Rúvið og "Skrækur Skellibjalla"

 Að horfa á vikulokin með Gísla skræk í kvöld, fyllti mig viðbjóði. Þetta skrækróma skellibjöllufyrirbæri skeit svo rækilega upp á bak í kvöld, að sjaldan hefur nauðungaráskrift minni verið boðið upp á annað eins andskotans rugl. Fjórir gestir á setti og einn þeirra augljóslega til þess eins fenginn að vera skotspónn, sem nota átti til niðurlægingar. Tættur  sundur og saman, en tók ekki eftir því, enda mun "gáfaðra og fallegra fólk" í hinum þremur stólunum, auk skræksins í forsvari, sem skeit feitt í brók í kvöld. Ég neita hreinlega, sem þrjúhundruð og þrjátíu þúsundasti hluthafi í RÚV að láta bjóða mér upp á svona andskotans vitleysu! Gott ef maður krefst ekki stjórnarfundar! (Sennilega of smár til að beyðast slíks, enda ekkert og verð ávallt ekkert, hvort sem mér líkar betur eða ver. Mun ávallt líka ver.)

 Fíflagangurinn í þessum þætti, auk vanvirðingar við viðmælendur sína, ætti að nægja til að henda þessu skrækróma, nánast óþolandi fyrirbæri, sem Gísli er, út í hafsauga og hlífa þjóðinni við því að horfa upp á það hve illa fjármunum hennar er varið í svona þvæluþætti "rétthugsandi fólksins". Fólks sem telur sína lífssýn vera þá einu réttu og þar með skotleyfi gefið á alla, sem hugsa, eða haga sér öðruvísi en þetta sjálfumglaða "vér einir vitum" pakk.

 Nógu er nú sóað á degi hverjum af skattpeningum okkar í andskotans dellu, svo ekki bætist í ofanálag þáttur eins og þessi. Þáttur fullur af virðingarleysi gagnvart ólíkum skoðunum, en jafnframt nánast dólgslegri framkomu við andstæðar skoðanir, gjörsamlega óþolandi þáttarstjórnanda.

 "Hlutlaus miðill?" Hoppið upp í ....gatið á ykkur!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nú gerirðu mann forvitinn um hver er skotspónninn að þessu sinni? Ég hef slökkt á sjónvarpinu frá því þessi leiðinda pési tók Trump fyrir og álíka persónuleiki og hann (Ólöf Hrönn),sem lýsti munni hans sem endaþarmi sem áheyrendur biðu eftir að kúkur kæmi út úr. þetta er djöfs fokking/fok,og verður ekki hægt að endurheimta RúV aftur sem er vant að virðingu sinni. Ég á að geta náð endursýningu ef ég man hvernig.Mb.kv.  

Helga Kristjánsdóttir, 6.10.2018 kl. 03:09

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Friðrik Dór, eða Fór hann kannski?

 Man ekki einu sinni hvað hann heitir, blessaður drengurinn. Ekki mitt helsta uppáhald, en gullfallegur ungur maður með rödd, lög og texta, sem ekki falla "góða fólkinu" í geð og niðurlægður í þættinum, með ósvífnum hætti, ásamt því að þáttarstjórnandinn svokallaði opinberaði fíflsku sína og fávitahátt, sem aldrei fyrr. 

 Skrækur Skellibjalla er eitthvert svívirðilegasta skítarusl, sem okkur nauðbeygðum borgurum er gert að greiða fyrir, að okkur forspurðum.

Halldór Egill Guðnason, 6.10.2018 kl. 05:19

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki bætti sífellt  fliss fulltrúa Egils Helgasonar úr. Þessi svokallaði bókmenntarýnir, sem fær vikulega að ausa úr "viskubrunni" sínum hjá EH var líkast því að vera drukkin.

Að Gísli Baldur skuli fá aðgang að þessari stofnun sýnir best hvar hann liggur í pólitík, en ef það verður látið átölulaust að hann geri grín af einhverjum verstu hremmingum sem þjóðin hefur lent í og margir enn í sárum eftir, sannar það enn og aftur hverskonar skelfingar stofnun það er sem við skattgreiðendur erum látnir halda uppi!

Gunnar Heiðarsson, 6.10.2018 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband