9.8.2008 | 23:31
Farinn til Argentínu.
Síðast var það Kína, nú er það Argentína. Mörg flug og sum ansi löng, en hefst vonandi allt saman. Fer að vora í Argentínu fljótlega, en enn er snjór í fjöllum syðst í landinu, þangað sem förinni er heitið til. Kaupmannahöfn, Madrid, Buenos Aires í fyrstu atrennu en síðan flogið suður til syðstu borgar Argentínu, þaðan sem farið verður út á sjó til veiða. Veiðisvæðið sunnan við Falklandseyjar og eins langt suður og komist verður. Heyrumst með haustinu og smjúts á línuna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góða ferð Halldór.
Argentína hljómar vel.... mig langar þangað einhvern daginn.
Anna Einarsdóttir, 9.8.2008 kl. 23:46
... Góða verð, karlinn... og hafðu það sem allra best... hvað veiðir þú þarna annars?
Brattur, 9.8.2008 kl. 23:50
Góða ferð í nýtt vor.
Marta Gunnarsdóttir, 10.8.2008 kl. 00:27
Að hugsa sér að hægt sé að upplifa tvenn vor á einu sumri! Takk fyrir góðar óskir og gleðilegt eitt haust. Þegar upp verður staðið hefur Tuðarinn upplifað tvenn vor, eitt sumar og eitt haust í haust...
Halldór Egill Guðnason, 10.8.2008 kl. 00:34
Góða ferð Halldór!
Ég kem til með að sakna tuðsins! Hafðu það gott og ég bið að heilsa öllum fallegum argentínskum mönnum
Hrönn Sigurðardóttir, 10.8.2008 kl. 13:56
Úps og vaá, ferðu svo að dansa tangó?
Vinur minn var ekki alls fyrir löngu þarna á ferð í veiði, lét vel af landi og þjóð.
Edda Agnarsdóttir, 10.8.2008 kl. 16:22
Er kallinn eitthvað eyrðalaus? Góða ferð.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.8.2008 kl. 21:43
Halldór ef þú ert á ferðinni um bloggið, viltu þá kíkja á síðuna mína?
Edda Agnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.