Örfáar loðnur rekur á land.

 Af þessum myndum getur hver sá sem eitthvert vit hefur á loðnu, dregið þá ályktun að stofninn er við það að þurrkast út. Hefði hrygning tekist vel og stofninn farið framhjá öllum mælingum, mætti vaða dauða loðnu upp að hnjám á þessum slóðum um þessar mundir. Þessi dreif um Reynisfjöru boðar ekkert gott. Þvert á móti. Þarna liggja bara nokkur eintök af fiski sem getur þétt sig svo mjög, að á innnan við einni fersjómílu leynast jafnvel tíu þúsund tonn eða meira!

 Hvarflar ekki að neinum að hvala og þorskstofninn séu orðnir of stórir og jafnvægið komið til helvítis? Á bara að taka stelpubjálfann túrberg og gorið á þetta? Hamfarahlýnunina eins og hún leggur sig, eða hvað? Jafnvel gefa það út að hafró viti minna en ekki neitt og afgreiða það með hlýnun sjávar, þegar vitað er að sjórinn hefur kólnað mörg undanfarin ár? Það má sjá á heimasíðu hafró, sem ber fyrir sig hlýnun! Hverjum á að trúa? 

 Hinum örfáu sílum í fjörunni eða exelskjölunum frá bulluseli? Hvar í gervallri Evrópu hefur bullusel aukið hagvöxt og stækkað fiskistofna? 

 Hvorki loðna né þorskur fara að ráðum Hafró og æsis eða hvað þetta exelkjaftæði nú heitir þarna suður í bulluseli, sem Hafró liggur fyrir eins og ódýr portkona á útsölu? Er hægt að verða minna marktækur en ódýr og á útsölu í ofanálag?

 Um að gera að byggja 5000 fermetra á fjórum hæðum við Hafnafjarðarhöfn undir þessa sleikjukenndu varðhunda kvótans og undirlægjur boða frá esb. Ríkisstjórnin og fiskifræðingar hjá hafró eiga, að því er virðist meira sameiginlegt en margan grunar. Veðsettur kvóti í ríkisbönkunum sameinar þessi óbermi á alla kanta.

 Vinirnir fá að njóta.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Loðnu rekur á land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband