21.11.2007 | 16:53
Bévítans auglýsingapésaflóð.
Hvernig er það eiginlega, er ekkert í lögum þessa lands sem hægt er að bera fyrir sig til að afþakka eða neita þessu hábölvaða, déskotans, árans auglýsingapésaflóði sem gubbast inn um lúguna hjá manni dag hvern? Þarf maður að leggja jarðsprengjur í innkeyrsluna eftir að moggaguttinn er farinn til að losna undan þessu? Djöfull sem þetta fer í pirrurnar á mér. Svo ef maður bregður sér af bæ í nokkra daga liggur við að það þurfi að fara á jeppanum gegnum útihurðina til að ryðja veginn inn í hús. Nokkra daga í burtu og 11 kíló af pappír í forstofunni, já 11 kíló, takk fyrir af auglýsingapésarusli, þar sem auglýst er akkúrat allt sem mig vantar ekki! Þetta er bara bilun! Ætli sé hægt að rukka þá sem troða þessu inn um lúguna hjá manni fyrir vinnuna sem það kostar að losa sig við þetta, ha? Meira að segja með Mogganum lauma þessir andskotar bæklingum og sneplum sem límdir eru á forsíðuna! Ekki nóg með að jólin valdi manni kvíða strax í október þegar IKEA heldur að við fíflin gætum kannski gleymt jólunum ef við erum ekki minnt á þau tímanlega. Ég skal aldrei inn í þá verslun stíga. Maður ræður ekki einu sinni hvaða hring maður labbar þar inni. Hlýtur að standa orðið "hálfviti" á enninu á okkur öllum. Ég segi það satt.
Jæja, ég ætla ekki að romsa eða tuða meira að sinni, en mátti til að kíkja hér aðeins inn og tilkynna að kvikyndið væri ennþá á lífi og ekki búinn að gleyma hvernig á að tuða. Jólin eftir mánuð og strax búinn að fá leið á þeim og fíflaganginum sem fylgir þeim. Mikið lifandis ógnar skelfing er þessi þjóð orðin biluð. Ég segi það nú bara og jamm og já.
8.11.2007 | 22:02
"Semi"-Bloggfrí
Farinn í "semi"-bloggfrí. Ferðalög, flutningar og vinna, vinna, vinna framundan. Hilsen til allra og gleðileg jól
Þoli annars illa þetta jólastand og fari IKEA bara norður og niður með sitt þjófstart. Tók úr mér allan vind og sannfærði mig enn einn ganginn um hve þessi blessaða þjóð er orðin snarrugluð í neysulfylleríinu sínu og veruleikafyrringunni. Þeir seldu leikföng fyrir 70 milljónir í Toys R Us fyrstu helgina! Næstir á eftir Hong Kong á heimsvísu. Þetta er bara bilun og ágætt að komast frá þessu dómadags rugli öllu saman. Gæti dottið inn annað veifið, ef kemst í tölvu, en þangað til ....SMJÚTS Á ALLA og gangi ykkur vel í "jólaklikkuninni".... Farinn.
3.11.2007 | 03:58
Dyrabjölluhnappur á milljón pund?
![]() |
Kæmi nakinn fram fyrir væna fjárhæð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.11.2007 | 03:16
Tíminn
Ég ætla að gerast svo grófur að stela frá Bratti, vini mínum, fallegri færslu.:
"Tíminn.
... nú er dimmt og hvasst úti... við sitjum inni í hlýjunni... og hlustum á hvernig rigningin lemur rúðurnar... við ráðum engu um það hvaðan og hvernig vindarnir blása... en við getum skýlt okkur fyrir þeim og kuldanum inni í hlýjum húsunum...
... við kveikjum á kertum og hugsum til þeirra sem eiga ekkert skjól... hugsum til þeirra sem líður ekki vel... hugsum hvað við erum smá og lítil í eilífðinni... og hve tíminn er dýrmætur...
.
.
Tíminn.
Hann vekur þig
að morgni
deplar auga
og svæfir þig um kvöld
Tíminn gamall og reyndur
en samt ungur sem barn
Það eina sem þú átt
Hann vekur þig að morgni
deplar auga
og svæfir þig um kvöld"
----------------------------------------
Það er dásamlegt að hitta menn eins og Bratt, þó ekki sé nema einu sinni á lífsleiðinni. Mikið er ég ríkur. Vonandi lukkast mér að hitta hann og "hin" aftur.
3.11.2007 | 00:02
Kalli Tomm leikurinn.
Tók áskorun. (Hvað er maður búinn að koma sér í)
Hef hugsað mér mann.
Stjórnmál og samfélag | Slóð | Facebook | Athugasemdir (120)
2.11.2007 | 14:42
Fjandans ruslpóstur!
30.10.2007 | 09:15
Hættiði nú alveg!
Stjörnuspá fyrir Steingeit í dag á MBL.:
"Sköpunarorkan flæðir! Þú átt þína Mary Poppins stund þar sem "matskeið af sykri" mun virkilega hjálpa "meðalinu niður". Þetta er rétti andinn!"
Var búinn að lofa sjálfum mér því að lesa ekki stjörnuspána fyrr en seint í kvöld en stalst eins og lítið barn í kökustamp, til að kíkja í morgun. Hvers á maður eiginlega að gjalda frá MBL, ha? Er þýðingartölva sem snarar erlendum stjörnuspám yfir á okkar ástkæra, eða hvaðan í ósköpunum kemur þetta eiginlega? Í gær var manni ráðlagt að kútveltast um allar trissur með egg í körfum, eins og nóg væri til og svo þetta í dag. Egg, sykur, Mary Poppins og "dash" af meðali komið og þriðjudagur ekki á enda runninn. Það verður dálagleg uppskriftin sem maður verður kominn með undir helgi. Kannski það verði bara bakað úr öllu saman? Hver veit. Heimta hveiti, lyftiduft, flórsykur og kakó í þær stjörnuspár sem eftir eru vikunnar fyrir steingeitur. Öðruvísi verður þetta aldrei almennileg baka og hætt við að endi í tómri steypu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.10.2007 | 15:55
Eggjahræra?
"Hættu að telja eggn(orðrétt) í körfunni þinni og pæla í hvaða egg ætti að flytja í aðra körfu. Hagaðu þér eins og ef þú vissir að til væru endalausar körfur og egg."
Ég veit eiginlega ekki hvað er til bragðs að taka, eftir að hafa lesið stjörnuspána mína í dag, sem sést hér að ofan. Þakka bara fyrir þegar dagur verður að kveldi kominn. Má teljast heppinn ef maður endar barasta ekki daginn samanvöðlaður ofan í körfu með ommelettu samkvæmt þessu. Hvaðan þessi spá er fengin, er ekki gott að segja og er að spá í að lesa hér eftir stjörnuspána bara á kvöldin, rétt áður en maður skríður í skúffuna. Maður brýtur andskotinn hafi það engin egg á því.
"Tuh", "Hagaðu þér eins og ef þú vissir að til væru endalausar körfur og egg."....ég skal barasta segjykkur það.
26.10.2007 | 14:40
Sænskar konur latar?
Um allan fjárann er nú hægt að krukkast með og skilgreina eins og það að eyða tíma í svona skýrslugerð. Hefur fólk ekkert annað merkilegra að gera, ha? Samkvæmt þessari skýrslu erum við karlmenn óalandi, óferjandi eyðslu og bruðlseggir og á stundum, að því er virðist, ógeðslegar mengunarpöddur sem ekkert eiga skilið nema skít og skömm. Við mengum of mikið, við borðum of mikið kjöt, borðum sennilega of mikið af öllu, ef því er að skipta. Fretum sennilega meira fyrir vikið, sem aftur mengar meira en hja konum og þannig mætti áfram telja einhverja tugi dálksentímetra í viðbót. Í skýrslunni kemur einnig fram að sænskir karlmenn aki um 75% af öllu því sem ekið er í Svíþjóð.
Ég dreg því þá einu ályktun af þessari skýrslu að sænskar konur séu latar að keyra. "Thats it"
![]() |
Karlar menga meira en konur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2007 | 10:34
Björgunarvesti í flugvélum-Fallhlífar í skip?

Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.10.2007 kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)