Páll Vídalín

Enn nærist elskan sanna,

enn kærleiks funinn brennur,

enn blossar ástar tinna,

enn kviknar glóð af henni,

enn giftist ungur svanni,

enn saman hugir renna,

enn gefast meyjar mönnum,

enn hallast menn til kvenna.

Páll Vídalín.

Er þetta snilld, eða er þetta snilld?


Yfirvöld - VAKNIÐ!

Alveg er það með hreinum ólíkindum hve stjórnvöld eru daufdumb og sinnulaus gagnvart þeirri vá sem óheftur aðgangur glæpalýðs hefur orðið að landinu. Ekki svo mikið sem kannað með fortíð fólks sem hingað kemur til vinnu eða til að setjast hér að. Á hvaða rósrauða skýi er eiginlega það fólk sem telur að við komum ekki til með að súpa seiðið af því að leyfa óheftan aðgang útlendinga til landsins? Þorri þess fólks sem hingað kemur að utan til lengri eða skemmri dvalar er sómafólk og ekkert annað en gott um það að segja. Þetta fólk á stóran þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað undanfarið og á ekkert annað en þakkir skildar fyrir. Það eru hins vegar kolsvartir sauðir innan um, eins og gengur, sem kemur óorði á alla hina. Karlmenn frá Litháen hafa verið áberandi í afbrotum undanfarið og getur það varla dulist neinum lengur að stór hluti þeirra tilheyrir skipulagðri glæpastarfsemi sem nú virðist hafa hreiðrað all rækilega um sig hér á landi. Þankagangur þessara manna er gerólíkur okkar, er kemur að því að virða lög og reglur og virðist þeim ekkert heilagt í þeim efnum. Ekki frekar en í sínu eigin landi þar sem glæpaklíkur og ruddaskapur eru stór partur af menningunni. Þessir menn koma hér gagngert til þess að fremja glæpi og það skildi enginn velkjast í vafa um það, að á meðal þeirra eru menn sem gegnt hafa herþjónustu og eru því í raun gangandi drápstól sem ekkert víla fyrir sér, er til átaka kemur, svo sem sást síðastliðna nótt í miðbæ Reykjavíkur.

Sú staðreynd liggur ljós fyrir, öllum sem sjá vilja, að komið er að uppgjöri í þessum efnum og það er krafa almennings að stjórnmálamenn þessa lands, sem eru í vinnu hjá OKKUR, geri sér grein fyrir því, ekki seinna en strax! Rífi sig upp á rasshárunum og láti verkin tala. Lögreglan er undirmönnuð, fjársvelt og illa launuð. Í ljósi þess er ekki langt að bíða að einhver hljóti bana eða varanleg örkuml af viðskiptum sínum við þennan rumpulýð sem engu eirir. Ráðherrar og embættismenn virðast lifa í einhverjum öðrum heimi og taka sennilega ekki við sér fyrr en einhver af þessum ribböldum limlestir eða drepur einhvern, þeim nákominn. Það er einfaldlega ekki hægt að horfa upp á þetta lengur og almenningur KREFST aðgerða nú þegar. Yfirvöld.:  Gerið eitthvað í þessum málum. Það er nóg komið!.


mbl.is Fimm úrskurðaðir í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Djöfulsins hávaði!

Tuðarinn reynir yfirleitt að fylgjast með fréttum í sjónvarpi og stendur oft sjálfan sig að því að skipta yfir á RÚV eftir að fréttum Stöðvar 2 lýkur á kvöldin. Léttruglaður, en svona er þetta bara. Ekkert við þessu að gera. Kann því best að fréttatímarnir líði áfram á vel mæltu máli, þokkalega tilhafðir þulir og myndefni í bland. Þetta eru jú sjónvarpsfréttir. Rólegheitatími, svona yfirleitt. Tuðarinn þolir illa auglýsingahlé á fréttatímum og vill því tuða feitt um eina auglýsingu sem bylur yfir hann á Stöð 2, með þvílíkum andskotans hávaða og djöfulgangi, að liggur við að soðningin frussist yfir viðstadda. Þetta eru auglýsingar sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar, þar sem verið er að auglýsa boltarásir þær sem boðið er uppá og annað efni. Greinilegt að þessi fjandans auglýsing er send út á mun meiri hljóðstyrk en annað efni. Þar sem fjarstýringin við sjónvarpið í eldhúsinu virkar ekki, æðir Tuðarinn krossbölvandi og hálfpartinn gargandi af bræði á fætur, í hvert sinn sem auglýsingin hefst. Með hamsatólgina út á kinn og sjúklegan glampa í augunum skransar hann á "einari" fram hjá eldavélinni og ísskápnum og borðinu sem amma átti og teygir sig í tækið uppi á vegg til að lækka í þessum öskurapa sem gargar og gólar sem fársjúkur væri, við undirleik stórkórs og fílharmoníusveitar. Að minnsta kosti 6 metra ferðalag, hvorki meira né minna, takk fyrir. Er engin leið að auglýsa fótbolta og aðra íþróttaviðburði öðru vísi en með þessum djöfulsins látum? Ég bara spyr, ha. Neyðist sennilega til að hætta alveg að horfa á fréttir Stöðvar 2, sýnist mér. Barasta meika þetta ekki lengur. Ætla ekki að kaupa áskrift að Sýn, svo mikið er víst. Ætti kannski að spá í rafhlöður í fjarstýringarfjandann, svo tólgin storkni ekki alltaf á soðningunni.....hummm.Whistling 


Útsölulegur léttleiki tilverunnar og gjafakortin.

Þá er komið að blessuðum útsölunum eitt árið enn. Allar vörur og jólaglingrið lækka um 20-80% frá því sem það var í jólabrjálæðinu, að okkur er sagt, en einhver brögð að því að í sumum verslunum hafi verðið verið hækkað fyrst, en svo lækkað aftur til að fá út hærri prósentulækkun frá "fyrra" verði. Úlpan sem ég gaf dóttur minni í jólagjöf kostar í dag 1/3 af því sem hún kostaði fyrir jól og andskotans VISAð ekki einu sinni komið á gjalddaga. ARRRG! hvað maður getur verið vitlaus. Ætlaði ekki að brenna mig á þessu aftur, en undurfagurt augnaráðið og ítrekaðar beiðnir um blessaða úlpuna bræddu hjarta tuðarans og hann lét til leiðast. Nú sýpur maður seiðið af eftirlátsseminni og bölvar í hljóði yfir eigin heimsku. Fer að sjálfsögðu í svarta örgustu fýlu í hvert skipti sem þessi elska klæðist síðan úlpufjandanum, en það er ekkert annað að gera en taka þessu sem hverju öðru hundsbiti. Er hins vegar með það alveg á hreinu hvað öll mín börn fá í jólagjöf næstu jól. Gjafakort er málið. Það verður splæst í gjafakort á þau öll fjögur og gott ef maður dritar þeim ekki bara líka á afabörnin í leiðinni. Þau geta síðan þrætt útsölurnar eftir áramótin og keypt það sem þau helst vilja á miklu lægra verði en ef tuðarinn hefði vaðið búð úr búð og svitnað og blánað yfir dýrtíðinni, vitandi það að öllu heila gumsinu yrði síðan mokað á útsölu, í þann mund sem síðasta konfektmolanum væri sporðrennt. Það eina sem ég óttast er að það verði frekar tómleg og flöt pakkastæða undir jólatrénu, en það verður bara að hafa það. Ég pakka bara inn blöðrum og falspökkum og næ þannig upp stemmingunni


Fyrsta færsla tuðara 2008

Gleðilegt árið öll saman, nær og fjær. Búinn að þenja hljóðhimnuna inn að innsta heilahveli og hárið fullt af púðurögnum. Hrikalegt brjálæði er þetta annars, allt þetta fírverkerí. Verð samt alltaf eins og ofvirkur krakkaskítur sitt hvoru megin við miðnættið og moka jafnvel barnabörnunum frá til að sýna þeim dásemdir flugeldanna. Svona er nú grunnt á stráknum í manni, en það er bara hið besta mál. Hugga mig við ég er að styrkja gott málefni Whistling ...eða þannig. Björgunarsveitirnar þurfa jú sitt.Wink

Áramótakveðja til allra.

Kæru ættingjar, vinir, bloggvinir og annað fólk, nær og fjær og jafnvel lengst í burtu. Allir sem ég þekki, þekki ekki, hef séð og eins aldrei séð eða heyrt.: Gleðilegt og gott nýtt ár og takk fyrir allt, sætt sem súrt, í gegnum tíðina. Gangið varlega um gleðinnar dyr í kvöld sem önnur kvöld og munið að horfa ekki ofan í sprengjurnar meðan tendrað er á þræðinum. Gleraugu á öll fés fyrir kvöldið. Munið að spáð er roki, þannig að rétt er að hafa það hugfast að fírverkið, sem og annað lauslegt, berst yfirleitt MEÐ vindinum. Hlakka ekkert rosalega til að fylgjast með láréttri flugeldaskothríðinni í kvöld. Búinn að byrgja glugga og gera garðslönguna og háþrýstidæluna klárar, svona djust in keis for ðe hjúman reis. Farið varlega öll sem eitt og verið góð hvort við annað. Annað er harðbannað. Það er margsannað.

"Smjúts" á alla.Wink


Rugludallar!

Að æða á Langjökul, vitandi um veðurspána eins og hún var, gera engir aðrir en greindarskertir rugludallar. Ætti að svipta ökumennina leyfi til að aka jeppa og kanna hvort barnaverndaryfirvöld ættu ekki að kanna hvort foreldrar barnanna sem voru með í för, séu yfir höfuð hæfir foreldrar. Bölvaður árans kjánaskapur, svo ekki sé meira sagt. Vitleysan á sér greinilega engin takmörk. Halda menn að eftir því sem tommunum fjölgi á dekkjunum, geti þeir bara gert hvað sem er? Rugludallar er það eina sem kemur upp í hugann. Hver á svo að borga?
mbl.is 11 bíða björgunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af "iðrasinfoníum" og "þarmaballettum".

Hún Jenný Anna megabloggari hefur enn á ný slegið í gegn með þrælgóðu bloggi um matarvenjur og óhemjuskap þann sem við leyfum okkur yfir jólahátíðina, sem nú stendur sem hæst. Hún snaraði sér í "þarmaballett" um tíma og er sennilega ekki sú eina um það. Ekki það að ég hafi fundið mikið fyrir ballett í vömbinni á mér yfir hátíðirnar, heldur hefur þetta frekar verið svona meira í líkingu við "iðrasinfoníu á endastöðinni" eftir allt reykta kjötið og brúnuðu kartöflurnar, rauðkálið og annað það "gasmyndunargjarna" meðlæti sem hreinlega ærir iðrin með tilheyrandi tóndæmum. Tóndæmum sem síðan "flauta" um hljóðfæri það, sem flest okkar kjósa að hlusta á í einrúmi, eða það sem meira er, gætum alveg hugsað okkur að sleppa við að hlusta á. Tóndæmi sem falla öðru fólki undantekningalítið, af skiljanlegum ástæðum, illa í geð. Gott ef þessi "tónlist" fer ekki bara líka í taugarnar á okkur sjálfum. Oftar en ekki, hefur maður neyðst til að fara eilítið afsíðis til að verða sér ekki til skammar með tónsmíðum þessum, þessi jólin sem önnur, þar sem óhóflega hefur verið innbyrt af reyktu kjöti með "tilbhörende" meðlæti. Nokkurskonar eins manns konsert hefur verið haldinn á korters fresti megnið af hátíðunum með mínu hljóðfæri og ég er eiginlega kominn á þá skoðun að næstu jól muni ég hafa eitthvað einfalt, auðmelt og "soundless" í matinn. Það eina sem gæti breytt þessari afstöðu minni væri það að einhver hljómsveit óskaði eftir að ráða hljóðfæraleikara sem sem sérhæfði sig í "iðrasinfonískum tóndæmum með óútreiknanlegum endi". Tek þó fram að um skammtímaráðningu yrði um að ræða, þar sem takmörk eru fyrir því hve mikið er hægt að spila á "endastöðina".

 Lýsi hér með eftir einföldum uppskriftum að kjarngóðum jólamat, sem ekki krefst mikils "solo tónleikahalds" á eftir. Skemmir ekki ef tekur skamman tíma að elda og er ekki svo dýrt í innkaupum. Ristað brauð og soðinn fiskur telst ekki með, því sökum hversdagsleika þessara tveggja rétta, getur hvorugur talist hátíðarmálsverður, nema ef vera skyldi að sá sem neyta eigi, hafi "spilað yfir sig" á reyktu kjöti, jólin á undan.   Smjúts á alla! og gleðilega rest. Guði sé lof að maður þarf ekki að éta flugelda. Það yrði nú meiri músikin, ja svona þannig lagað séð.


Gleðileg jól.

Óska öllum, bæði bloggvinum og öðrum, gleðilegrar hátíðar og þakka fyrir hressileg og oft á tíðum stórskemmtileg samskipti á blogginu og fleiri stöðum. Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur öllum sem einu og hlakka til að heyra frá ykkur eftir hátíðar og á næsta ári. Tuðarinn mun halda aftur af sér eftir fremsta megni yfir hátíðirnar og sennilega bara tuða með sjálfum sér næstu daga.  


Hringtorg og stefnuljós.

Hringtorg eru snjöll lausn og bráðnauðsynleg. Umferðin "flæðir" jafnt og þétt og yfirleitt er ekki löng bið eftir því að komast áfram leiðar sinnar. Þau draga einnig úr hraða á gatnamótunum, sem aftur eykur öryggi þeirra sem þar fara um. Sumir hafa tuðað og tuldrað yfir fjölda hringtorga víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu, en ekki skil ég þá gagnrýni. Það væri ljóta öngþveitið ef umferðarljós yrðu sett í stað allra hringtorganna.

Önnur bráðsnjöll uppfinning er stefnuljós. Já stefnuljós. Til að lesendur átti sig betur á þessu fyrirbæri vil ég stafa það hægt og með stórum stöfum til aðgreiningar frá öðrum texta í þessu tuði.: S T E F N U L J 'O S. Ég vona að þeir sem ekki hafa heyrt þetta fyrirbæri nefnt áður geri sér far um að kynna sér það nánar og það helst sem fyrst. Vanalega er stjórnbúnaði þessa merka fyrirbæris komið fyrir vinstra megin og framan við stýri bifreiða og er yfirleitt um litla stöng að ræða sem ýtt er annað hvort upp, ef beygja á til hægri, eða niður, ef beygja á til vinstri. Athöfn þessi krefst ekki mikils líkamlegs atgerfis og er í raun sáraeinföld og sársaukalaus, hverjum þeim sem NENNIR. Stefnuljós nýtast mjög vel í hringtorgum ef þau eru rétt notuð. Það vantar hins vegar mikið upp á þau séu notuð þar. Allt of margir nota stefnuljós bara alls ekki og halda ávallt að allir hinir séu alltaf með það á hreinu að þeir séu að fara til hægri eða vinstri eða bara beint áfram.

Ef einhver sem les þetta tuð telur sig þurfa  kennslu eða frekari fræðslu um notkun hringtorga og stefnuljósa, skal á það bent að ég verð á hringtorginu ofan við Olís í Mosfellsbæ milli klukkan 1730-1800 bæði í dag og á morgun á grárri Corollu og mun þar leika listir mínar í hringtorgaakstri. Ef einhver vill fá að sitja í nokkra hringi og fylgjast með snillingnum, er sá hinn sami beðinn um að standa við skiltið sem vísar til Lágafellskirkju og veifa þar rauðum klút. Aðgangur er ókeypis og öllum frjáls, sem hafa gilt ökuleyfi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband