Dulbúin hótun?

Það var undarlegt að fylgjast með Kastljósi kvöldsins í "Sjónvarpi Allra Landsmanna" sem allir EIGA að borga af. Viðtal við ætlaðan erlendan glæpamann, sem sakaður hefur verið um óhæfuverk í heimalandi sínu. Að sjálfsögðu hélt maðurinn fram sakleysi sínu og fannst illa að sér vegið að ásaka sig um eitt eða neitt. Vonandi er hann saklaus, blessaður maðurinn. Bar einnig af sér að hafa nokkurn tíma komist í kast við lögin á Íslandi. Sjálfur lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins skaut þá yfirlýsingu í kaf örfáum mínútum síðar í sama þætti. Ekki virtist sem umsjónarmenn/konur "KASTLJÓSS" settu þetta í neitt samhengi. Það þarf jú að selja "lookið" og "exclusivið" Að loknu viðtalinu við ætlaða brotamanninn, sem virðist eftir kvöldið vera orðinn "brotaþoli" með vorkunnarstuðul upp á 15,4 af 16 mögulegum velti Tuðarinn því fyrir sér örlitla stund hvaða forréttindum ætlaðir erlendir afbrotamenn eiga að njóta umfram innlenda. Aldrei fá Annþór handrukkari eða Lalli Jóns að bera af sér sakir í Kastljósi ef einhverju er "klínt" á þá. Hvaða eiginlega dómadags della er þetta eiginlega að verða hér á landi þegar fjölmiðla vantar "sparstl" í gúrkutíðinni? Duga ekki bankarnir eða gengdarlaus flutningur fjármagns úr landi? Tuðarinn hefur ekki hugmynd um hvort þessi tiltekni erlendi maður er tengdur erlendum glæpaklíkum eða ekki, eða tengist "Mafíunni". Orðið Mafia er orðið að einhverri dulúðlegri mýtu í íslenskri "fréttamannastétt" sem veit varla hvað snýr fram eða aftur á íslenskri belju, hvað þá erlendri. Hvort speninn er undir kvið eða uppi á hrygg. Tuðarinn efast reyndar um að að þessir krakkar sem velja fréttirnar viti hvað lífið er yfir höfuð, annað en "uppgangur". "Niðurgangur" hugnast þessu nýja setti fréttamannastéttar alla vega illa. Hvað olli því að þessi tiltekni ætlaði glæpamaður hlaut þessa líka umfjöllunina í "Kastljósi allra landsmanna" liggur hins vegar nokkurn veginn ljóst fyrir Tuðaranum. : HANN komst í "KASTLJÓS" á "prime time". Getur áhrifamáttur hræðslu"terrorismans" orðið meiri? REIKNA MENN ANNARS MEÐ EINHVERJUM KÆRUM FRÁ SAMLÖNDUM HANS, gegn glæpahyskinu, eftir "Kastljós" kvöldsins? 

" Fréttamenn" RÚV og aðrir krakkaormar.: Eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að teyma ykkur á ASNAEYRUNUM?

 


mbl.is Efirlýstur maður handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta var eiginlega sorpblaðamennska.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.4.2008 kl. 02:01

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Gott að fleiri sjá hvað "fagmennsku" fréttamanna RÚV sjónvarps er búin að vera í miklu frjálsu falli síðustu mánuði, fréttastofan er orðin frekar svona skemmtistofa, með áróður fyrir stefnu stjórnvalda sem megin efni og auglýsingafréttir fyrir leikhúsin og einstök fyrirtæki sem stuðningsefni í bland við gagnrýnislausa endurbirtingu erlendra frétta sem samræmast stefnu vestrænna stjórnvalda.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.4.2008 kl. 09:26

3 Smámynd: Halla Rut

Gæti ekki verið meira sammála þér.

Halla Rut , 15.4.2008 kl. 14:55

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er svo ofboðslega sammála þér, hefði bloggað um þetta hefði ég verið í gír, en þetta er flott hjá þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 19:10

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Svo mikið sammála þér, ég bara var ekki að trúa þessu þegar ég sá viðtalið

Huld S. Ringsted, 15.4.2008 kl. 22:12

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hjartanlega sammála !

Marta B Helgadóttir, 15.4.2008 kl. 22:35

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Er þorandi að vera sammála þér og byrta af sé mynd um leið ? Þarf að hugsa málið.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.4.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband