Ég er Sjálfstæðismaður!

Ég er Sjálfstæðismaður. Mig vantar hins vegar eitthvað til að réttlæta það fyrir sjáfum mér, akkúrat- NÚNA-að ég geti talið sjáfan mig Sjáfstæðismann!. Einhver sem getur aðstoðað? Sum ráð vel þegin. Fer dulítið eftir því hve skynsamleg ég tel þau vera. Á maður ekki að teljast sjálfstæður annars, ha? Undarlegt annars hve skynsemi virðist litlu máli skipta þessa dagana. Búinn að fara á námskeið í Slysavarnaskóla Sjómanna, þannig að ég veit ansi margt um "undankomuleiðir", en vantar svona einhver praktísk ráð um það hvernig maður heldur "kúrsinum" sem fylgismaður ákveðinnar stefnu. Á maður að sveiflast með straumnum, eða standa og falla með hvaða fjandans vitleysu sem er, í nafni FLOKKSINS? Hvernig er það annars með þessa pólitíkusa og skilning þeirra á því hverjir réðu þá í vinnu? Fyrir hverja EIGA þeir að vinna?

Hver gerði Gerði grikk í sumar, hver gerði Gerði Bomsibomsiboms?...........ekki ég. (Fann ekki fjarstýringuna.) 

Einhver sem getur aðstoðað rekald, sem fátt skilur orðið, þegar kemur að "nútíma" pólitík, ha?Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég hef rosalega oft gefið sjálfstæðismönnum ráð en þeir fara aldrei eftir þeim, fyrir það fyrsta sagði ég t.d fyrir seinustu borgarstjórnarkosningar að þeir ættu EKKI að kjósa Dlistann í borginni en þá var mér svarað í hæðnistón "við ætlum að bjarga borginni góða mín, það mun koma svo mikill stöðugleiki og friður um allt ef við vinnum hana" - ég dró mig í hlé með ráðin og "voila" er friður og stöðugleiki þar núna??? humm ég vil að hægri menn sem eru ekkert undirgefnir lúðunum sem flokkurinn setur í framboð ættu hið snarasta að stofna almennilegan íhaldssaman hægriflokk, það er mjög líklegt að það fengi minn stuðning (en auðvitað verður ekki hlustað á mín alvitru ráð frekar en fyrri daginn )

halkatla, 15.2.2008 kl. 08:48

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

jú sko.....

.....þú getur hugsað sem svo.......hux.......

Nei sorrí - þú gætir tekið þig mig til fyrirmyndar og orðið pólitískt rekald!

Flóð - fjara - flóð - fjara - flóð - fjara - flóð.....

Farin undir rúm

Hrönn Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 08:50

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

sko..... líttu á stöðuna í Borginni í dag....segir allt sem segja þarf um sjálfstæðismenn.... I rest my case......

Fanney Björg Karlsdóttir, 15.2.2008 kl. 09:07

4 Smámynd: Brattur

... Halldór, fylgdu hjartanu... mundu það slær vinstra megin...

Brattur, 15.2.2008 kl. 09:36

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Halldór. 

Langflestir þroskast uppúr því að vera sjálfstæðismenn....þ.e. þeir sem hugsa á annað borð.  Mér segir svo hugur að þú sért að þroskast. 

Anna Einarsdóttir, 15.2.2008 kl. 12:29

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Við erum sjálfstæð í hugsun, sjálfstæð í ákvarðanatöku og sjálfstæðar mannverur.

Sjálfstæðisflokkurinn heitir þessu nafni, en ég veit varla afhverju, sennilega hefur hann sprottið út af sjálfstæðishreyfingunni og við vorum að brjótast undan Dönum.

Hugtakið sjálfstæði, er afar mikilvægt í okkar huga, og þessvegna hafa Íslendingar átt í einskonar trúnaðarsambandi við Sjálfstæðisflokkinn.

Mér hugnast hugtakið samfylking miklu betur, vegna þess að nú erum við frjáls þjóð í frjálsu landi.

En við þurfum að gæta okkar, Ef að græðgin og kapitalisminn, nær yfirhöndinni, þá getum við orðið, einskonar gíslar í eigin landi.

Fylkjum okkur saman um heiðarlegt fólk, útrýmum hverskonar óréttlæti, svo sem einkavinavæðingu, pólitískra stöðuveitinga, spillingu hverskonar, eins og skipun dómara eftir flokksskírteini, sölu á auðlindum þjóðarinnar og fl.

Halldór, ég er alltaf að skjóta mig í fótinn, enda draghölt.  Þú felur bara þetta leiðinda komment.

Til hamingju með bloggvininn okkar fimmtugan!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 15.2.2008 kl. 14:32

7 Smámynd: Guðrún Erla Sumarliðadóttir

Hvað kom þessari angist af stað ?  Þú verður að hugga þig við að þú ert allavega SJÁLFSTÆÐUR MAÐUR !!  

Guðrún Erla Sumarliðadóttir, 15.2.2008 kl. 14:39

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef nú staðið við þá sannfæringu mína til margra ára að kjósa sjálfstæðisflokkinn.  Þakka bara Guði fyrir að vera ekki borgarbúi í dag, þætti skelfilegt að horfa upp á þau ósköp sem þar eru í gangi og ekki er hægt að skrifa þau öll á sjálfstm. sumir fleiri hafa nú ekki verið að skora hátt. Sem betur fer eru ekki kosningar akkúrat núna, en í bæjarstjórnarmálum eru það málefnin ekki bara flokkurinn. Á engin ráð handa þér, en vonandi lagast staðan.  Góða helgi.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.2.2008 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband