27.3.2008 | 09:21
Valdhroki af verstu gerð!
![]() |
Ráðherra efast um hlutleysi umboðsmanns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.3.2008 | 21:49
Innanbúðarviðskipti?
Það er greinilegt að styttist í að gera upp fyrstu þrjá mánuði ársins hjá "viðskiptagúrúunum" í bankakerfinu. Það væri fróðlegt að fá upp á borðið hverjir eru að kaupa af hverjum og keyra verðið á fjármálastofnunum upp svona rétt fyrir mánaðarmótin. Ekki ósennilegt að þar séu handbendi eigenda og eigendur sjálfir að verki.Er ekki kominn tími til að flottræflarnir taki afleiðingum gjörða sinna, svo við sauðsvartur skríllinn sitjum ekki uppi með allan pakkann?
Til að kóróna svo delluna eru afdankaðir pólitíkusar í Seðlabankanum í einhverri annari vídd en flestir aðrir(enda vanir því eftir áralanga setu á Alþingi, sem tryggir þeim áhyggjulaust ævikvöld) og þurfa ALDREI að standa fyrir sínu. "Hækka bara stýrivexti" eða "gera ekki neitt" er mottó dagsins. Pétur Blöndal með yfirgreiddan skallan tuðar um gríðarlega eignamyndun almennings í húsnæði undanfarin ár. Á meðaljóninn þá bara að borða húsið sitt meðan allt hækkar og hækkar? Hækkun húsnæðisverðs nýtist eingöngu þeim sem eru að selja það og ætla sér ekki að kaupa annað. Aðrir húsnæðiseigendur súpa hins vegar seiðið af þessu óráðssukki öllu saman.
![]() |
Viðskipti með Glitni og Kaupþing fyrir 10 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2008 | 01:27
Titlar og lífskjör á Íslandi. Ingibjörg Sólrún/Bubbi Morthens.

![]() |
Ferðin árangursrík" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2008 | 00:57
Gleðilega páska.
Ekki kann ég að senda "fjölpóst" á bloggvini í athugasemdasysteminu, enda ótrúlega tregur þegar kemur að einhverju svona tæknilegu. Vil því á einfaldan hátt, óska öllum vinum, vandamönnum, bloggvinum og öðrum, gleðilegra páska. Vonast til að geta eytt þeim, þ.e. páskunum, sem víðast um hálendið og fáfarnar slóðir. Verst að vera búinn að bjóða öllu þessu fólki í mat á morgun..... Hei, gestir ef þið lesið þetta.....ekki vera fúlir, bara að að grínast.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.3.2008 | 15:00
Tveir dómar í sama landi!
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins árs fangelsi,
þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir hrottafengna árás og nauðgun
gagnvart unnustu sinni. Þá var hann dæmdur til að greiða henni rúmar
*sex hundruð þúsund *krónur í miskabætur.
Hæstiréttur hefur dæmt Hannes Hólmstein Gissurarson til að
greiða Auði Laxness, ekkju Halldórs Laxness, *eina milljón og fimm
hundruð þúsund* í fébætur fyrir brot á höfundarrétti í fyrsta bindi af
ævisögu Halldórs. Þá er Hannes Hólmsteinn dæmdur til að greiða 1,6
milljónir í málskostnað.
Hvor konan ætli hafi þjáðst meira, andlega og líkamlega?

17.3.2008 | 03:21
Ég fordæmi þennan fávitahátt!!!!!
"Erindum sinnt ef tími er til"
Lögreglan í Reykjavík hefur sett A4-blað við dyrasíma við dyrnar vestanmegin á lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem stendur: Hringið dyrasíma". Í staðinn fyrir sólarhringsopnun í móttöku sem áður var í lögreglustöðinni geta menn nú hringt bjöllunni ef þá vantar lögregluaðstoð.
Það hringir hér inni hjá okkur og við förum fram ef við heyrum í bjöllunni og höfum tíma til að sinna því. Það er ekki föst vakt á þessum dyrasíma," segir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík. Fólk kemur hingað til okkar allan sólarhringinn í alls kyns erindagjörðum. Við reynum að sinna því eins og hægt er," segir hann.
Fyrir sameiningu lögregluembættanna á höfuðborgarsvæðinu var sólarhringsopnun á þremur stöðum; í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík. Í Reykjavík var maður í afgreiðslunni og sinnti þeim sem komu að stöðinni eða vísaði þeim annað. Nú er þetta gjörbreytt í öllum sveitarfélögunum þremur. Varðstjórinn, sem alltaf var á vakt í Hafnarfirði, er nú farinn að vinna á bíl, í Kópavogi er lokað á kvöldin og í Reykjavík er sem sagt hægt að hringja á dyrabjöllunni. Þar er engin móttaka nema frá átta til fjögur alla virka daga.
Á virkum dögum verða menn að fara í aðalinnganginn í austurhluta hússins ef þá vantar lögregluaðstoð en eftir klukkan fjögur verða þeir að koma til okkar og hringja dyrasímanum sem er í anddyrinu," segir Gunnar. - ghs"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
14.3.2008 | 23:57
Bandið hans Bubba....?
Hef í gegnum tíðina haft ágætis ánægju af að hlusta á lögin hans Bubba. Horfði í fyrsta skipti í kvöld á þátt sem heitir Bandið hans Bubba. Nenni sennilega ekki að hlusta á Bubba framar. Þvílíkt argasens flopp sem þessi þáttarómynd er og Bubbi eins og einhverskonar gúrú eða í "Simon Caldwell gír". Ekki laust við að ég fengi steinsmugu af bévítans dellunni á skjánum. Er ekki nóg að þurfa að borga, hvort sem manni líkar betur eða verr fyrir RÚV, en eiga svo sjálfviljugur að borga fyrir svona dellu líka?Öll mánudagskvöld undirlögð í amerískri idoldrullu og þurfa svo að horfa upp á þetta á föstudögum sem " Made in Iceland"
Segi upp stöð tvö á morgun.
12.3.2008 | 22:31
Gamli Staði Gráni.
Þá höfum við það. Það þykir ekkert tiltökumál að ráðast á lögreglumenn að störfum. 60 dagar upp á vatn og brauð, ef hann fer í grjótið. Í þessu tilfelli hefði ruddinn þó hærri laun þessa 60 daga við hegningarvinnu, en hann hefði að öllu jöfnu í heimalandi sínu fyrir venjulega vinnu. Er nema von að þetta hyski flykkist til landsins. Stjórnmálamenn, dómskerfið og sífelldur niðurskurður og grandaleysi er að gera land okkar að einhverju eftirsóttasta glæpaskeri í gervallri Evrópu. Það sem kannski hefur ekki komið mikið til tals í þessari umræðu er það að ALLIR þessir ruddar eiga sakaferil í heimalandinu Litháen en eru hér á landi samt sem áður! Undirstrikar enn og aftur aumingjahátt yfirvalda undanfarin "gósenár". Ætla ekki að úthrópa þennan dóm, en finnst hann óneitanlega undarlegur. Ef ég er barinn í buff og get ekki séð framan í gerandann, en allt bendir til að hann hafi framið verknaðinn og vitni til staðar, er tómt mál að tala um að kæra og fá hann sakfelldan. Er það ekki einmitt "the bottom line" í þessu máli? Brotamaðurinn nýtur alltaf vafans, samanber harmleikinn í Keflavík fyrir síðustu jól. Brotamaður er brotamaður hvaðan svo sem úr heiminum hann kemur. Saklaus uns sekt er sönnuð er að sjálfsögðu undirstaðan í réttarkerfinu, en óneitanlega veltir maður því fyrir sér hvort það ætti í einhverjum tilfellum að vera á hinn veginn. Vonandi að svo verði þó aldrei, en til þess þurfa dómstólar líka að rífa sig upp á rassgatinu og fara að dæma eins og lagaramminn gefur þeim vald til.
Dómskerfið er svifaseint og lúið og lúrir aftur í fornöld, meðan heimurinn breytist. Stjórmálamenn sjá ekki hvað er að gerast, enda gulltryggðir í vinnu 4 ár í senn og á eftirlaunum sem þeir ættu að skammast sín fyrir. Eftirlaunin sennilega ein af meginástæðum þessa doða sem virðist hafa heltekið flestalla pólitíkusa á Íslandi í dag. Staurblindar kerfistruntur sem eru staðari en Gráni gamli sem ég átti eitt sinn. Vék aldrei af stalli og bæði meig, skeit, át og að lokum drapst í sömu stíunni, eftir að hann var tekinn á hús.
Er nema von að maður tuði.
![]() |
Einn dæmdur og tveir sýknaðir af ákæru fyrir árás á lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.3.2008 kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.3.2008 | 23:23
Fjárveitingavald á launaskrá glæpalýðs?
Niðurskurður á útgjöldum til lögreglu að undanförnu hefur gert það að verkum að maður fer að leyfa sér að efast um heilindi pólitíkusana sem þessum málaflokki stjórna. Er ástand þessara mála þannig í dag að það sé við hæfi að skera niður fjárveitingar til varnar auknum eiturlyfjainnflutningi og annari vá er að okkur steðjar? Eiga steingeldar fjárhagsáætlanir ríkiskarla, sem enga viðmiðun virðast hafa við raunveruleikann, að gera það að verkum að hér opnist hver gáttin á fætur annari til aukinna glæpa og ofbeldisverka? Hver borgar þessu raunveruleikafyrrta fólki eiginlega laun? Eru rekstraráætlanaráðgjafar ríkisins á einhverjum vafasömum lyfjum? Raunhæfar rekstraráætlanir virðast vera "tabú" í ríkisrekstrinum og það er með hreinum ólíkindum að Björn Bjarnarson og fleiri skuli telja það eðlilegt að með stórauknum fjölda innflytjenda, fleiri ferðamönnum auk meiri ferðalaga okkar sjálfra, sé hægt að skera niður allt sem að eftirliti og löggæslu lýtur. Í hvaða veröld lifir þetta pólitíska "utanþjóðfélags" fólk eiginlega? Er nema von að maður láti sér detta aðra eins dellu í hug og þá, að þeir sem svona haga sér, séu á launaskrá vafasamra aðila?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.3.2008 kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.3.2008 | 23:37
"Magnað" Kastljós.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.3.2008 kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)