Hið ljúfa líf báknsins og hrunverjanna, á okkar kostnað.

 Peningar gufa ekki upp. Þeir færast stað úr stað og gera með því mögulegt að viðhalda hagkerfum heimsins, verslun og viðskiptum. Hagkerfi heimsins byggir á flutningi fjármagns, vöruskiptum og greiðslum fyrir þau. Ekkert voðalega flókið. Jafnvægi er þó ætíð nausynlegt. Það geta t.a.m. aldrei allir grætt. Eitthvað sem vinstri hjörðin virðist aldrei skilja.

 Áttatíu þúsund milljónir til Kaupþings gufuðu ekki upp. Þeim var stolið og þeir sem þjófnaðinn frömdu eru frjálsir menn í dag, ásamt öðrum sem stálu, hægri vinstri, leynt og augljóst, þar til spilaborgin að lokum hrundi. Endalaust fjármagn að utan, þó mest frá Þýska Bankanum, flóði inn í hagkerfið og nokkrir óprúttnir aðilar sáu sér leik á borði í vaxtahagnaði og innherjaviðskiptum með eigin bréf. Allt að láni. Gekk vel um tíma, en allar bólur springa að lokum. Þjóðin ætti ekki einungis að þakka fyrir sig og gleyma, heldur vera ógeðslega "kúl" og ekkert að elta ólar, yfir "smá" þjófnaði sem átti sér stað fyrir áratug. Hún hefur það svo ógeðslega gott í dag. "Fuck the robbers, forget the past"?

 Ekki beint skemmtilegt upphaf á færslu, en vonandi eru einhverjir sammála aumum tuðara um skilgreininguna.

 Það "hurfu" ekki einungis áttatíu þúsund milljónir í bankaráni aldarinnar. Ráni, sem bankastjórarnir frömdu, en kostnaðurinn féll á viðskiptavinina. Það "hurfu" þúsundir milljarða! 1.000.000.000.000.- eru eitt þúsund milljarðar, velkist einhver í vafa um stærðirnar og vilji velta fyrir sér stjarnfræðilegum stærðum hrunsins, í tölum. Mannlegur harmleikur verður ekki reiknaður á  neinum mælikvarða, því miður.

 Íslenskur almenningur hefur síðan eftir hrun þurft að greiða fyrir þjófnaðinn, í sveita síns andlits. Ýmist með glötuðum eignum, eða undir allt að því nauðgunartiilburðum fjármálakerfisins. Kerfis sem hefur lengst af verið í eigu Ríkissjóðs Íslands, hefur slitið nánast hverja einustu krónu af alþýðu þessa lands, því hjá stjórnvaldinu sitja eiginhagsmunaseggir og stólasjúklingar, sem aldrei fyrr. Husjónalaust skítapakk sem hikaði ekki við að framselja landa sína erlendum vogunarsjóðum, því stóllinn yljaði svo helvíti vel. Fólk sem eitt sinn gekk Keflavíkurgöngur, gegn erlendu valdi, gerðist portkonur og aumar druslur, á götuhornum stólalöngunarinnar og seldi sig eins og ódýrar mellur, í skiptum fyrir stól.

 "Skjaldborg heimilanna" hljómaði býsna "kúl" árið 2009, en í dag sjá flestir hve grunnt það helvítis "fokking fokk" kom út fyrir heimilin. Nóg um það.

 Í dag, tíu árum eftir hrunið, hefur risið upp tvennskonar ófögnuður, sem líkja má við "banksterana". Ófögnuðr sem rænir alþýðuna launum sínum.

 Embættis og stjórnmálamenn sem telja sig geta sólundað skatttekjum samborgara sinna í nánast hvaða andskotans endaleysu, sem þeim dettur í hug, án nokkurra skýringa. Jarðgöng á röngum  stað, eða bragga í Nauthólsvík. Gjálífisferðir á Saga Class og fimm stjörnu hótel um allan heim og alþýðan borgar.

 Hinn ófögnuðurinn eru stjórnendur lífeyrissjóða þessa lands. Sjóða, sem á sínum tíma voru hugsaðir til þess að "tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld". Sjóðir sem velta ógreiddum skatttekjum Ríkisins í fallvöltum heimi fjármálanna, undir stjórn bitlinga og bónussækinna einstaklinga, sem "gambla" með eftirlaun mín og þín, launþegi góður! 

 Ef staðgreiðslan af lífeyrissjóðsgreiðslum landsmanna væri innheimt nú þegar, mættti endurbyggja samgöngukerfið og koma hér á fullkominni heilsugæslu og þjónustu á mjög skömmum tíma og samt eiga afgang. Hvers vegna það er ekki gert, skilur kvikyndið ég ekki með nokkru móti.

 Þar hljóta einhverjir sameiginlegir hagsmunir hugsjónageldra stólelskenda, bónussækinna fjárglæframanna og fjármagnsþjófa að spila stóra rullu og því ber að varast þá og véfengja í öllum þeirra verkum. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Halldór! Eitthvað verður færslan að heita sem vísar til efnisins sem allir vita að er sannleikur. Svo bullandi bitur sannleikur verður aldrei færður í sérstakan hátíðabúning,þótt fórnarömbin hafi náð að skrimta.- Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 7.10.2018 kl. 03:12

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Halldór, skeleggur pistill að vanda. Helferðarhyskinu sem reisti gjaldborgina um heimilin verður seint gleymt.

Ef mér misminnir ekki þá kom fram í lánabók Kaupþings sem Wikileaks lak á netið á sínum tíma, hvað varð um stolna gjaldeyrisvarsjóðinn.

Nann var talin ofan í vasana á velvöldum. Eftirmálin voru mest megnis eins og Spaugstofan greindi frá í fréttaskýringum sínum af því hvernig peningum var komið úr landi með aðstoð "embættismanna" ríkisins.

Svo ætti skammtímaminni flestra að muna hvernig þessir stolnu peningar komust aftur í umferð, eftir 100% ávöxtun aflands auk 20% bónus frá  seðlabankanum, og ryksugaði upp íslenskt viðskiptalíf.

Svona hafa íslenskir djöfuls snillingar unnið úr hruninu og ætlast til að landsmenn gleymi,,, og jafnvel fagni snilldinni, af því að snillingarnir og hyskið telja sig sloppna fyrir horn.

Magnús Sigurðsson, 7.10.2018 kl. 07:44

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Halldór

Hrunið kostaði gott betur en eitt þúsund milljarða. Bara lánið til Kaupþings plús tap lífeyrissjóðanna ná þúsund milljörðum. Þá er allt annað ótalið.

Í Fréttablaðinu í gær var ein blaðsíða um hvernig þeim hefir gengið frá  hruni, sem mestu stálu. Ekki verður annað sagt en að þær hafi það bara andskoti gott! Það sem vantaði í þessari umfjöllun Fb var hinsvegar þeir stjórnmálamenn sem spiluðu með og sumir hverjir náðu að efnast nokkuð vel.

T.d. aflaði einn stjórnmálaamaður sér tuttugu millkarða, með lántöku. Það lán var fellt niður í kjölfar hrunsins og þessi stjórnmálamaður þurfti aldrei að greiða krónu til baka. Nú er hún formaður stjórnmálaflokks! 

Á meðan voru tugum þúsunda fjölskyldna kastað á götuna.

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 7.10.2018 kl. 08:38

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þakka ykkur innlitið, öll þrjú. Sumir teljamað nóg sé komið af umræðunni og nú sé bara beina brautin framundan. Vona að svo sé ekki. Hrunið,hefur ekki einu sinni verið gert upp að hálfum hlut. Til að ljúka umræðunni er nauðsynlegt að draga fram allt, sem viðgekkst, bæði fyrir og eftir hrunið. 

 Það voru ekki einungis hrunverjar, sem spiliðu skítlega, áður en allt féll. Sök þeirra sem í dag hreykja sér af "þrifunum" er ekki síður rannsóknarverð.   Þar voru margir gjörningar svo svívirðilegir, að þeim hefur verið komið fyrir í skjalahyrslum Ríkisins, undir liðnum "99ára leynd". Fáir virðast nenna að elta ólar yfir því, en forseti Alþingis situr enn svo fast, að meira að segja misnotaður dreifbýlisstyrkur hans í áratugi vekur ekki svo mikið sem minnsta áhuga handónýtra fjölmiðla, eða amlóða og "kópípeist" opinmynntra bjálfa sem þar starfa. 

 "Fréttamenn" og fjölmiðlar á Íslandi eru rusl og ekki orð að marka.

 Sparisjóður Keflavíkur og Sjóvá .......? Varla eitt einasta orð í umræðunni allri, nú tíu árum seinna!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 8.10.2018 kl. 04:38

5 Smámynd: Már Elíson

"Áttatíu þúsund milljónir til Kaupþings gufuðu ekki upp. Þeim var stolið og þeir sem þjófnaðinn frömdu eru frjálsir menn í dag, ásamt öðrum sem stálu, hægri vinstri, leynt og augljóst, þar til spilaborgin að lokum hrundi.." og "Það "hurfu" ekki einungis áttatíu þúsund milljónir í bankaráni aldarinnar. Ráni, sem bankastjórarnir frömdu, en kostnaðurinn féll á viðskiptavinina. Það "hurfu" þúsundir milljarða! 1.000.000.000.000.- eru eitt þúsund milljarðar..."

Man einhver hvaða seðlabankastjóri og "odda" persóna barðist um á hæl og hnakka til að geta gefið þessa peninga til ákveðinna útvaldra (svo að Jón Ásgeiri yrði ekki bjargað..)...?....Peninga sem hurfu beint til "money heaven"...?  -  Nei, pistlahöfundur og pótentátar slíkir muna það ekki. Við hinir munum það vel. 

Már Elíson, 8.10.2018 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband