Að hafa vit á, eða skoðun á....

Það er ætíð lofsvert þegar hinum almenna borgara og meðaljóni er boðið að taka þátt í umræðum á mannamáli, sem með öðrum orðum krefjast ekki tæknilegrar tjáningar eða 100 % þekkingar á öllu er varðar viðfangsefnið. Að bjóða til umræðu með opinn huga, þar sem allir geta sagt hvað þeim finnist, án þess að verða kaffærður í tæknitali eða samanburði við hina og þessa "isma" í öllum fjáranum, er lofsvert framtak og gott fordæmi. Nokkuð sem bæjar og borgarfulltrúar mættu gjarnan taka sér til fyrirmyndar. Byggingalist eða listleysi, er nokkuð sem flest okkar hafa fyrir augum alla daga og eflaust gaman að geta rætt arkitektúrinn á opinn hátt og á léttum nótum.   
mbl.is Hafa allir vit á arkitektúr?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Halldór ætlar þú í kvöld á umræðurnar í Norræna Húsinu? Þetta er spennandi.

Edda Agnarsdóttir, 21.8.2007 kl. 17:08

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já maður........ það er ekkert gaman þegar Íslendingar fara að tala hrognamál við mann.  Tölvufræðingar og lögfræðingar eru skæðir við málnotkun sem er Meðaljóni Meðaljónssyni óskiljanleg.

Ég er bara farin að tuða með stæl. 

Anna Einarsdóttir, 21.8.2007 kl. 17:37

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Edda.:Ætla að reyna að mæta. Ekki alveg víst, en reyni.

Anna.: Á nú að fara að höggva í tuðaratitilinn? 

Halldór Egill Guðnason, 21.8.2007 kl. 17:52

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hva...... ég hélt þú yrðir glaður að fá samtuðara ? 

Anna Einarsdóttir, 21.8.2007 kl. 20:26

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hlakka til að heyra um þessa uppákomu.

Edda Agnarsdóttir, 21.8.2007 kl. 21:27

6 Smámynd: Karl Tómasson

Eitt er að hafa vit og annað skoðun. Við meigum öll hafa skoðun en höfum ekki öll vit á öllu.

Um daginn las ég færslu hjá konu sem sagðist ekki geta sungið en langaði í kór. Ekki stóð á viðbrögðunum.  Það geta allir sungið, þetta er spurning um túlkun og tilfinningu. Farðu strax í kórinn. Við þetta gerði ég svohljóðandi athugasemd. 

Það syngur engin laglaus manneskja í kór öðruvísi en að strórskemma fyrir honum. Það geta ekki allir gert allt, það er bara þannig og það er ekki gott að standa í þeirri meiningu. Ég get t.d. ekki dansað ballet en ég gæti auðvitað hoppað á svið Borgarleikhússins og tjáð ballet frá mínu hjarta. Seint held ég samt að ég fengi að ganga í Íslenska sýningarhópinn og ég er hræddur um að ef ég fengi inngöngu þá myndi það hafa talsverð áhrif á sýningaratriði hópsins.

Var þetta leiðinlegt hjá mér Halldór minn???

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 21.8.2007 kl. 23:40

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er samt á því að allt of mikið af umræðum fari fram á sérfræðingamáli þannig að hinum almenna manni finnist hann ekkert hafa að segja...t.d varðandi stjórnmálog efnhagsmál...þar er fullt af orðatiltækjum og málalengingum sem rugla bara venjulegt fólk í ríminu..og allt í lagi fyrir sérfræðingana að tala mannamál þannig að allir skilji. Það er ekki þar með sagt að allir öðlist sérfræðingskunnáttu á viðfangsefninu en hafa allavega flöt á að tjá sig og skilja betur um hvað verið er að ræða.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.8.2007 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband