14.10.2009 | 01:43
Niðurlæging í útlöndum.
Tuðarinn er nýkominn aftur til landsins eftir hátt í sjötíu daga fjarveru á hjara veraldar. Ferðalagið heim var bæði langt og strangt. Eftir tæplega fimmtán tíma flug frá Buenos Aires til London, var kvikyndið tekið í "Rutine Check" af yfirvöldum á ömurlegasta flugvelli veraldar, Heathrow. Niðurlægingin og skömmin sem ég mátti þola var slík að það var varla orðinn einn einasti fersentímeter á kroppnum, sem ekki bogaði af sviti. Var "pikkaður" úr röðinni eftir vegabréfaeftirlitið og látinn setja töskurnar á langt spegilgljáandi ryðfrítt stálborð og látinn opna þar handtöskuna, auk þess sem embættismaður hennar hátignar skar með hníf plastfilmuna utan af stærri töskunni, svo hægt væri að opna hana. Töskuna nota ég sennilega ekki aftur, þar sem hnífsegg embættismannsins risti hana svo illa. Ekki var farið afsíðis með mig, heldur fór þetta allt saman fram fyrir framan farþega sem gengu hjá í hópum og hafa sennilega álitið mig stórhættulegan terrorista sem verið væri að taka á teppið. Hver einasta spjör rifin upp úr töskunum, bæði skítugar og hreinar, auk þess sem breitt var úr skjölum og pappírum eftir endilöngu borðinu. Þar lágu áður en yfir lauk, trúnaðarskjöl og skýrslur innan um skítugar nærbuxur og illa lyktandi sokka. Embættismaðurinn lét sem hann hefði handsamað Osama Bin Laden og bókstaflega tætti í sig farangurinn, auk þess sem hann kallaði til fíkniefnahundaliðið og lét fartölvuna á gólfið með tómri handtöskunni svo hundurinn gæti þefað af herlegheitunum. Meðan á þessu gekk, gengu farþega framhjá okkur sem "eftirlitsmaðurinn" rak áfram með hrópum og köllum eins og algera vanvita. Hvað gerir maður annars þegar framan við mann liggur fartölva og ferðataska, annað en að hægja á sér og kanna málið? Skoða illmennið sem verið er að "bösta" og renna augunum yfir farangur hans sem ligggur eins og nýlistarverk eftir endilöngu spegilfægðu stálborðinu? Eftir því sem betur varð ljóst að saklaus sál ofan af Íslandi, hafði ekkert vafasamt meðferðis, var eins og embættismaðurinn gerðist enn staðráðnari í að auka á niðurlæginguna. Háværar spurningar um allt og ekkert og alls kyns bendingar og líkamstjáning þessa valdsins manns urðu á köflum slíkar, að Tuðarinn beið bara eftir því að verða járnaður af sérsveitarmönnum og snúinn í gólfið. Það gerðist þó ekki og hraðar en maður hnerrar, var sagt "you can go" og eftir stóð ég eins og ég veit ekki hvað við borðið, með allan farangurinn og mátti gjöra svo vel að pakka honum einn og í smærri hópum. Leið eins og ég hefði orðið fyrir eldingu. Sópaði saman spjörunum og ætlaði að moka þeim í töskurnar, en þá voru þær allt í einu ekki nógu stórar, altso töskurnar. Mundi þá að þegar ég pakkaði, var hver einasti ferrúmsentímeter þaulskipulagður og öllu raðað í röð og reglu. Fékk skyndilega nóg, henti því sem ekki var talið bráðnauðsynlegt í ruslatunnu, lokaði töskunum, raðaði þeim saman og hélt áfram í sam"floti" með þeim sem runnu framhjá. Gekk gegnum hurð og fram í stóran sal, leitaði að auðu sæti, settist og reyndi að byrgja inni öskrið. Það tókst og eftir klukkustundar"afslöppun" hélt ég áfram göngu minni um þennan ömurelgasta fluvöll veraldar. Þessi andskoti hlýtur að hafa átt reikning hjá ICESAVE hugsaði ég og komst að þeirri niðurstöðu að niðurlæging mín væri sennilega tveimur "Úlfum" að kenna, ásamt fólki af svipuðu kaliberi. Andskotinn bara að þurfa að vera íslendingur þessa dagana og ferðast um heiminn.
11.10.2009 | 18:25
Súpuþjófsdómsviðmið?
![]() |
Fyrstur til að fá stöðu grunaðs manns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2009 | 16:15
ÞJÓÐSTJÓRN STRAX!
Óskundinn og ruglið sem þessi ríkisstjórn hefur áorkað, á ekki lengri tíma en raun ber vitni, er með hreinum ólíkindum. Yfirlýsing um byggingu nýs Landspítala sem hluta af endurreisn atvinnu og efnahagslífssins á Íslandi, toppar síðan déskotans delluna alla saman og sýnir svo ekki verður um villst að hér stjórnar algerlega óhæft fólk ríkisbúskapnum og endurreisninni, sem nú er nauðsynleg. Varla við öðru að búast af fólki sem í fárviðri efnahagskreppunnar sáu þau verkefni mikilvægust, fyrir utan náttúrulega að halda völdum, að almenningur greiddi fyrir fjárglæfra örfárra þjóðfélagsnýðinga og síðan að moka okkur með góðu eða illu í Brusselflórinn og afsala okkur sjálfráðaréttinum í okkar eigin málum. Þjóðin er orðin svo blönk að það er varla gert ráð fyrir því í fjárlögum lengur að fólk veikist, slasist, fatlist eldist og já bara jafnvel fæðist lengur, hvað þá að hægt sé að halda uppi lágmarks þjónustu í heilbrigðisgeiranum. Hvurn fjandann á þá eiginlega að gera við nýtt sjúkrahús? Veruleikafyrring Jóku og kúvendingsins úr Þistilfirðinum virðist alger orðin og hafi einhverntíma verið gjá milli þings og þjóðar, þá er það nú um stundir. ÞJÓÐSTJÓRN STRAX! ÞJÓÐSTJÓRN STRAX!
![]() |
Nýr Landspítali mun rísa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.9.2009 | 09:52
Undarlegur andskoti!
![]() |
Skulda Straumi rúma 9 milljarða króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2009 | 19:59
Á "Ölþingi" Íslands.
26.8.2009 | 19:11
Skjaldborgarbrandarinn.
![]() |
ASÍ: Bregðast þarf við vanda heimilanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2009 | 18:51
Bónus fyrir líkið?
![]() |
Stjórnendur vilja milljarða í bónus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2009 | 12:56
Vorið, Icesave og Edgardo.
Það er farið að vora hér hinum megin á hnettinum. Reyndar var suðvestan stormur, snjókoma og tveggja stiga frost í síðustu viku, en frá því um helgi hefur ekki gert eitt einasta stórviðri og það sem meira er, veðrið er barasta búið að vera mjög gott, fyrir utan smá hlýjindaskot af norðaustri í gær, með 30 metrum á sekúndu um tíma, en það telst nú bara frískur andvari hér um slóðir, þar sem hægt er með góðu að segja, að sé eitthvert hið mesta veðravíti á jörðinni. Norðlægar áttir færa okkur hlýjindi, enda Tuðarinn staddur langleiðina suður undir Suðurskauti á ný. Einungis eru um sex hundruð sjómílur í nyrsta odda Antarcticu, þaðan sem við erum staddir núna við veiðar. Búnir að fara að Cape Horn, en komnir aftur austur um og erum nú um 350 sjómílur suðsuðvestur úr Malvinas Eyjum( Nefni þær aldrei enska nafninu, enda eiga bretaskrattarnir ekkert með það, að eigna sér eyjar og sker tvist og bast um heiminn). Fyrstu dagar veiðiferðarinnar voru býsna spennandi, meðan þess var gætt hvort einhver af tæplega áttatíu manna áhöfn, hefði laumað með sér svínaflensu. Nú er ljóst að svo var ekki og skipið því sóttfrítt með öllu, af svínaflensu í það minnsta. Það verður að teljast býsna gott, því hér um borð eru allra þjóða kvikyndi og stórvinur minn, Edgardo annar stýrimaður, sem tekið hefur hverja einustu pest sem frést hefur af, nema svínaflensu. Þar setur þessi öðlingur strikið. Þar fer maður með mikið sjálfsrespekt sem leggur ekki nafn sitt við svín, jafnvel þó um flensu sé að ræða. Undanfarna daga hefur talsverður tími farið í að útskýra fyrir Edgardo allt þetta brambolt heima á Íslandi varðandi Icesave og verður að segjast eins og er, að það er ekki létt verk að koma honum í skilning um þetta hörmulega mál. Reyndar er manngreyið alveg hreint gáttað á svo mörgu heima á Íslandi, að það væri efni í heila bók að segja frá því og þá ekki síst lausnunum sem hann á við öllum heimsins vandamálum, Íslenskum meðtöldum. Reyndar varð hann algerlega kjaftstopp þegar Tuðarinn reyndi að útskýra fyrir honum að nú stæði jafnvel til að verkalýðsfélög á Íslandi færu að niðurgreiða stólpípumeðferðir félagsmanna í þar til gerðum afeitrunarbúðum og held svei mér að hann eigi enn talsvert í land með að skilja hvaða endemis rugl ég var að segja honum, en það er nú önnur saga. Þessa stundina er það Icesave.: Master Dori. Jú sei ðis is killing jor ekonomí? Jes Edgardo bíkos of Æseif, ðe ekonomí and oll ðe banks are kaput. Master Dori. Æ dónt önderstend. Æ seif tú, böt mæ bank is still ókei. Há kan ðis happen? Did jú seif tú muts? Það eru langir dagar framundan og mikið spjall í vændum. Það er nokkuð ljóst.
Bestu kveðjur að sunnan.
7.8.2009 | 10:13
Samhengi hlutanna.
Allur íslenski fiskveiðiflotinn aflaði tæpra einna komma þriggja milljóna tonna í fyrra. Afraksturinn í krónum talið níutíu og níu milljarðar. Þegar þessar tölur eru settar í samhengi við þær tölur sem bylja á þjóðinni dag hvern, varðandi bankahrun og viðbjóðslega landráðagjörninga, er varla hægt annað en að doka aðeins við. Hér er nefnilega komin ágætis viðmiðunartala fyrir almenning, til að vega og meta gengdarlaust græðgis og eyðslubrjálæði örfárra einstaklinga sem sannanlega eiga hvað mestan þátt í að knésetja hagkerfi þjóðarinnar og samlanda sína um leið. Níutíu og níu milljarðar króna hljóma nánast eins og skiptimynt ef borið er saman við kröfur í banka og alls kyns þrotabú útrásar"sýkinganna" sem nú eru hvert af öðru ýmist komin í þrot, eða á góðri leið með það. Tæpir eitt hundrað milljarðar góðir landsmenn, er afrakstur alls íslenska flotans á einu ári. Næst þegar milljarða, trilljarða, skrilljarða upphæðir verða nefndar, varðandi hrunið á Íslandi, er ekki úr vegi að hafa þetta hugfast.
Kveðja frá Argentínu.
![]() |
Aflaverðmæti nam 99 milljörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2009 | 00:52
Heimskuleg umfjöllun.
![]() |
Spurt um jarðskjálftaspádóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |