu hana með hreinum ágætum, áratugum seinna og jafnvel ævina alla. Á seinni hluta sjöunda áratugarins fóru hins vegar fleiri og fleiri að hallast að einhverju sem hét "sænska leiðin". Með sænsku leiðinni spruttu fram "sérfræðingar" sem töldu sig þess umkomna að flækja og erfiðleikagera menntakerfið eins mikið og kostur var. Fólk tók að nema alls kyns fræði sem talin voru "inni" og áður en varði spruttu upp allskonar erfiðleikaaukningarspesíalistar sem töldu nauðsynlegt í skjóli " menntunar Sinnar" að umbylta og breyta því sem alveg hreint þokkalega hafði gengið, áður en þessir sjálfskipuðu " sérfræðingar" litu dagsins ljós. Það er bara ein útkoma í samlagningu talna. Það þarf ekki að tengja saman mengi eða hnit, sammengi og hvað þetta bévítans drasl hét nú allt saman. Tveir plús tveir eru fjórir. Það á ekki að þurfa að rökræða það neitt frekar. Tölustafir sem einkunn, er hinn eini rétti mælikvarði á getu námsmanna. Gildir einu hve gamlir þeir eru. 

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

(Stafsetningarvillur eru sverum fingrum um að kenna, en ekki slæmri menntun( skrifað í iPad))


mbl.is Hvaða þýða bókstafseinkunnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ágæt Halldór Egill þakka þér fyrir.

Hrólfur Þ Hraundal, 4.10.2015 kl. 15:33

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það gat nú varla verið minna, Hrólfur.

Halldór Egill Guðnason, 5.10.2015 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband