Meðaltalið.

 "Miðað við sama tíma" er ekki gott viðmið. Sérstaklega ekki í glæpum. Íslensk stjórnvöld virðast ekki skilja mikilvægi þess að efla löggæslu og veita nægilegum fjármunum til hennar. Á tímum gengdarlauss innflutnings væntanlegra þjóðfélagsóberma og níðinga, auk sívaxandi fjölda túrhesta, situr ríkisvaldið hjá eins og auli, eða hjálmbergþóruson í bílaumferð og neitar að horfast í augu við staðreyndir.

 Löggæslan á Íslandi eru undirmönnuð. Staðreynd sem blasað hefur við árum saman. Það vita allir, að því er virðist, aðrir en þeir sem falið er vald yfir löggæslunni. Pólitískir amlóðar í sveita síns eiginhagsmunapots sjá hvorki hættur né þann skaða, sem aðgerðarleysi þeirra veldur.

 Tek ofan fyrir þeim sem enn sinna skyldum sínum innan Lögreglunnar, eins undirmönnuð og hún er. Undarlegur andskoti að nokkur einasta manneskja skuli fást til starfans, miðað við skítkastið sem stéttin fær yfir sig, með reglulegu millibili. Jafnvel frá sínum nánustu.   

Nægir þar að nefna fáránleikann um haustið 2008, þega ótrúlegur fjöldi fávita taldi sig eiga eitthvað sökótt við löggæsluna í landinu og lét höggin bylja á lögreglumönnum, í stað stjórnmálamanna, sem áttu að minnsta kosti skilið eins og svo mikið sem eitt vandarhögg fyrir glópsku sína og það opinberlega.

 Sem betur fer hefur tuðarinn ekki oft þurft að leita á náðir Lögreglunnar, en í þau fáu skipti hafa þau samskipti verið góð, fyrir utan æskubrek fyrir áratugum, þar sem mér fannst ég órétti beittur, enda rétt nýkynþroska og taldi mig geta sigrað heiminn, sem aldrei vannst.

 Áfram Lögreglan! Stend með ykkur öllum stundum.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 


mbl.is Metmánuður í fíkniefnaakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband