Trump, Trump, Trump.

 Þessi nýja og óvænta tilkynning Trumps kom öllum svo sannarlega á óvart. Einnig þeim þremur samlöndum okkar, sem nýkomnir eru frá BNA og smituðust þar. Í BNA eru sennilega tíu þúsund  sinnum fleiri smitaðir nú þegar, en opinberar tölur segja til um. Skimun kostar þar stórfé, tekur marga daga og hinn almenni borgari stendur ekki í slíku, hvaðan svo sem hann er að koma.

 Þrjátíu daga ferðabann í BNA,  til og frá Evrópu, fyrir utan þá sem ætla til og frá Bretlandi er svo geggjað dæmi, að að baki svona tilkynningu getur trauðla verið nokkur skynsemi, eða hvað? Getur verið að Trump sé búinn að teikna einhverskonar viðskiptadæmi út úr þessu öllu saman? Skítt með dánartölur og þá mannlegu eymd og vanlíðan, sem fylgir vírusnum, ef hægt er að græða pínulítið í leiðinni?

 Vísitölur á verðbréfamörkuðum taka nánast jafnmikið pláss í fréttum og fréttir af útbreiðslu veirunnar. Hvað ætli valdi því? 

 Icelandair og önnur félög lækka og hækka um milljarða króna, eftir því hvernig vindar blása á hlutabréfamarkaði. Í eðlilegu og stöðugu árferði fara efnahagsfréttamenn hamförum, ef einhver á markaðnum hækkar eða lækkar um hitt eða þetta. Hvað segja þessar hækkanir og lækkanir? Jú, þær segja okkur það, að ef einhver kaupir hlut í félagi á genginu 4, sem skráð er á 5, hafi verðmæti fyrirtækisins lækkað um 2o%. Það fylgir hinsvegar sjaldnast sögunni hvað verslað var fyrir mikið og þó það sé tekið fram, fá fáráðir efnahagsfréttamenn og talnarýnar það út að fyrirtæki sem eru tug og jafnvel hundraða milljarða virði, bara í eignum einum saman og án ofmetinna viðskiptavilda, hafi lækkað um milljarðatugi, í tuttugu milljóna króna viðskiptum.

 Fyrsta skref sem ætti að taka núna um allan heim er að loka öllum kauphöllum og skikka fyrirtæki heimsins til eðlilegra viðskiptahátta, í stað rússneskrar rúllettu eða Las Vegas spilafíknar í fáránleika kauphallakjaftæðisins!

 Það eru ekki margir dagar í að Trump endurmeti stöðuna og stytti farbannið um að minnsta kosti helming, ef ekki meir. Hlutabréfamarkaðurinn nær með því móti vopnum sínum á ný og þeir sem eiga megnið af peningum heimsins ná þeim endanlega að öllum hluta undir sig í ódýrum hlutabréfum “verðlausra” fyrirtækja um allan heim.

 Karlfíflið veit alveg upp á hár(appelsínugult eins og á úlfalda, hvort sem horft framan í eða í hnakkann) hvað hann er að gera.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Ekki nægur tími til að láta vita af ferðabanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örfáar loðnur rekur á land.

 Af þessum myndum getur hver sá sem eitthvert vit hefur á loðnu, dregið þá ályktun að stofninn er við það að þurrkast út. Hefði hrygning tekist vel og stofninn farið framhjá öllum mælingum, mætti vaða dauða loðnu upp að hnjám á þessum slóðum um þessar mundir. Þessi dreif um Reynisfjöru boðar ekkert gott. Þvert á móti. Þarna liggja bara nokkur eintök af fiski sem getur þétt sig svo mjög, að á innnan við einni fersjómílu leynast jafnvel tíu þúsund tonn eða meira!

 Hvarflar ekki að neinum að hvala og þorskstofninn séu orðnir of stórir og jafnvægið komið til helvítis? Á bara að taka stelpubjálfann túrberg og gorið á þetta? Hamfarahlýnunina eins og hún leggur sig, eða hvað? Jafnvel gefa það út að hafró viti minna en ekki neitt og afgreiða það með hlýnun sjávar, þegar vitað er að sjórinn hefur kólnað mörg undanfarin ár? Það má sjá á heimasíðu hafró, sem ber fyrir sig hlýnun! Hverjum á að trúa? 

 Hinum örfáu sílum í fjörunni eða exelskjölunum frá bulluseli? Hvar í gervallri Evrópu hefur bullusel aukið hagvöxt og stækkað fiskistofna? 

 Hvorki loðna né þorskur fara að ráðum Hafró og æsis eða hvað þetta exelkjaftæði nú heitir þarna suður í bulluseli, sem Hafró liggur fyrir eins og ódýr portkona á útsölu? Er hægt að verða minna marktækur en ódýr og á útsölu í ofanálag?

 Um að gera að byggja 5000 fermetra á fjórum hæðum við Hafnafjarðarhöfn undir þessa sleikjukenndu varðhunda kvótans og undirlægjur boða frá esb. Ríkisstjórnin og fiskifræðingar hjá hafró eiga, að því er virðist meira sameiginlegt en margan grunar. Veðsettur kvóti í ríkisbönkunum sameinar þessi óbermi á alla kanta.

 Vinirnir fá að njóta.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Loðnu rekur á land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nammiborð, júróvisjón og vírusinn.

 Í gærkvöldi valdi einhver hluti þjóðarinnar skásta lagið, til að verða okkur að athlægi í Hollandi í vor. Í keppni sem margir hafa gaman af, en árangurinn því miður frekar dapur, fyrir utan eitt eða tvö skipti fram að þessu.  Hlustaði á sigurlagið í gærkvöldi og fannst það bara nokkuð “hipp og kúl”. Það floppar hinsvegar í keppninni og kemst ekki áfram, því miður, en það er jú bara álit aumkunnarverðs tuðara um allt og ekkert.

 Fyrir úrslitastundina í gærkvöldi fóru eflaust margir á nammibarinn í Hagkaup og álíka verslunum og fylltu á poka sína krossmenguðu sælgætisógeði, yfirfullu af saurgerlum og ég veit ekki hvað, til að naga í, glápandi á þennan viðburð júróvisjón.

 Vírusinn er kominn til landsins og hvað gerir landinn?

 Jú, hann fjölmennir með skítugar krumlur á nammibari verslananna á afslætti og þjappar sér síðan þúsundum saman á samkomu sem engu skilar. 

 Ó þessi þjóð!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband