22.7.2018 | 01:43
Upptekinn malbikunarkarl, sem tekur illa eftir, nema eftirá.
Jón Þór þingmaður pírata má ekkert vera að þessu þingmannsbrölti. Hann tekur illa eftir, skilur fátt og virðist vera algerlega úti á túni, nema rétt áður en honum er bent á af öðrum að forseti danska þingsins sé hugsanlega á annari skoðun en hann, í malbiksmekki sínum.
Þvílíkur rugludallur, verð ég að segja. Þarna fer maður sem aðhyllist anarkisma og óreiðu, í nafni opinnar umræðu og gegnsæis. Tekur sjaldnast eftir neinu fyrr en daginn áður og hefur þá upp raust sína. Klæðist eins og niðursetningur á Alþingi. Gasprar, gargar og djöflast, þegar hann telur sig hafa fundið andskotann, en heldur sér til hlés þess á milli og leggur nákvæmlega ekkert uppbyggilegt til málanna. Ekki nokkurn skapaðan hlut, frekar en aðrir píratar. Allt þeirra tal, eða öllu heldur hjal, snýst eilíflega í neikvæða umræðu og skítkast, enda það auðveldast pólitískum amlóðum og hálfdrættingum sem vita engan málstað sinn, annan en sjúttírarírei, sjúttírarírei....
Hvað hefur þessi maður lagt fram á Alþingi, þjóð sinni til heilla, annað ern druslulegan klæðaburð, gaspur og skítkast?
Spyr sá sem ekkert veit, með ósk um góðar stundir og kveðju að sunnan.
![]() |
Koma þingforsetans rædd fyrir ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.7.2018 | 03:26
Ef hundur gengur yfir tún.
Norðmenn og svíar brenna og sólin steikir þá í döðlur. Kveikir í skógum þeirra og veldur grasleysi og niðurskurði í búfjárstofni, reddist ekki gras frá Íslandi að hluta. Eflaust geta þeir fengið hey, framleitt í Kína eða Sómalíu, en það er alls ekki málið.
Við á suðvesturhorninu teljum okkur nánast drukknuð í rigningu, en hér sprettur gróður sem aldrei fyrr. Kvörtum og kveinum yfir vatninu sem svo náðarsamlega er dritað yfir okkur. Ísland er sennilega eina land í gervallri veröld að kvarta yfir of miklu vatni.
Snúið nú nösum ykkar landar góðir til himins og beyðist þess frekar að ofankoman haldi áfram, en fyrir hana taki. Hvergi á jarðkringlunni er regni og sól betur dreyft, en á Íslandi. Það er algerlega 50/50. Svo má að sjálfsögðu líka láta það fara í taugarnar á sér.
Ef þú ert ekki sáttur við úrkomu eða sól, er ekkert mál að sippa sér um borð í farartæki, leigt eða þitt, drífa sig á æskilegt veðursvæði og njóta. Enginn kemur í veg fyrir það.
Ísland er gott land, sama á hvaða helmingi, kvartel eða einum áttunda þú býrð á, Íslendingur góður.
Aðalatriðið er að hætta að röfla um regn, eða sól.
Já, sem kemur mér aftur á jörðina. Samkvæmt norskum reglum, má ekki einu sinni hundur hafa gengið yfir engi það sem sláttan utanflutt skal veitast til Noregshaga. Hræddur um að bústofn hverfi í Noregi þetta haustið. Gott ef þeir þurfi ekki að senda hundana sína í kebab, ef fylgja á reglugerðum.
Er gras ekki bara gras, hey bara hey, eða þarf eilíflega að fylgja reglugerð með?
Helvítið hann Snati að hafa vappað yfir túnið.
"The sale is off"
Spyr sá sem ekkert veit.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Leita allra leiða vegna skorts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2018 | 02:49
Nei, alþýða Íslands greiddi reikninginn.
Boðsgestir fáránleikans á Þingvöllum dvöldu hér á landi í boði alþýðu Íslands, ekki Alþingis. Hvenær ætla alþingismenn að skilja það? Alþingi er Okkar! Við eigum ykkur, en ekki öfugt!
Sjónarspilið á Þingvöllum þann 18. júlí er einhver mesta hneysa sem um getur í lýðveldissögunni. Dómgreindarleysið algert og til þess eins fallið að espa upp leiðindi og skítkast í samfélaginu. Svei ykkur sem mættu, svei ríkisstjórn Íslands. Svei afturendanum á kerlingunni sem yfirgaf samkomuna. Svei ykkur ÖLLUM.
Ekki nema von að Þistilfjarðarkúvendingurinn stæði fremstur í því að verja þessa ósvinnu. Hafandi þegið dreifbýlisstyrkinn sinn í hartnær fjóra áratugi, staðsettur í Breiðholtinu.
Já, meira að segja kommar seilast lengst í eiginhagsmunapotinu, ekki síður er sjallar, kratar og frammarar, að ekki sé nú talað um vireisnarðviðbjóðinn, eða pírata ekki neitt eða hvað sem er flokkinn.
Þokkaleg samkunda, eða hitt þó heldur.
Og nú er komið verkfall á fæðingar.
Til Hamingju Ísland. Hundrað ára fullveldið fullkomnað.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.7.2018 | 02:05
Meðaltalið.
"Miðað við sama tíma" er ekki gott viðmið. Sérstaklega ekki í glæpum. Íslensk stjórnvöld virðast ekki skilja mikilvægi þess að efla löggæslu og veita nægilegum fjármunum til hennar. Á tímum gengdarlauss innflutnings væntanlegra þjóðfélagsóberma og níðinga, auk sívaxandi fjölda túrhesta, situr ríkisvaldið hjá eins og auli, eða hjálmbergþóruson í bílaumferð og neitar að horfast í augu við staðreyndir.
Löggæslan á Íslandi eru undirmönnuð. Staðreynd sem blasað hefur við árum saman. Það vita allir, að því er virðist, aðrir en þeir sem falið er vald yfir löggæslunni. Pólitískir amlóðar í sveita síns eiginhagsmunapots sjá hvorki hættur né þann skaða, sem aðgerðarleysi þeirra veldur.
Tek ofan fyrir þeim sem enn sinna skyldum sínum innan Lögreglunnar, eins undirmönnuð og hún er. Undarlegur andskoti að nokkur einasta manneskja skuli fást til starfans, miðað við skítkastið sem stéttin fær yfir sig, með reglulegu millibili. Jafnvel frá sínum nánustu.
Nægir þar að nefna fáránleikann um haustið 2008, þega ótrúlegur fjöldi fávita taldi sig eiga eitthvað sökótt við löggæsluna í landinu og lét höggin bylja á lögreglumönnum, í stað stjórnmálamanna, sem áttu að minnsta kosti skilið eins og svo mikið sem eitt vandarhögg fyrir glópsku sína og það opinberlega.
Sem betur fer hefur tuðarinn ekki oft þurft að leita á náðir Lögreglunnar, en í þau fáu skipti hafa þau samskipti verið góð, fyrir utan æskubrek fyrir áratugum, þar sem mér fannst ég órétti beittur, enda rétt nýkynþroska og taldi mig geta sigrað heiminn, sem aldrei vannst.
Áfram Lögreglan! Stend með ykkur öllum stundum.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Metmánuður í fíkniefnaakstri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.7.2018 | 00:57
Sýn þeirra "rétthugsandi og góðu".
Alveg er það makalaust, hve "rétttrúnaðarliðið" kemst upp með að uppnefna þá sem eru á öndverðri skoðun við sig. Fasistar, rasistar, nasistar, kynþáttahatarar og ég veit ekki hvað, kemst þetta sjálfumglaða lið upp með að nefna þá sem ekki deila sömu skoðun og það.
Stór hluti þessa fólks hefur lifibrauð sitt af því að þiggja laun úr hendi hins opinbera, það er alþýðu Íslands. Alþýðu sem, sem betur fer, hefur ýmsar skoðanir og sýn á líið. Alþýðu sem ætti að geta rökrætt um hin ýmsu mál án illinda, þá fólk er ekki sammála, án þess að uppnefna hvort annað. Upp er risin stétt einskisframleiðandi meðlagsþyggjenda af menntaelítustofni sem telur að hún geti hraunað, valtað og svívirt þá sem ekki hafa sömu skoðun að hún.
Aldrei hefur tuðarinn heyrt nafn þessarar konu svo mikið sem nefnt, en það er enginn mælikvarði, enda tuðarinn ekki langskólagenginn, menningarsinnaður eða hallur undir kjaftæði dusilmenna. Enn síður handhafi eins einasta opnbera "tékka", sér til viðurværis hingað til.
Sem algert ekkert, skil ég ekki hvers vegna það sé forsíðufrétt, þó einhver kerling skili orðu. Hún hefði átt að athuga sinn gang, áður en hún tók við henni. Liggur á henni í tvö ár en grípur tækifærið núna að skila henni? Sennilega farin að óttast um að gleymast og vantar athygli. "P. R. Stunt"
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Skilar fálkaorðunni vegna Kjærsgaard |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.7.2018 | 00:45
Tvö hundruð og fimmtán þúsund krónur á hverja ljósmóður.
Er sú upphæð sem að ofan er nefnd, sem sennilega á að vera eingreiðsla, það eina sem út af stendur í þessu karpi?. Ef lesið er milli línanna virðist svo vera, svo samningar náist. Gott og vel.
Ef farið er bil beggja og eingreiðslan samþykkt, af hálfu ríkisins, með því skylyrði að gerðardómur, skipaður fimm, en ekki þremur, skeri úr um sanngjarna launahækkun til handa ljósmæðra, hvað er þá vandamálið?.
Fimm manna gerðardómur, helst skipaður einhverjum þeirra sem hækkuðu laun þingmanna og annara opinberra starfsmanna um helling ætti ekki að vera í neinum vandræðum með að finna kostakjör til handa ljósmæðrum. Undarlegt að forystusveit ljósmæðra skuli hafna þessu. Getur verið að hún sé á leið út í skurð í heift sinni gegn viðsemjanda sínum?.
Hefur einhver annars heyrt röflað yfir niðurstöðu kjaradóms, aðrir en þeir sem ekki nutu? Jú einhverjir píratar, en mjög margir vita að ekkert er að marka þá, enda píratar búnir að eyða hækkuninni nú þegar og ekkert að marka, frekar en afturendann á ónefndri samfylkingarkonu á Þingvöllum þann átjánda júlí.
Það versta við svona karp, fyrir utan óþægindin öll sem verðandi og nýbakaðir foreldrar verða fyrir er það, að fæstir vita allar staðreyndir um kröfur og mótkröfur. Fjölmiðlar flytja ekki lengur fréttir, enda orðnir sorphaugur fréttatilkynninga eða hagsmuna eigenda sinna og því erfitt að átta sig á neinu á hlutlausan hátt lengur, fyrir meðaljóninn og gunnuna.
Skil ekki að ekki skuli semjast.
Hefði fáránlegri skrautsýningunni á Þingvöllum þann átjánda júlí verið sleppt og samkundan haldin í Alþingishúsinu, hefði mátt redda þessari deilu með því sem þar hefði sparast úr ríkiskassanum. Sjælfstæðum Íslendingum var meinaður aðgangur að Almannagjá þennan dag og skildu þar með fullkomlega vel að þeir voru ekki velkomnir, enda afgangsstærð í valdabrölti elítunnar. Því mætti nánast enginn og er það vel, miðað við "höfðatölu". Vonandi, en þó ósennilega, skildu þingpallar sneiðina. Þar mun "égið" áfram ríða röftum, sem fyrr, því miður.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Gerðardómur eins og happadrættismiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2018 | 02:42
Eftiráviska.
Ósennilegt hlýtur það að teljast, að dagskrá þessa færanlega (fáránlega) og kostnaðarsama þingfundar hafi verið skipulögð, eða kynnt fyrir þingheimi í gær. Popúlistakjaftæði hefur náð nýjum hæðum í hérlendri pólitík og fávísir fjölmiðlaamlóðar reka með straumnum eins og hver önnur dauðyfli, salernispappír eða plastúrgangur. "Vissu ekki hver hún var" er helsta haldreypi píratakjánanna. Slæmur hú"mör" verð ég að segja.
Komust þeir að raun um "skítlegt eðli" forseta danska þingsins í fyrradag? Að manneskjan skuli voga sér að hafa aðra skoðun en malbikunarguttinn eða fyrirspurnarfyrirbærið? Blessuð konan er hér í umboði danska þingsins, en ekki á kosningaferðalagi. Djöfulsins della sem þetta er.
Samkvæmt þessu getur Þistilfjarðarkúvendingurinn hvergi opnað þverrifuna á erlendri grundu, þar sem hægri menn fara með völdin, þó forseti Alþingis sé? Hvað svo sem segja má um hann (altso kúvendinginn) tel ég nokkuð öruggt að sem fulltrúi Alþingis tækist honum í flestum tilfellum vel upp, á hlutlausan hátt, enda ekki viðstaddur sem pólitískur "ageterandi", heldur fulltrúi síns þjóðþings.
Hefðu píratakjánarnir neitað að mæta til fundar sökum fáránleika og kostnaðar fundarhaldsins, hefði ég skilið þá vel og jafnvel getað stutt. Tugum milljóna sóað í prjál og príl, í miðri viku og á sama tíma grafið undan fullveldinu með ömurlegri undirlægju við viðbjóðinn í bulluseli, af ríkisstjórnarflokkunum, með "sjálfafstæðis"flokkinn í fylkingarbrjósti. Sennilega nokkur ljósmóðurársstörf í pallinn og þvæluna á ddrrúv, plús rútur og rándýrar hótelgistingar.
Dómsvald flutt úr landi og yfir vofir afsal af umráðum náttúruauðlinda, í svelginn suður í bullu og þvæluseli fullveldisafsalssinna, sem dreymir um feita skattfrjálsa launatékka og þægilega innivinnu. Ekki að undra að varla nokkur maður nennti að mæta. Þrír fjórðu gesta voru túrhestar, sem skildu hvorki upp né niður í þessu rugli og ekki einu sinni komin helgi.
Svei þessari ríkisstjórn.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Krefst svara frá forsætisnefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2018 | 06:39
Svo mælir sá, sem fékk 40 % hækkun.
Að leggja línuna, að setja fordæmi, að vera til fyrirmyndar, er vandmeðfarið.
Auðvitað þolir efnahagslífið ekki aðra eins gjálífishækkun og BB fékk á laun sín eins og þingheimur allur, í boði Kjararáðs. Á einhvern hátt virðist BB þó geta tekið þessari byrði, en jafnframt staðið fremstur allra til að koma í veg fyrir að aðrir fái svo mikið sem helming, eða þaðan af minna í sínum uppbótum.
Mikill maður BB, sem situr með Þistilfjarðarkúvendingi, dúkkulísu í Undralandi og hrossahreðjaklippara í ríkisstjórn. Ég, um mig, frá mér, til mín. "Fuck the rest"
Megi Þingvallaræðan standa í þessum oflátungi, á hundrað ára afmæli fullveldisins, þar sem vonandi fæstir verða viðstaddir að hlusta á vælið.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Uppskrift að óstöðugleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.7.2018 | 01:38
Lög á ljósmæður, eða orkumálapakkinn samþykktur?
Samkvæmt fréttinni verður eitthvað samþykkt sem allir eru sammála um. Mikið er nú gott að heyra það. Hvort það verða lög á ljósmæður eða orkumálapakkinn frá Bulluseli er erfitt að segja til um, en trauðla verða þau mál tekin á dagskrá þessa fáránlega fundar. Hátíðarfundar sem haldinn er á hundrað ára afmæli fullveldisins, hvers sama árs og hvert vígi fullveldis og sjálfstæðis þjóðarinnar hefur verið sært, skert og svívirt, sökum sleikjuskapar og ömurlegrar undirlægju ríkisstjórnar Íslands á sjálfu fullveldisárinu.
Viðbjóðurinn frá Bulluseli virðist þessum amlóðum hugfangnari, en fullveldi Íslands. Vonandi lendir enginn í vandræðum með bílastæði á þessari fáránlegu samkomu fullveldisafsalssinnanna. Hvet sem flesta að halda sig heima. Almenningur á að leggja einhversstaðar í nánd við Kárastaði, en þingpallar og allt heila gillið er flutt á staðinn í þyrlum! Hlífum Þingvöllum við átroðningi hljómar voða "næs" og vona ég að sem fæstir láti sjá sig á þessu "sirkússjói".
Sem Íslendingi flökrar mér við yfirborðsmennskunni og veit, að á baki hvers einasta orðs sem vellur af vörum fullveldisafsals og tækifærissinnanna á Þingvöllum, þann átjánda júlí, er ekkert annað en hjómið tómt og skyldurækni við sjáfhverfu þess sem mælir og feit eftirlaun sín. Fullveldið hefur sjaldan staðið tæpar en einmitt nú um stundir, undir handleiðslu þeirra sem þarna munu mæra hitt og þetta, án þess að segja nokkurn skapaðan hlut.
Fruss á þetta lið allt saman.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Hátíðarfundur Alþingis undirbúinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.7.2018 | 07:12
Fatlaður er fatlaður og á að eiga rétt á sínu stæði.
Það er alveg sama hvað bílastæði fyrir fatlaða eru "poppuð upp" af "mannvitsbrekkunum" í borgarstjórn. "Virk" manneskja, blámáluð í bílastæði poppar ekki upp bullið í allri umræðuni.
"Nýja merkið sýnir manneskju í virkni" hlýtur að hafa verið haft eftir vanvita, hönnuði merkisins, eða burgermeisternum sjálfum, svo vitlaust hljómar þetta.
Þetta merkisóbermi er allt að því móðgun við fatlað fólk. Fatlað fólk kemst ekki leiðar sinnar sem aðrir. Þess vegna er því ætlað sjálfsagður aðgangur, næst þjónustu. Við hin erum ekkert of góð að labba spottakorn. Okkur hamlar fátt sem ekkert för.
Hvað næst hjá þessum kjánum....altso þessum opinberu alltumlykjandishugsuðasjálftökuembættismannafíflum, sem telja sig hafa umboð til að hugsa fyrir alla?
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Nýja merkið sýnir manneskju í virkni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |