Oprah, The Secret og hin "Fimm Fræknu"!????

Tuðarinn tók sér mjög erfitt tak fyrr í kvöld og kvaldi sig í gegnum HEILAN þátt af Ópru. Já takk fyrir, "HEILAN ÞÁTT". "The Secret" var aðalefnið í þættinum.  "Seiðmögnuð" rödd Björgvins Halldórssonar búin að auglýsa þetta "Freak Show" dögum saman og sennilega "allir" klárir í byltingu, eða hvað?

Að loknu áhorfi situr Tuðarinn eftir með æluna í hálsinum og skilur ekki fólk sem BORGAR fyrir að hlusta á þessa bévítans dellu.

"HAFÐUÞAÐGOTTÞAÐSEMEFTIREFÞÚBARABORGARMÉRALLTÞITT" predikarar í Améríkunni samankomnir í einhverri aumkunnarverðasta sjónvarpsþætti "EVER"!

Segi bara eins og Megas.: Langar að æla!

Hvað er hægt að vera vitlaus?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG var svo heppin að slökkva á Tv þegar ég sá hvað var framundan. Er EKKI Opruh kona.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 01:40

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

í fúlustu alvöru Halldór.....ekki áttiru von á málefnalegum og eða vitrænum umræðum í bandarískum "talk-show" a´la Ophra......  

Fanney Björg Karlsdóttir, 31.1.2008 kl. 12:08

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Halldór Egill Guðnason, 31.1.2008 kl. 15:43

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hvað er hægt að vera vitlaus ?    Við verðum að finna svar við þessari spurningu.

Anna Einarsdóttir, 31.1.2008 kl. 18:11

5 identicon

Hvaða hvað. Oprah er ágæt...

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 19:09

6 identicon

úps... var ekki alveg búin.... ætlaði að bæta við:

prófið bara að horfa á þætti hjá sumum kollegum hennar vestanhafs sem er miklu miklu verri. Gleymi t.d. aldrei þættinum sem ég sá þar sem umræðuefnið var "mjóar konur sem eru hrifnar af feitum körlum". Á sviðunu sátu þrír feitir karlar (þá er ég að meina lágmark 200-300 kg) á sundskýlum og í fanginum á þeim örmjóar konur sem kysstu þá og kjössuðu...frekar súrrealískt... Svo ekki sé minnst á alla þættina þar sem fólki er sagt frá framhjáhaldi makans í beinni og önnur sambærileg lágkúra...

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 19:13

7 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Halldór, ég dáist af manni sem getur tiltölulega óbrjálaður horft á heilan þátt af Opra, og gert þetta ótilneyddur.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 31.1.2008 kl. 23:19

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þetta áhorf mitt var liður í tilraunaverkefni, sem ég er að taka þátt í. Mældur var blóðþrýstingur og púls meðan á þættinum stóð og er niðurstöðu að vænta með vorinu. Líðanin var skelfileg meðan á þessu stóð og var Tuðarinn alveg við það að brotna í sundur á tímabili. Amerískir spjall og fáránlekaþættir þykja mér einhver aumasta lágkúra sem fyrirfinnst og eyði ekki mínútu í að horfa á þessa slepju. Spurningunni um hvursu vitlaus sé hægt að vera, legg ég til að verði rædd á næsta aðalfundi SGON eða næsta rommykvöldi Tattoo klúbbsina.  

Halldór Egill Guðnason, 1.2.2008 kl. 09:08

9 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Kannski komin þarna fín keppnisgrein, og hægt að verðlauna þá sem lifa sýn heimskupör af, eða fyrir bestu tilþrifinn.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 1.2.2008 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband