1.3.2008 | 00:34
Hetjurnar mínar.
Nú er slétt vika liðin síðan ég geispaði golunni um stund. Var reyndar ekki dauður nema í skamma stund, en nóg til þess samt að geta talist hafa farið yfir móðuna miklu, svona með annan fótinn að minnsta kosti. Man ekki til þess að hafa séð mikið ljós eða neitt þess háttar, en það er hins vegar allt annað mál. Sem betur fer var mér kippt aftur til lífsins og er reyndar orðinn það vel lifandi aftur að sennilega er ekki langt að bíða að frekara tuð sé væntanlegt á markaðinn í bloggheimum. Einungis spurning um að finna sér verðugt efni að tuða um. Af nógu virðist af að taka.
Það sem vildi mér til lífs, þegar ég hné niður fyrir viku síðan, var að konan mín og yngri sonur voru heima og gátu í sameiningu barið og blásið í mig lífi, þar til sjúkraliðar tóku við og komu mér undir læknishendur. Að ofansögðu má ljóst vera að allt gekk upp og hér er ég enn "hérna megin" tilverunnar. Ef til vill ekki eins ferskur og fyrr, en engu að síður að verða tuðfær á ný. Það sannaðist vel í þessu uppistandi hve mikilvægt það er hverjum manni og konu að kunna skil á því hvað gera skal á raunastund og kunna skil á hjáp í viðlögum. Hjartahnoð og blástursaðferðin er eitthvað sem allir ættu að kunna skil á. Konu minni og yngri syni á ég líf mitt að launa í orðsins fyllstu merkingu og það er ekki laust við að Tuðarinn hafi öðlast dýpri skilning á því, hvað það er sem mestu máli skiptir í einu stykki af lífi. Að eiga svona hetjur að, er ekki öllum mönnum auðið. Að eiga fjölskyldu sem þessa, er þvílíkt happ, að vandséð er hversu mikils meira maður getur óskað sér frekar. Takk hetjurnar mínar. Takk allir sem hafa aðstoðað og hjálpað.
Allir á námskeið í skyndihjálp!
Skemmir heldur ekki að hætta að reykja í leiðinni.
16.2.2008 | 00:47
Að kveðja hús.
Það er dálítið undarleg tilfinning að standa í tómu húsi sem verið hefur heimili manns um langan tíma og kveðja það. Sérstaklega ef manni hefur liðið vel í því og tengir það mörgum af sínum lífsins bestu stundum. Iðandi líf upp á hvern dag og nánast ekkert annað en góðar hugsanir og minningar sem renna gegnum hugann. Að standa síðan í tóminu, búið að flytja allt út og að allt í einu búi maður hér ekki lengur, er dálítið"spes". Margir ef ekki flestir sem flytja búferlum finna sjálfsagt til þessarar tómlegu kveðjustundar með söknuð í hjarta, en svo eru líka þeir og þær sem er alveg sama. Þegar ég flutti í þetta yndislega hús, sór ég og sárt við lagði að fara héðan láréttur út. Helst saddur lífdaga og í börum sveipaður hvítu líni og borinn af einum, tveimur eða þremur mönnum í svörtum jakkafötum með bindi, allt eftir lokadagsþyngd minni.
Um þessa helgi geng ég hins vegar sjálfur út í hinsta sinn úr þessu húsi og þá vonandi með ómældan fjölda lífdaga framundan og hús sem bíður mín með áframhaldandi gleði og lífi. Nýja húsið ber með sér góðan þokka og vonandi að þaðan geti Tuðarinn kannski hundskast út láréttur. Tíminn einn leiðir það í ljós. Undarlegt að taka svona nærri sér að kveðja hús, eða hvað? Ekki gott að segja, en góða helgi til allra. Merkilegt hvað maður er annars að verða meir með aldrinum. Er eitthvað til sem heitir breytingaraldur hjá körlum? Bara spyr.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
15.2.2008 | 01:24
Ég er Sjálfstæðismaður!
Ég er Sjálfstæðismaður. Mig vantar hins vegar eitthvað til að réttlæta það fyrir sjáfum mér, akkúrat- NÚNA-að ég geti talið sjáfan mig Sjáfstæðismann!. Einhver sem getur aðstoðað? Sum ráð vel þegin. Fer dulítið eftir því hve skynsamleg ég tel þau vera. Á maður ekki að teljast sjálfstæður annars, ha? Undarlegt annars hve skynsemi virðist litlu máli skipta þessa dagana. Búinn að fara á námskeið í Slysavarnaskóla Sjómanna, þannig að ég veit ansi margt um "undankomuleiðir", en vantar svona einhver praktísk ráð um það hvernig maður heldur "kúrsinum" sem fylgismaður ákveðinnar stefnu. Á maður að sveiflast með straumnum, eða standa og falla með hvaða fjandans vitleysu sem er, í nafni FLOKKSINS? Hvernig er það annars með þessa pólitíkusa og skilning þeirra á því hverjir réðu þá í vinnu? Fyrir hverja EIGA þeir að vinna?
Hver gerði Gerði grikk í sumar, hver gerði Gerði Bomsibomsiboms?...........ekki ég. (Fann ekki fjarstýringuna.)
Einhver sem getur aðstoðað rekald, sem fátt skilur orðið, þegar kemur að "nútíma" pólitík, ha?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.2.2008 | 16:08
Fjarstýringafælni.


![]() |
Fjarstýrðar sáðfrumur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.2.2008 | 16:58
Þvílíkt rugl!
![]() |
Laus úr farbanni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
8.2.2008 | 23:00
Sprengingar á átakasvæði.
Tuðarin hefur undanfarna daga verið að koma sér fyrir í nýju húsi í hinni vinalegu Álafosskvos. Yndislegur staður og sjaldgæft að því er hagvanir segja, að nokkurn tímann hreyfi vind í þessum unaðsreit. Í versta falli lagður vegstubbur endrum og sinnum, en þess utan ekki mikið sem raskar ró íbúanna á þessum slóðum, eða fær þá til að verða "tens". Í kvöld brá hins vegar svo við að Kvosarhúsið utan um tuðarann var alveg við það að takast á loft vegna djöfulgangs í veðrinu. Vatn frussaðist inn um flesta glugga og vindurinn slíkur að ekki var stætt á að vera mikið utandyra. Eiginlega bara tóm vitleysa að vera á ferðinni "svona yfir höfuð", hvað svo sem það nú merkir. Brattur besti vinur á eflaust skýringu á þessu undarlega orðatiltæki. Milli klukkan níu og tíu í kvöld klikktu veðurguðirnir út með því að senda þvílíka eldingu og sprengingu í kjölfarið á þennan dýrðarstað miðjan, að Tuðarinn nánast mé þar sem hann stóð og er þar engu um logið. Allt varð uppljómað eina örskotsstund og strax í kjölfarið kom þessi líka ofboðslega sprenging. Sem sagt elding og þruma beint í æð! Nánast við hliðina á Tuðaranum og hann þessi líka djölfusins kveif, þegar rafmagn er annars vegar! Skar eitt sinn hérumbil af sér nefið við fikt í rafmagni, en það er hins vegar efni í aðra færslu síðar meir. Ekki að sökum að spyrja með kvikyndið þegar blossinn og bomaban riðu yfir. Hann bókstaflega tókst á loft og reyndi af veikum mætti að koma sér í skjól, en það er fátt um felustaði í tómu húsi. Engin borð að henda sér undir, hvað þá rúm eða aðrir felustaðir sem mælt er með undir kringumstæðum sem þessum, af Almannavörnum ríkisins. Ekki kom til greina að hlaupa út í fasið á rafmagnsbombunum, svo skíthræddur Tuðari tók sér tak, sló sig utanundir og sannfærði sjálfan sig um að elding og síðan þruma, vörðu yfirleitt ekki nema brot úr sekúndu og því engin ástæða til að hlaupa undir rúm, borð eða annan húsbúnað sem var hvort eð er ekki einu sinni á staðnum. Að loknum einhverjum erfiðum sekúndum eða mínútum, þegar hjartað hafði verið dregið neðan úr vinstri buxnaskálminni á sinn stað, ákvað Tuðarinn að hlaupa út í bíl og reykspóla heim í hitt húsið, þar sem nóg er af rúmum og borðum að skríða undir. Það hafðist og meira að segja alla leið að tölvunni, en þaðan á líka að demba sér undir rúm eins og ónefnd vinkona mín fyrir austan fjall er gjörn á að gera.
Magnaður fjandi hvað veðrið getur orðið snælduvitlaust annars.
6.2.2008 | 16:23
Áhugi fjölmiðla fyrst og fremst?
![]() |
Íslendingar áhugasamir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.2.2008 kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.2.2008 | 10:02
Siðareglur opinberra starfsmanna?
![]() |
Megi ekki kaupa vændi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
4.2.2008 | 15:02
"Okurbollur" og bankaránsgræjur úr BYKO..
Þá er það bolludagurinn. Á maður ef til vill að kalla þetta "okurbolludag", ef maður nennir ekki, hefur ekki tíma, eða kann ekki að baka bollur og ætlar að kaupa herlegheitin tilbúin til átu? 2- 300 kall stykkið af þesum fjanda og barasta ekki á dagskránni að slafra þessu gumsi í sig á þessum prís, ónei. Fiskibollur í kvöld, enda sáralítil hætta á að sprauta á næsta mann innvolsinu úr þeim þegar tekinn er biti. Þessar frá Grími í Vestmannaeyjum eru alveg hreint ágætar, ojájá, það held ég nú.
Annars er óhætt að segja að dagurinn hafi byrjað frekar leiðinlega. Bankarán í Lækjargötunni og menn varla vaknaðir. Spurning hvort ræningjagreyin hafi ekki átt fyrir bollum og því gripið til þessara drastísku aðgerða. Ekki gott að segja. Hins vegar óhætt að segja að Lögreglan hafi verið snögg að hafa hendur í hári pörupiltanna og það sem meira er, rannsókn málsins er meira að segja komin það langt á veg að ljóst er orðið að vopnið sem notað var, var keypt í BYKO á Hringbraut snemma í morgun og meira að segja vitað hverrar tegundar það var. Þetta er sko að klára dæmið. Síðan er það spurning hvort þetta var EXI eða ÖXI sem var notuð við verknaðinn. Einhver sem getur sagt Tuðaranum það?
2.2.2008 | 23:50
Tuðarinn flytur á átakasvæði.
Jæja, þá styttist í að Tuðarinn flytji á eitt alræmdasta átakasvæði íslandssögunnar hin seinni ár. Nú skal flytja í jaðar Álafosskvosarinnar og hreiðra þar um sig í vinalegu húsi. Verið að mála og gera klárt fyrir flutninginn og enn sem komið er ekki borið á neinum stórróstum fylgjenda eða andstæðinga tengibrautar þeirrar sem koma á nýju og glæsilegu hverfi í landi Helgafells í samband við umheiminn, já eða bara Vesturlandsveginn. Kannski kuldinn haldi stríðandi fylkingum innandyra, eða hörðustu andstæðingar tengibrautarinnar búnir að finna sér ný hús á Spáni, þar sem engar finnast ódýrar "amerískar þjóðvegasjoppur" og þurfi því ekkert að spá í einhverjar tengibrautir lengur. Ekki gott að segja.
Fallegur staður Álafosskvosin og mikil saga sem henni tengist. Iðnbyltingin á Íslandi átti þarna sína dýrðardaga á árum áður, en nú er þarna fátt sem minnir á þá tíma, fyrir utan áletrunina "Álafossföt bezt" á einum húsgafli og gamli vatnstankurinn ofan við verksmiðjuhúsið. Gömlu verksmiðjuhúsin og allt sem þeim tengdist, orðin að híbýlum manna á öllum hæðum og Varmáin liðast hjá, ónýtt til nokkur brúks annars en að dást að henni. Ekki einu sinni hægt að busla í henni lengur, því hún er ísköld orðin eins og hver önnur á eða spræna. Synti og buslaði í þessari á sem krakkaormur og man að þá var hún volg og fín og Tuðaranum fannst að þetta væri besta á í heimi. Nú er Tuðarinn mættur aftur í Álafosskvosina rúmum fjörtíu árum seinna og eitt af því sem á döfinni er með hækkandi sól og sumri í lofti er að busla pínupons í Varmánni, þó köld sé orðin og kanna hvort hann upplifi"Dejavou".
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.2.2008 kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)