Braggaúthlutun og barnaúthlutun.

 Fjörtíu milljóna salerni í uppgerðum bragga frá stríðsárunum vefst ekki fyrir burgermeisternum. Ekki frekar en tæpur hálfur MILLJARÐUR, í þá þvælu alla.

 Hvert ætli dagurinn telji þá umræðu vera komna? Byrjunarstig eða lokaumræðu? Nefnd eða starfshóp? Samráðshóp um stríðsmynjar, sem nýst geta borgarbúum til salernisferða og salaútleigu? Kostar ekki nema 500.000.000.- úr vösum samborgara hans. Á hvaða stigi ætli sú umræða sé?

 Aumingja Reykvíkingar að þurfa að líða þetta skoffín næstu árin, ásamt fylgifé, já og hellings glötuðu fé, í tóma þvælu.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Sakar borgarstjóra um „hrútskýringar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú hafa sömu apilar ákveðið að óháð rannsókn á þessari geggjuðu frammúrkeyrslu sé alveg óþörf. Gott að sitja báðum megin við borðið og vera dómarar í eigin klúðri. Engin lagaleið er til fyrir borgarana sjálfa að kæra þetta eða gera kröfur um athugun á brjálæðinu. Case closed.

sama gildir um 20fm. gáma fyrir útigangsfólk, sem kosta 18 milljónir stykkið. Þ.e. Þriðjung af verði 100fm íbúðar í sæmilegu hverfi.

Þetta er álíka og að læta fulla frændann,msem var að koma af hrauninu fá öll kreditkortin þín og prókuru fyrir bankareikningum þínum.

Frammúrkeyrsla upp á 100-300% er regla hjá hinu opinbera og enginn ábyrgur. Verktakamafian fær bara óútfylltan tjekka og er sjálfráð um kostnaðinn. Áætlanir eru bara viðmið og óskhyggja sem óþarfi er að binda sig við.

Spilling? Nei, ekki þegar helgar manneskjur ráða. 

Nú þarf bara að bíða eftir að skammtímaminni landans þurrkast út vegna einhvers sem einhver sagði á twitter eða facebook og allt verður gúddí aftur.

Opinberir starfsmenn fá bera ekki ábyrgð, þótt þeir vinni undir lögum um réttar embættisfærslur. Það eru nefnilega einu lögin sem engin viðurlög hafa og í versta falli fær viðkomandi áminningu og þarf að fá þrjár slíkar til að brottrekstur verður íhugaður, en þá verður það að varða samskonar brot.

Þeir sjá um sína.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.10.2018 kl. 10:07

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annað skemmtilegt í "Ábyrgðarhlutverki" borgarstjórnar og hins opinbera sem þarfnarst rannsóknar vi er að arkitektar bera enga ábyrgð á hönnunargöllum. Þeir fá bara meiri vinnu við að laga eftir sig blöndrið á reikning borgarinnar. Nærtækt dæmi man ég að alvarlegur hönnunargalli var gerður við árbæjarlaug sem hleypti kostnaði ríflega 100% fram úr áætlun og sömu arkitektar fengu það verkefni að laga klúðrið og endurhanna. Reikningurinn sendur á borgina. Þetta er bara eitt af hundruðum dæma sem eru regla frekar en undantekning. Engin rannsókn né endurskoðun. Enginn ábyrgur þót ábyrgðin sé öllum ljós.

þetta er hin opna stjórnsýsla og samræðupólitík. Ábyrgðarfælnin inngróin og embættismenn að bjarga eigin skinni og þægilegu innivinnu, sem kostar það sama eða meira en framkvæmdirnar sjálfar.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.10.2018 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband