1.2.2008 | 10:25
Stjörnuspá Steingeitur 01.02.´08.
"Steingeit: Þú bíður ekki eftir því að vera hamingjusamur. Hægt er að detta inn og út úr hamingjunni á ástæðu. En þú hefur margar ástæður."
Held ég verði bara heima í dag. Jafnvel undir rúmi eins og Hrönn bloggvinkona mín á til að gera. Nenni ekki að vera að detta inn og út úr hamingju í allan dag "Á" ástæðunni. Greinilega mjög há og flughál stæða þessi ástæða og ekki gott að vera hamingjusamur "Á" henni. Svo á ég að hafa margar ástæður líka, en ekkert að nenna að bíða eftir hamingjunni! Kæri mig bara ekkert um svona stæður, hvað þá ástæður. Þetta eru ferlegar aðstæður, ég segi nú ekki annað. Ætli sé hægt að detta af þeim líka? Altso aðstæðunum? ....Farinn undir rúm...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
31.1.2008 | 01:10
Oprah, The Secret og hin "Fimm Fræknu"!????
Tuðarinn tók sér mjög erfitt tak fyrr í kvöld og kvaldi sig í gegnum HEILAN þátt af Ópru. Já takk fyrir, "HEILAN ÞÁTT". "The Secret" var aðalefnið í þættinum. "Seiðmögnuð" rödd Björgvins Halldórssonar búin að auglýsa þetta "Freak Show" dögum saman og sennilega "allir" klárir í byltingu, eða hvað?
Að loknu áhorfi situr Tuðarinn eftir með æluna í hálsinum og skilur ekki fólk sem BORGAR fyrir að hlusta á þessa bévítans dellu.
"HAFÐUÞAÐGOTTÞAÐSEMEFTIREFÞÚBARABORGARMÉRALLTÞITT" predikarar í Améríkunni samankomnir í einhverri aumkunnarverðasta sjónvarpsþætti "EVER"!
Segi bara eins og Megas.: Langar að æla!
Hvað er hægt að vera vitlaus?
30.1.2008 | 15:11
Megi vera betra????!!!!

![]() |
Ástandið má vera betra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.1.2008 | 19:00
Fíflagangur í vegagerð.
![]() |
Slæmt ástand á Reykjanesbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2008 | 22:51
"Mc Donald´s Diploma"?
"Hvaða menntun hefur þú vinur/vina?" "Jú, ég er með gagnfræðapróf frá Mc Donalds".
Hvort er Tuðarinn gjörsamlega að missa sig, veröldin að verða kolgeggjuð, eða þetta bara sjálfsagt mál? Gagnfræðapróf frá Mc Donalds? Er síðan ætlast til þess að einhver taki þetta alvarlega, ha? "Ígildi gagnfræðaprófs"! Besta mál, eða hitt þó heldur. Verið að gefa það í skyn að með því að moka kransæðakýtti í pappaöskjur og leggja hormónablandað, hveitijukksdrýgt beljukjöt á milli tveggja örþunnra brauðlaga með tómatsósu, "pikkles", súrri gúrku og lauk
, sé ekki lengur þörf á að fara í skóla. Bara snarast í vinnu hjá "Makka Dóna" og framtíðin blasir við! Hver fjandinn á að hvetja ungt fólk til mennta, ef þetta er framtíðin? Gordon Brown meira að segja farinn að mæra þennan andskota! Svosem ekkert skrýtið, eða þannig. Var það ekki Davíð Oddsson sem klippti á borðann hjá Makka hér á skerinu á sínum tíma? Ég skal nú barasta segja ykkur það! Heimskan tekur á sig ýmsar myndir. Ég segi nú ekki annað
![]() |
Prófskírteini frá McDonalds |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2008 | 12:29
Kostar eins og Range Rover
![]() |
Branson kynnir nýja geimflaug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2008 | 16:19
Matarþörf í Kína.

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.1.2008 | 15:48
Að villast í Shanghai.
Þá er lokið Kínaferð hjá Tuðaranum og dagurinn í dag nýttur til að vinda ofan tímamismuninum sem er átta klukkustundir. Verð orðinn "fír og flamme" á morgun og klár í slaginn á ný.
Það er varla hægt að lýsa Shanghai með orðum, svo stórkostleg er þessi borg á margan hátt. Ekki laust við að beri á smá hálsrýg eftir ferðina, þar sem gónt var til himins hvert sem farið var, í von um að sjá efstu hæðir húsanna í miðborginni. New York og aðrar stórborgir beinlínis fölna í samanburði við Shanghai. Og mannfjöldinn, maður lifandi! Okkur var sagt að í borginni byggju þrjátíu milljónir manna og ætla ég ekki að efast um það. Aukin velmegun undanfarinna ára hefur leitt til stóraukinnar bílaeignar og er nú svo komið í miðborginni, að betra er fara sinna ferða á tveimur jafnfljótum, en í bíl, á sumum tímum dags. Þetta fengum við ferðafélagarnir að reyna, svo um munaði. Eftir verslunarferð í eina af verslunarmiðstöðvum borgarinnar var tekinn leigubíll og bílstjóranum sýnt á korti hvar hótelið okkar væri. "Ok ok" sagði bílstjórinn brosandi og ók af stað. Eftir skamma stund fór okkur að finnast sem eitthvað væri blessaður maðurinn ekki alveg með það á hreinu hvert hann væri að fara, en ákváðum að hinkra aðeins með athugasemdir. Hann gæti ef til vill verið að stytta sér leið með okkur. Þegar ekið hafði verið í um tuttugu mínútur, stansaði bílstjórinn fyrir framan gult hús í lægri kantinum, leit brosandi afturí til okkar og sagði "OK?". "NO!" svöruðum við báðir einum rómi. "NOT OK" og sýndum honum aftur kortið. Eftir skamma stund, hafandi snúið kortinu á alla kanta, virtist sem honum væri skyndilega ljóst hvert við ætluðum okkur. Brosandi rétti hann okkur aftur kortið og ók af stað á nýjan leik. Við Halli litum hvor á annan og dæstum. Áfram var ekið vítt og breytt um borgina og ef eitthvað var, fannst okkur sem við fjarlægðumst enn meir miðborgina, þar sem hótelið okkar var. Enn á ný stöðvaði karlanginn bílinn og í þetta skipti fyrir utan matvöruverslun! "OK?" spurði hann. "NO NOT OK!!!!!" svöruðum við einum rómi enn á ný. Nú voru góð ráð dýr. Ef fjandans bílstjórinn rataði ekki á hótelið okkar, hvernig í áranum ættum við þá að geta það? Enn á ný var kortið dregið fram og nú var legið yfir því dágóða stund. Að því loknu var ekið af stað á ný og áfram var þvælst um stræti og breiðgötur borgarinnar. Tuðarinn er að öllu jöfnu góður á geðinu og lætur ekki svona smámuni pirra sig að ráði, fyrr en í fulla hnefana. Öðru máli gegnir hins vegar um Halla ferðafélaga. Nú var honum nóg boðið og var farinn að iða í sæti sínu af illsku og bölva þessum fjandans bílstjóra sem ekkert virtist vita í sinn haus. Bilti Haraldur sér og snéri í sætinu svo grimmt, að um tíma virtist sem bíllin ætlaði útaf. Þegar bílstjórinn stöðvaði síðan bílinn fyrir utan enn eina vitlausa byggingu og snéri sér við og sagði "OK?", var gargað úr aftursætinu "NO, NOT OK!!!!!!!!!!!!" Spennan í bílnum var nú orðin ansi mögnuð, svo ekki sé meira sagt. Einskonar milliríkjadeila var hér greinilega í uppsiglingu, en eftir smá stund var fundin lausn á þessu öllu saman. Halli hringdi í móttökuna á hótelinu, lét bílstjórann hafa símann og hann var síðan lóðsaður alveg upp að dyrum. Löng ökuferð var á enda og lá við að hliðin Hallamegin félli saman þegar hann skellti hurðinni á eftir sér. Við brosum að sjálfsögðu að þessu núna, en pirringurinn var orðinn talsverður meðan á þessu stóð.
Það má síðan geta þess, að í Shanghai aka leigubílar þrjár milljónir ferða, dag hvern. Það gera níutíu milljónir ökuferða á mánuði, takk fyrir. Vonandi að það villist ekki nema lítið brot af bílstjórunum. Ég segi nú ekki annað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.1.2008 kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.1.2008 | 19:45
Skroppinn til Kína.
Þá er komið að því. Tuðarinn á leið til Kína í fyrramálið í "smá" skreppitúr. Keflavík, London, Shanghai, Ding Dong eitthvað, já eða Zhousang. Hátt í hálfur sólarhringur sem tapast á leiðinni út. Ætli maður eldist þá hraðar, eða er það öfugt? Hummmm. Verður hátt í 36 tíma sólarhringur á leiðinni til baka. Hlýtur að vinda ofan af skekkjunni á leiðinni út, eða hvað? Hætt við að tuðið geti orðið svolítið beltaskipt og öfugsnúið við heimkomuna næsta mánudag. Líklega best að gera bara pásu á röflinu í manni, þar til tímamunsþreytan er um garð gengin. Held upp á afmælið mitt í Kína næsta fimmtudag og verður gríðarleg flugeldasýning af því tilefni...nei bara að plata. Altso með flugeldasýninguna, en afmælið er alveg satt. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja gleðja Tuðarann á þessum merku tímamótum, er bent á gestabókin. Einnig er hægt að leggja inn á reikning no.., nei annars, það þarf ekki. Á alveg nóg.
Verður sennilega hljótt um kvikyndið fram í næstu viku, svo ég sendi bara öllum, nær og fjær, mínar bestu kveðjur.
12.1.2008 | 23:47
Dottinn "íða".
Af engri sérstakri ástæðu tók Tuðarinn sig til í dag og kvöld og sennilega langt fram á nótt, ef fer sem horfir, að lesa bók. Já bók. Eina bók. Ljóð þó aðallega. Steinn Steinarr, Páll Vídalín, Bólu Hjálmar, Davíð Stefánsson, Þorsteinn Erlingsson, Einar Ben........og fleiri, ásamt því að grúska í því hvenær þessi og hinn væri fæddur. Allt í sömu bókinni.
Forlög koma ofan að,
örlög kringum sveima,
álögin úr ýmsum stað,
en ólög fæðast heima.
Páll Vídalín.
Hef verið að handleika bók sem heitir "Afmælisdagar". Þar er hverjum þeim er í heimsókn kemur í okkar bæ, já eða hús...ok, gert að rita nafn sitt við afmælisdag sinn. Við hvern dag er sett ljóð og afmælisbörn dagsins rita nafn og fæðingarár. Bókin var gefin út 1944 af bókaútgáfunni Huginn. Ljóðunum og kvæðunum safnaði Ragnar Jóhannesson cand.mag. og teikningar eru eftir Tryggva Magnússon. Bókina prýða síðan ljóð og vers ýmissa skálda og snillinga með hverjum degi. Eitt vers eða ljóð á hverri síðu. Finnst að einhver eigi að gefa eitthvað svipað út, ekki seinna en strax svo halda megi þessu að öllum gestum, sem sækja vini og vandamenn heim. Vona bara að Tuðarinn sleppi sér ekki alveg í ljóðaprentuninni á blogginu sínu, en við lestur sumra þessara perlna, er bara ekki annað hægt en að dæla þeim áfram, ef ske kynni að einhver hefði ekki séð þær áður.