Valdhroki af verstu gerð!

Hversu langt geta ráðamenn þjóðarinnar leyft sér að ganga í valdhroka og fyrirlitningu á eigin vinnustað og atvinnurekendum sínum(þjóðinni) áður en eitthvað lætur undan? Það er ekkert minna en þjóðarskömm, þegar ráðherrar eru farnir að haga sér svona eins og Árni Matt. Hroki Árna í garð umboðsmanns Alþingis er með þvílíkum ólíkindum að sennilega eru fá ef nokkur dæmi um svona lagað fyrr. Varla að furða lengur, þó ráðamenn hagi sér eins og örgustu durtar. Þeir komast jú endalaust upp með það. Ef embætti Umboðsmanns Alþingis er nú orðið að einhverskonar marklausu, einskisverðu, ómarktæku fyrirbæri, sem ráðherrar og aðrir þingmenn geta bara tuskað til og tætt í sig, líki þeim ekki vinnubrögðin, er illa komið. Sjálfstæðisflokknum veitir ekki af að fara að spýta aðeins í lófana og gera eitthvað í því að siða til þingmenn, ráðherra og borgarfulltrúa og kynna betur fyrir þeim mannleg samskipti og vinnubrögð í anda lýðræðis, en ekki eiginpotsstefnu, hroka og einkavinavæðingar, eins og verið hefur allt of lengi. Hvar maður setur x-ið í næstu kosningum verður sífellt erfiðara að ákveða. Hvar maður setur það EKKI, virðist hins vegar nokkuð ljóst, ef engin breyting verður á framferði ráðamanna í Sjálfstæðisflokknum. 
mbl.is Ráðherra efast um hlutleysi umboðsmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 27.3.2008 kl. 09:31

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Alveg sammála. Menn treysta á skammtímaminni kjósenda. Þegar líður að kosningum lætur almenningur sleikja sig upp, trúir kosningaloforðum og kýs svo "rétt".

Marta B Helgadóttir, 27.3.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband