60 mínútur, górillur og viðarkol.

Í kvöld var sýndur þáttur á Stöð 2 af "60 minutes". Yfirleitt góðir þættir (þó mér líki ekki Stöð 2 og þeirra endurtekningardagskra). Nóg tuð um það að sinni. Andy Rooney stendur þó alltaf fyrir sínu.

Í þessum þætti  af "60 minutes" var m.a. fjallað um górillur í Kongó og skelfileg örlög þeirra. Einnig var sagt frá þeim fáu dýrum sem þarna tóra enn. Athyglisverður punktur sem varðar drápin á þessum blessuðu skepnum, sem ALDREI hefur verið fram settur í umfjöllun um þetta mál, er sá um hvað málið snýst þegar kemur að innfæddum manneskjum sem þarna búa. VIÐARKOL!!!!!. Já VIÐARKOL!!!!!. Eitthvað til að elda matinn á! Mat, sem ekki vex á trjánum eða fæst keyptur í "Hagkaup þar sem íslendingum finnst skemmtilegast að versla" (Þó ég hafi aldrei verið spurður. Eitt kvikyndi var enn mælanlegt í könnunum á Íslandi, síðast þegar ég vissi,.)

Það er ömurlegt að horfa upp á jafn glæsilega dýrategund sem górillur verða nánast útdauðar vegna skorts að aðgengi að eldsneyti til matargerðar. Ameríkanarnir sem stjórna síðan górilluverndinni, sem "by the way make millions of dollars in donations from cocktail parties in Hollywood" hneykslast yfir og undir rassgatið á sjálfum sér á því að heimafólkið skuli ekki þyggja gaseldavélar til að elda matinn sinn á í staðinn fyrir að nota kol úr skóginum. GAS!!!! Hvern djöfulinn á fólk í afskekktum byggðum Kongó og Rúanda að gera við gaseldavélar?...Anyone? "Verndaraþjóðin" sem " by the way"drepur fleiri hvali en nokkur önnur, hefur hæstu glæpatíðni en nokkur önnur,  framleiðir meira af kolum en nokkur önnur, mengar meira en nokkur önnur, drepur í stríðum og með vopnasölu meira en nokkur önnur að bjóða þessu fólki gas til að elda við, sem þekkir ekkert annað en kol og hefur ekki efni á neinu öðru? Hvers vegna í áranum senda þeir þá ekki eitthvað af framleiðslunni af kolum til Kongó og Rúanda og sleppa því að hneykslast á górilludrápi?  Ekki hreyfðu þessir andskotans hræsnarar legg né lið þegar 800.000.- manneskjur voru felldar eins og flugur á þessu svæði hér um árið. Það tók ekki nema örfáar vikur. Hauslaus lík í öllum ám og jafnvel ekki hægt að aka um þjóðvegi landsins vegna hauslausra líkama."God bless America" Djöfullinn sjálfur hvað hægt er að vera hræsinn og það svona rétt fyrir jólin. Ekki það að eigi að skipta máli hvenær þessir hlutir eru ræddir, en maður verður alltaf eitthvað svo argur að horfa upp á þetta rugl. Hugsanagangi allt of margra í USA rétt lýst. Holdgervingar hræsninnar og sölumenn Rockefellerana sem auðgast á vopnasölu og öðru glingri, sem fáum gerir gott. "The true spirit of christmas"

Annars bara nokkuð sprækur, tuðarinn. Nýkominn heim úr ferð erlendis og detta inn í þetta í tívíinu held ég geri mig bara að "verdens meste tuder" er nálgast jólin. Mikið .....ll er hægt að hræsnast. Ég segi það satt. Svei mér ef ég tek mér ekki ættarnafnið TUDOR og býð rafgeymaframleiðandanum byrginn. Datt í hug að kvitta fyrir kvikyndið og tilkynna komuna til landsins með smá tuði. Guð eða aðrar vættir, gefi ykkur öllum gleðilega hátíð, nóg að borða og eitthvað til að elda á.Whistling

 


Landamæravarsla á heimsmælikvarða!

Útlendur brotamaður í komubanni rennur inn í landið eins og að drekka vatn og útlendur maður í farbanni, vegna alvarlegs sakamáls, fer úr landi jafn auðveldlega og að ferðast milli bæjarhluta. Þetta hlýtur að vera heimsins besta landamæraeftirlit hér á Íslandi, þar sem allt er best í heimi. Best í heimi fyrir glæpalýð, svo mikið er víst. Dómadags endemis della er þetta að verða allt saman. Hvað ætli verði næst? Ég bara spyr.
mbl.is Fór úr landi þrátt fyrir farbann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af bleikum lit og bláum.

Hvernig er þetta eiginlega með þessa blessuðu liti, bleikt og blátt? Stelpur í bleiku, strákar í bláu. Litir sem flestir, ef ekki allir, tengja kynjunum og hefur svo verið í langan tíma. "Afkynjun" í formi litleysis virðist hins vegar orðið einhverskonar "issue" í dag og jafnvel farið eyða tíma Alþingis í þessar "spekúlasjónir", auk þess sem málþófs og kjaftæðisrétturinn er talinn fótum troðinn með takmörkunum á ræðutíma. Þeir sem kvarta mest, eru að sjálfsögðu þeir sem bulla mest og málþæfast út yfir "endimörk alheimsins". Hvað vill þetta fólk eiginlega? Blanda saman bleiku og bláu? Skora á sem flesta að reyna það. Útkoman er hreint út sagt hroðaleg. Fáir listmálarar myndu að minnsta kosti vilja gera þann lit að meginþema sínu, er ég hræddur um. Blöndun þessara tveggja lita í einn, er einhver skítlegasta útkoma sem hægt er að hugsa sér, svona litalega séð, allavega. Síðan má lengi deila um það hvort skítabrúnt henti báðum kynjum og tryggi jafnrétti á einhvern hátt eða hvort taka eigi upp "ríkislit" sem væri því sem næst ósýnilegur, eða svo óeftirtektaverður að enginn sæi mun á karli eða konu, dreng eða stúlku. Með því móti væri tryggt að allir væru eins, alltaf. Nema náttúrulega þeir sem fyrirskipuðu ríkislitinn. Þeir yrðu að sjálfsögðu aðeins öðruvísi og pínulítið bleikir og bláir, eða jafnvel pínulítið vinstri grænir.

Var annars ekki verið að leggja eitthvað svona batterí niður, svona um og upp úr 1990, ha?

Bara spyr.Whistling


Svartur dagur.

Mér finnst sem hjarta mitt ætli út úr líkamshulstrinu, eftir atburði liðins dags. Hef eiginlega ekkert meira um það að segja. Votta öllum þeim sem eiga um sárt að binda samúð mína.  


Þórdís Tinna

Hún er skemmtileg, alltaf að hjálpa öðrum og sér það jákvæða við nánast allar kringumstæður.

Eins og flestir vita, á hún við alvarleg veikindi að stríða. 

Það þarf ekkert að kynna Þórdísi Tinnu, svo þekkt er hún orðin fyrir að vera hún sjálf.

Nú er rétti tíminn til að sýna Þórdísi Tinnu stuðning í verki. 

Sýnum samstöðu og styðjum við hana og dóttur hennar, Kolbrúnu Ragnheiði, svo þær geti notið hátíðanna, lausar við fjárhagsáhyggjur.  Þúsundkall eða Fimmþúsundkall..... allt hjálpar.

 

Bankareikningur

0140-05- 015735.     Kt.101268-4039

 

Ég skora á aðra bloggara að taka þátt og birta samskonar færslu á sinni síðu. 


Kynjafræða........? Úff!

Alls konar vangaveltur eiga sér nú stað um kynjafræði og hvernig best sé að gera okkur öll kynlaus, að því er mér virðist. Helst alls ekki að hafa möguleika á að sjá hvort "karlógeð" eða kona er á ferðinni. Gera alla eins og óaðgreinanlega. Hverskonar eiginlega della er þetta að verða? Jafnrétti kynjanna á fullan stuðning minn, bara svo það komi fram, en ég hef engan áhuga á því að allir verði eins og nánast kynlausir. Virðist vera eins og það sé vilji hörðustu feminista, sem sjá orðið ekkert annað en dauðan og djöfulinn, ef karlkvikyndi bregður einhversstaðar fyrir. Vissulega gengur of hægt á allt of mörgum sviðum að bæta rétt kvenna, um það held ég að flestir geti verið sammála, en málflutningur hörðustu feministanna er orðinn slíkur, að ég leyfi mér að efast um að það hjálpi til við að bæta hag kvenna. Umræðan um bleikt og blátt á fæðingarstofnunum er vissulega umhugsunarefni, en hvers vegna í fjáranum skreyta þá hörðustu feministavalkyrjurnar sig með bleika litnum á heimasíðum og annars staðar? Hvað eru þær að gefa í skyn með því? Veit ekki betur en foreldrar hafi enn rétt á að klæða börn sín fyrstu árin, eða á kannski að ríkisvæða það eftir feminiskum stöðlum og láta öll börn ganga í lit ríkisins eða þeim lit sem lögleiddur er? Hvaða litur hentar hverjum og hver er dómbær á það? Á kannski að litgreina ungviðið strax við fæðingu? Senda alla í litgreiningu eins og vinsælt var hér um árið. Fólki raðað niður í sumar, vetur, vor og haust. (Sjálfur var ég greindur sem einhversstaðar milli jóla og nýárs, en það er önnur saga.) Öll umræða er góð, en einhvernveginn hef ég það á tilfinningunni að nú sé komið aðeins yfir strikið á sumum sviðum í umræðunni um jafnrétti kynjanna og mál að snúa sér að málum sem skipta máli.     


Dásemdir einkavinavæðingarinnar.

Það vantar ekki gorgeirinn í þá frjálshyggjugutta og smjörgreiddu preláta sem fjargviðrast yfir því að ríkið skuli standa í rekstri á almennum neytendamarkaði. Ríkisrekstur sé af hinu illa hvernig sem á það sé litið og beri að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Alla vega þann hluta sem hægt er að græða á. Hitt megi ríki og sveitarfélög eiga, eins og t.a.m. þjónustu við aldraða, fatlaða og annað óarðbært lið sem ekkert gefur í aðra hönd. Helst á náttúrulega að koma arðvænlegum eignum og fyrirtækjum á vegum ríkisins og þar með almennings í landinu í hendur þeirra sem "kunna með að fara". Undarlegt annars, hve sá hópur sem fengið hefur megnið af ríkisfyrirtækjum á slikk er oft á einn eða annan hátt tengdur þeim sem falið er að tæta þessi fyrirtæki í sundur og selja. Allt í nafni frjálsrar samkeppni að sjálfsögðu og án efa til "góðs" fyrir hinn almenna neytanda. Hins sama almennings og sem átti sinn hlut í að byggja upp þessi fyrirtæki og naut þess á móti að ekki var okrað og svínað á sér. Frjáls samkeppni hlýtur að leiða til lægra verðs á öllum vörum og þjónustu, ekki satt? Þessu þvaðri þreytist frjálshyggju og einkavinavæðingarskríllinn aldrei á að hella yfir okkur.  Gott ef almenningur er ekki farinn að trúa þessu bévítans rugli að einhverju marki. Hver er svo afraksturinn af þessu öllu saman í dag? Velsæld í formi lægra verðs á vörum, þjónustu, húsnæði eða lánsfé? Bara spyr. Andskotans vitleysa sem þetta er að verða. Ég segi það nú bara. Farinn að hljóma eins og argasti sósíalisti en það verður bara að hafa það.


mbl.is Farsímaþjónusta dýrust á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frídagur Neytenda!

Er landinn gjörsamlega að missa sig? Er þetta ekki sama þjóðin og grætur undan okri og háum vöxtum? Þýðir sennilega ekkert að vera að tuða um það, en vil enn og aftur benda fólki á að á morgun er alþjóðlegur frídagur neytenda. Sennilega ekki tekinn mjög hátíðlega hér á landi ef marka má tölurnar úr Seðlabankanum, en hvet samt sem flesta til að athuga sinn gang, svona eins og einn dag, og versla ekki neitt.  
mbl.is Ekkert lát virðist á einkaneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KAUPA EKKERT Á MORGUN!

Frídagur neytenda er á morgun!!! Ég verð sennilega eins og maðurinn á horninu sem boðar heimsendi í gær. Ekki margir sem taka mark á svoleiðis kónum. Einhverskonar Don Kíkóti sem röflar, tuðar og agnúast út í allan andskotans bullesins þvargaðarvaðalinn sem á okkur bylur löngu fyrir jólin. Jólunum, sem í barnslegri einlægni var tilhlökkunarefni hér áður fyrr, er stútað af IKEA í október og restin gerð að bjánagangi af "Toys R Us" og fleirum í nóvember.

Fari þetta bévítans útlenska drasl beint á haugana.!

Það dóu "ekki" nema 10.000.- manns í síðasta fellibyl í Bangladesh.

 Toys R Us, Just For Kids, Leikbær, Hagkaup, Bónus, Nettó, Samkaup.

Hefur einhver annars hugleitt það,að á meðan á hverju augnablikki stendur, deyja 274 börn úr hungri?

"Gleðileg jól"


"KAUPTU EKKERT" Dagurinn-Frídagur neytenda.

"Vissuð þið af honum? Nei ekki ég heldur fyrr en um daginn að ég rakst á grein í Viðskiptablaðinu eftir Þuríði Hjartardóttur framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna. Í greininni fjallar hún um þennan skemmtilega dag, frídag neytenda sem haldinn er hátíðlegur víða um heim næsta laugardag. Það er reyndar misjafnt eftir löndum hvenær hann er haldinn en í Bandaríkjunum og Kanada er hann alltaf haldinn eftir þakkargjörðarhátíðina (23/11) en í Evrópu síðasta laugardag í nóvember (24/11).

Samkvæmt Þuríði var það fyrir 15 árum að aðgerðarsinnar í Kanada (Adbusters) kynntu fyrst Kauptu ekkert daginn í því skyni að mótmæla neyslu- og alþjóðavæðingunni. En allir geta tekið þátt og þurfa ekki að fara í mótmælagöngu til þess. Þáttakan er fólgin í því að eyða deginum án þess að eyða nokkrum peningum. Og til hvers í ósköpunum? Jú til þess að taka sér frí frá innkaupum einn dag og íhuga hvaða áhrif innkaup þeirra hafa á eigið líf og umhverfi. 

Sigríður."

ATH ! "Stal" þessari færslu af bloggsíðunni hjá Guttormi og vona ég eigi ekki málshöfðun yfir höfði mér fyrir verknaðinn. Hrikalega væri gaman að sjá tómar búðir einn dag á ári. Renna kannski hundrað kalli í dolluna hjá Hjálpræðishernum, en í lagi að fá sér ís.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband