Enn og aftur af stjörnuspám fyrir Steingeitur.

 Steingeit.:"Breyting í útliti þínu endurspeglar innri breytingar sem hafa orðið á þér nýlega. Þáðu boð. Þú munt hitta einhvern sem getur hjálpað þér varðandi vinnu."

Þetta mátti maður þola í dag á Mbl. Varla á heilum mér tekið frá því snemma í morgun. Alltaf inni á baði að leita að nýjum lýtum í smettinu, blettaskalla, fleiri hrukkum, geðveikislegu augnaráði eða bara einhverju sem sennilega kemur allt að innan, en ekki séð neitt ennþá. Maður sér sennilega ekkert athugavert við sjálfan sig frekar en fyrri daginn, þannig lagað séð . Ekki séð svo mikið sem misfellu, hrukku eða aðra óværu sem ekki mætti mér í speglinum í gær. Svei mér ef nefhárin eru barasta ekki jafnlöng og í gær og skallin á sínum stað. Getur verið að snöggt, en jafnframt örstutt "himnaferð" um daginn hafi skilið eftir ummerki sem ég sé ekki sjálfur? Kunna samferðamenn mínir ekki við að segja mér að ég hafi breyst? Er breytingin kannski bara að innan? Kemur ekki allt að innan? Hvurn fjandann veit Tuðarinn annars svosem um það? Jæja, skiptir ekki máli, þetta er bara stjörnuspá. "Þáðu boð". Halló, er ekki verið að tala til einnar persónu hérna? Heimur versnandi fer og málfarið á Mbl þar fremst í flokki."Þú munt hitta einhvern sem getur hjálpað þér varðandi vinnu". Andskotann veit Mogginn um það hvort mig vantar vinnu? Hvaða fjandans hnýsni er þetta eiginlega, ha. Ég bara spyr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

iss.... ertu að kvarta yfir þessu..... þú ættir að sjá spána fyirir sporðdrekann.......og ég er ekki að grínast...... ég er brjáluð...

Fanney Björg Karlsdóttir, 16.4.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband